Í "blómabeði samfélagsins"

Samfélag er byggt upp af margvíslegum einstaklingum. Sumir eru sterkir og geta staðið sjálfir hvað sem á dynur, jafnvel verið stuðningur fyrir aðra. Svo eru sumir veikbyggðari af ýmsum ástæðum. 

 

öryrkjarós 624
 
Sama hversu fallegt "blóm" hinn veiki er, það er bara ákveðið álag sem hann þolir. Sumir ná aldrei að blómgast vegna álags, sumir svigna undan þunganum, ná aldrei upp í sólarljósið.
Er ekki málið að styðja við þá sem þurfa hjálp við að ná að teygja sig upp á móti birtunni? Er ekki óþarfi að leggja meiri byrðar á hinn veika en þann hrausta?  
Ég er sannfærð um að hinir veikari þegnar samfélagsins gætu blómstrað og fegrað samfélagið enn meir, ef aðeins þeir fengju stuðning til þess og létt yrði á byrðunum . 
 
Hvar er sanngirnin í þessu samfélagi? Mannkærleikurinn....? Elska náungann og allt það, hefur þetta í alvöru bara orðið eftir einhversstaðar? Eða var það kærleiksplantan sem var reitt upp í stað arfans?
 
Við eigum öll að geta blómstrað saman án þess að kæfa hvert annað. Það þarf aðeins að gefa öllum jöfn tækifæri til að sjá sólarljósið. Við þurfum öll á því að halda að allir þegnar samfélagsins geti blómstrað, hver á sínum forsendum. Allir hafa eitthvað að gefa. 
 
Svona nú, stjórnendur þessa samfélags, farið nú að svara og gera eitthvað í þessum málum.
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Elsku Ragga, þvílík gullkorn sem þú skrifar. Og myndirnar alveg frábærar. Maður situr bara með kökkinn í hálsinum  eftir svona falleg skrif á frekar erfiðum degi, fullum af reiði, vegna óréttlæats kerfis. Þú ert alveg æðisleg. Kveðja Ingunn Fjöryrki

Ingunn Jóna Gísladóttir, 2.11.2007 kl. 17:25

2 Smámynd: hofy sig

Mikið svakalega skrifar þú eitthvað fallega Ragga, það er ótrúlega mikill sannleikur í pistlinum þínum. Frábærar myndlíkingarnar líka, við eigum svo sannarlega öll að geta blómstrað og haft sömu tækifæri, hvort heldur að við séum bankastjórar, öryrkjar eða eitthvað allt annað.  Það er löngu tímabært að ráðamenn  "velferðaríkisins " láti verkin tala og hætti að refsa þeim sem mestan þurfa stuðninginn.

Kær kveðja til þín og eigðu góða helgi.

hofy sig, 3.11.2007 kl. 18:18

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Æ, þið eruð yndislegar og hjálpið litla sálartetrinu að halda áfram að skrifa.

Takk og þúsund knús

Ragnhildur Jónsdóttir, 5.11.2007 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband