Færsluflokkur: Bloggar

Kettlingar tilbúnir á ný heimili :-)

Er bara rétt að kíkja við og benda ykkur á kisukrútt sem eru að leita að nýju góðu heimili.

Ýtið á linkinn til að komast að myndunum og frásögn af litlu yndunum :-)
http://www.ragjo.blogspot.com/


Ég er flutt!

Hæ elskurnar, ég er flutt á  ragjo.blogspot.com

 

krummi-me_-tunguna-ut.jpg

Sjáumst þar! Smile


Peace One Day

dufa-i-skoginum.jpg
 
FriðarDúfan í skóginum
 
 
 Það er alltaf von ef við fylgjum henni eftir HeartHaloHeart
 

Endalaus ævintýr

hver-byr-i-ljosinu.jpg
 
Það býr ýmislegt í ýmsu, eins og einhver sagði en hvað/hver er þetta?
ýtið tvisvar á myndina til að stækka hana

Bara svona pælingar í rokinu :-)

Lífið gengur áfram sinn vanagang. Kreppa eða ekki kreppa, veikindi, rok, breytingar eða hvað sem Lífið býður okkur uppá til að læra af.

 ymiskonar-fegur.jpg

Fegurð Lífsins getur verið með svo ýmsu móti og smekkur getur verið misjafn.

Þessa dagana heyrist söngur um hverfið sem ekki allir eru sammála um hvort sé fagur eða ekki ...

blorri-og-edda.jpg

 Hann Blörri er mikill söngvari ... finnst allavega sumum ... Tounge Hann tekur jafnvel nokkur spor með og dansar við dömurnar mínar.

blorri-oblorra_ur.jpg

Annars er hann "Blörri" mjög fallegur kisi, svona óblörraður Wink enda á hann sennilega þó nokkuð af glæsilegum afkomendum með krúttkisunum mínum. 

elin-lotta-i-korfunni-4_909450.jpg

T.d. hana Lottu,

og þessa ...

heldur-a_-ser-hondum.jpg

sem við kölluðum ýmist Snjótígra eða Orgelínu Sideways

það er svo gaman að skoða myndir af þessum englum, þau hlýja manni algjörlega um hjartaræturnar Heart og ég er svo lánsöm að fá að frétta af þeim flestum þó þau séu öll flutt á ný heimili fyrir löngu Joyful

 haustlitir-v-elli_avatn_909400.jpg

Náttúran er á fullu í breytingum,

litirnir leika og dansa hver við annan þessa dagana og gleðja hjartað Heart

dansandi-tre.jpg

 Trén dansa við vindinn og fuglarnir syngja með.

engin-er-ros-an-thyrna.jpg

 Ég held mikið uppá rósir og safna þeim í pínulitla garðinn minn. Fyrir mér eru rósarunnar mikil tákn um Lífið. Lífið er nefnilega dans á rósum.

Það eru alltaf einhverjir þyrnar lífsins sem stinga, það er tilgangur þeirra. Við þurfum samt ekkert að gleyma að njóta blómanna. Ilmurinn og litafegurðin fyllir hjartað og sálina af gleði og sársaukinn verður minni á meðan við drögum þyrninn úr. 

vala-hjartakisa.jpg

Það finnst allavega Völu minni hjartakisu Heart

Knús til ykkar í haustrokinu


Sumarið og haustið dansa saman á litríkan hátt og keppast um yfirráðin

Þessi árstími er heillandi fyrir augað en jafnframt tilvalinn til íhugunar. Það er alltaf eitthvað í tilveru okkar sem við þurfum að kveðja eða hvíla.

