2.11.2007 | 11:32
Þess vegna er undirskriftalistinn í gangi....
Þetta er nefnilega nákvæmlega málið! Hver skilur hugsunina á bakvið þennan gjörning? Nei, það virðist nefnilega ekki vera neitt mikil hugsun á bakvið. Og það sem meira er, að það eru þúsundir manna núna í sömu eða svipuðum málum. Misstórar upphæðir en þúsundkallar skipta öryrkja máli, það er nú bara þannig. Ég þarf sjálf að greiða 43.000,- til baka núna, það eru vetrardekk undir bílinn, svo bíllinn minn verður þá bara vetrardekkjalaus í vetur. Vona að það verði ekki mikil hálka... Ég er samt heppin því ég get ennþá borðað og hef húsaskjól. Hvað gerir fólk sem þarf að borga hundruð þúsunda til baka.... af örorkubótum ... ??? Þetta er ekki hægt, það sjá það allir.
Ein af mörgum svona sögum er hér á blogginu mínu frá því 12.10.07
En það var einmitt út af þessum málum sem "Fjöryrkjar" fóru af stað með undirskriftasöfnun um leiðrétt kjör öryrkja og eldri borgara. Skrifið undir HÉR
Við viljum öll leiðrétta þessi mál, ég er sannfærð um það, nú er bara að drífa sig, áður en fólk gefst upp.
Frábært hjá þér Guðmundur Ingi að koma fram með þessa sögu. Takk fyrir að leyfa okkur að heyra.
Stórtapaði á að þiggja bætur eftir slys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hæ,hæ Ragga. Já þetta er ekkert til að hrópa húrra fyrir, en svona er þetta bölvaða kerfi, skatturinn tekur sitt, tr lækkar bæturnar, tryggingarfélagið lækkar sínar bætur sem nemur bótum frá TR. Þetta kerfi er algjör grautur. Og við verðum að berjast gegn þessu. Baráttukveðja Ingunn fjöryrki
Ingunn Jóna Gísladóttir, 2.11.2007 kl. 13:30
Þetta er til háborinnar skammar! Ég bara skil ekki hvernig er hægt að fara svona með fólk en ég þekki þetta mál persónulega þar sem mín eigin móður fékk kröfu um rúm 600.000 í endurgreiðslu... Algjörlega út í hött!!!
Karitas (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 14:00
Nákvæmlega: algjörlega út í hött!!! það er eiginlega eina leiðin til að lýsa þessu tryggingabótakerfi. Og það versta er að þessir hópar fólks, öryrkjar og eldri borgarar eru þeir hópar í samfélaginu sem síst geta barist sjálfir!
Ragnhildur Jónsdóttir, 2.11.2007 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.