Stundum án þess við viljum það en oft að eigin vali og í fullkominni sátt. 

birkikvistur-a_-hausti.jpg

Allt hefur sinn tíma og ný tímabil Lífsins kalla á nýja hugsun og ný viðhorf innra með okkur. Það getur verið gott að setjast niður og hugsa um hvað við kveðjum og hvers vegna. Og hvað það er sem við vitum að við ætlum bara að hvíla en mun vitja okkar aftur.

hunangsfluga-i-lisuros.jpg
 
Býflugan og geitungurinn njóta síðustu næringardaga þessa sumars til að safna sér forða. 
 
geitungur-a_-hausti.jpg
 
Þær njóta þess að fljúga um og syngja á meðan hægt er, þar til kemur
tími ytri hvíldar og innri vaxtar.

stella-a_-undirbua-hausti.jpg

Stella mín gaf okkur góða kirsuberjauppskeru þetta sumarið. Nú er hún að gera sig klára í næsta kafla lífs síns. Tímabil hvíldar til að nærast hið innra og undirbúa vöxt og ávexti næsta tímabils þar á eftir. Nú gefur hún okkur gleði litadýrðar sinnar og tíma þakklætis.

scarlet-hit-close-up.jpg

 Hún er smávaxin þessi rós, maður þarf að beygja sig til að njóta brosa hennar og fegurðar.  Beygja sig í hnjánum og lyfta gulnuðum blöðum annarra plantna sem eru vissulega meira áberandi. Svo teygir maður sig til að sjá og finna daufan en yndislegan ilminn.

Og það er svo sannarlega þess virði að hafa sig eftir þessari dásemd.


starrar-i-reyninum-3.jpg

Þessi árstími þýðir endalok og upphaf. Hvorutveggja felur í sér litafegurð sem örvar sköpunarorku okkar og innri gleði.

Laufin falla í litagleði sinni og gefa jarðveginum næringu til að vinna yfir hvíldartímann í myrkrinu og kuldanum. Vitandi að með birtu næsta vors nýtist sú næring endurnýjuðu lífi inn í ný ævintýri Lífsins.

_lfarosin-i-hamingjubloma.jpg

Leyfum okkur að staldra við og taka fegurðina alla leið inn í hjartað, gerjast þar og vaxa og spretta síðan fram af einskærri gleði þegar birtir til á ný.


9 mánaða læðu vantar gott heimili

Ronja er dásamlega ljúf og falleg 9 mánaða læða sem vantar nýtt heimili.

knus-mamma-min-edda-og-tvis_906568.jpg

Hún fæddist hjá okkur í fyrra og sést hérna kyssa mömmu sína, hana Eddu mína Joyful

Ronja fór á gott heimili en þar kom í ljós slæmt ofnæmi þannig að nú þarf Ronja að flytja.

twist-kruttukisi.jpg

Þarna er hún enn svo lítil (við kölluðum hana Twist og systir hennar Bast .. ;)...

ronja_helenudottir_1_906575.jpg

en hún hefur stækkað aðeins síðan en heldur algjörlega krúttufegurðar lúkkinu  Heart

ronja_helenudottir_2.jpg

Ronja er alger eðal fegurðar ljúflingskisa. Hún hefur fengið allar "barnasprauturnar" og var tekin úr sambandi. Hún hefur verið innikisa, dekruð og knúsuð og fær hin bestu meðmæli. 

Ef einhver fellur fyrir henni sem getur boðið henni Ronju gott heimili, endilega hafið samband við mig í síma 694-3153

Ronja litla er komin á nýtt og dásamlega gott heimili Heart Yndislegt að eiga milligöngu í sögum sem fara svona vel Joyful


Smásaga um litla stúlku ...

Stúlkan gekk glöð og áhyggjulaus út í lífið.

embla-sol-blomaros.jpg

Hún fann sér gönguleið og fylgdi þeirri leið óhikað. Það voru bæði skuggar og ljós á leiðinni, eins og gengur. Stundum meiri skuggar en henni þótti þægilegt og þar kom að hún fann að vegurinn fór ýmsar óvæntar beygjur og þrengdist mjög.

Eftir dágóða stund á þrönga veginum kom kröpp beygja og í ljós komu tröppur sem leiddu hana upp á við. Stúlkan sá að það var bjart þarna framundan svo hún gekk af stað, hægt og varlega. Þessar tröppur voru ekkert auðveldar, svolítið há þrep og það var þröngt og hátt til beggja hliða.

embla-leggur-af-sta_-ut-i-l.jpg

"Amma mín, ég passa mig vel" kallaði stúlkan. Já, það er nú eins gott að vanda sig og fylgjast vel með veginum. Það er of auðvelt að týna honum í háu grasinu og skuggunum af umhverfinu sem leggjast þvert yfir þrepin.

Rétt utan við veginn eru ýmsir dimmir skuggar og í þeim er ... ja, hvað er þetta!?

hva_-er-thetta.jpg

Úff!! eins gott að veita þessu ekki of mikla athygli, því svona ófreskjur stækka og magnast við hvert áhorf og athygli! Stúlkan heyrði óminn af ömmurödd úr fjarska, kalla: "Ekki tala við þetta, þá getur það sogað þig til sín ....!"

eg-komst-alla-lei_-amma.jpg

"Ég horfði bara á ljósið amma og vandaði mig í tröppunum, þá komst ég alla leið!"sagði litla stúlkan ánægð.

liti_-til-baka-farinn-veg.jpg

Þegar upp var komið, staldraði hún við og horfði til baka á farinn veg. Hún rifjaði upp með sjálfri sér hvert vegir hennar höfðu legið og hvað hún hafði séð og gert á ferð sinni. En síðan sneri hún sér við aftur, glöð í bragði og hélt áfram för sinni.

 songsogudansstund-emblu1.jpg

Vá, hvað allt er bjart og stórt og fallegt hérna uppi. 

songsogudansstund-emblu3.jpg

Hér er sko hægt að dansa og syngja sögur!

songsogudansstund-emblu4.jpg

Hún lék sér lengi vel og naut þess að vera til. Hún spann sögur og söng og dans og leyfði öllum að njóta með sér. Náttúran öll tók undir með henni; trén dilluðu sér í hægum takti, fuglarnir tóku undir í söngnum, kisurnar og verurnar í klettunum fylgdust með af athygli.

bestu-vinkonur1.jpg 

Þegar stúlkan kom heim um kvöldið var gott að hvíla sig hjá besta vini sínum. Enda hafði hún margt að hugsa eftir viðburði dagsins.

bestu-vinkonur2.jpg

"Góða nótt Dúfa mín". "Góða nótt Embla mín". 

Á morgun kemur nýr dagur með ný ævintýri.


Árstíðaskipti

Haustið nálgast, Lífið er byrjað að skipta litum aftur ...
 
reyniber_haust_07_1000.jpg
 
Ég fer í huganum yfir sumarið, hvernig var það, hvað gerði ég, hvað lærði ég,
hvað ætla ég að taka með mér áfram inn í haustið og veturinn?
 
hellisg_fjoldi_stiga_1000.jpg
 
Hvaða leið ætla ég að fara? Hvað bíður handan næstu beygju? ...
 
Lífið er svo spennandi Joyful

Komin með Hvalfjarðardellu á háu stigi :-)

Nokkrar myndir teknar í hvíld og endurnæringarhelgi á dásemdarferðaþjónustubænum Eyrarkoti í Kjós.
 
hva_-er-a-sveimi.jpg
 Það er ýmislegt duló og fallegt á sveimi þarna í kring.
 
a-spjalli-vi_-alfkonu.jpg
Þarna býr smávaxin álfkona sem fannst gaman að spjalla.
 
eyrarkot_897952.jpg
Eyrarkotið friðsæla, tekið ofan úr Eyrarfjalli.
 
eyrarfjalli_-minna-ilangt.jpg
Eyrarfjallið með sinn sterka yndislega verndarengil sem umvefur allt umhverfið og þar með Eyrarkotið sjálft.
 
lalli-vi_-ste_ja-me_-ljos.jpg
Já, margt mjög skrítið á sveimi ... Lalli við Steðja.
 
ljos-af-himni-2-breytt.jpg
Himneskur staður! 
 
 

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband