Takk Pollýanna

 HeartPollýanna mín, takk fyrir 15 yndisleg ár. Heart

Pollýanna-gamla

Nú geturðu hlaupið um græn engi í Paradísinni án veika skrokksins sem var farinn að trufla þig verulega. Við söknum þín mikið en vitum að þú verður með okkur áfram. Minningin um þig mun lifa um ókomin ár.

HeartTakk Pollýanna, takk.Heart


Knús, kisur og fleiri krútt

Sæl og blessuð elsku bloggvinir mínir. Ég vona að þið fyrirgefið mér bloggletina. Það er bara svo margt að gerast í heilabúinu þessa dagana að ég á bara ekki nokkur auka-bæt eftir til að nota í bloggskrif eða lestur Woundering Hvað það er sem er að gerjast í mér.... það segi ég ykkur þegar rétti tíminn er kominn Cool ... mjög spennó ...

Ég var að lesa frétt um tígris-ljónsunga á mbl. Ohhh ég fékk svona netta nostalgíutilfinningu Joyful Við vorum einu sinni með tvo ljónsunga hérna á heimilinu í nokkra mánuði, algjör dásemdardýr. Svona rétt eins og stórir hundar, sem við fórum með í göngur og svona. Algjört æði!!  Í dag er ég með "lítil ljón" kisur, svona mini ljón LoL Þar af einn kettling sem ég ætlaði að vera löngu búin að gefa. Fyrst var það nú þannig að enginn sem kom vildi hann af því hann bara var ekki nógu kelinn. Svo ég tók Magna litla Víking í knúsumeðferð og nú bara stoppar hann ekki knúsið!

Magni-og-Dúfa-600

Bestu vinirnir; Magni og Dúfa. Dúfa er á unglingastiginu og þarf að læra á stöðugt stækkandi skrokk og krafta, Magni Víkingakisi heldur henni við efnið Wink

Magni-og-Albus-600

Svo gefur hann Albusi stóra "bróður" nettan koss á trýnið á leiðinni framhjá. Þeir geta þvílíkt leikið sér saman um allt hús.

Magni-og-Embla-600

Og fær knús og klapp og: "Ææææiii gúttið!" frá aðalprinsessunni. Fær meira að segja stundum snudduna, jafnvel viljandi en oftast þarf hann að stela henni...

Það er soldið erfitt fyrir mig að taka mynd af honum þar sem ég er sjálf að knúsa hann, skiljið þið af því ég þarf tvær hendur í hvorttveggja sko. En hér er hann við kaffibollann minn.

Magni-með-kaffi-600

Hann er BARA flottastur! og svo eftir allt knúsið og hasarinn er gott að fara til mömmu sín..

Magni-kallar-á-mömmu-600

 "Mamma má ég koma og kúra?"

Magni-knúsar-mömmu-600

"Já, Auðvitað!" og besti staðurinn er gamla dúkkuvaggan mín. Joyful

Og svona í lokin, aðalprinsessurnar mínar tvær, rétt áður en þær lögðu í hann til Florida með pabbanum og tengdó.

Mæðgur-600

Með "Litlu fjölskylduna" í burtu yfir Páskana, áttar maður sig á hvað maður er nú dekraður af Lífinu að hafa þessar elskur alltaf hérna á heimilinu. Við "Stóra fjölskyldan" (amman, afinn og stóri frændi sem er að verða 18) erum "Bara" þrjú á heimilinu yfir páskana .... plús hundar og kisur, búálfar og slíkt sem telst aldrei með sko ...

 Hafið það dásamlega gott yfir hátíðarnar elskurnar og munið hvað knúsið og notalegheitin eru dýrmæt. HeartJoyful


Stundum rætast draumar...

 

"If you don´t have a dream, how are you going to make your dream come true?"
 
 
If you don´t have a dream...

 

"Sveltur sitjandi kráka en....

..

... fljúgandi fær." 

 

Nú er það spurningin hvort maður ætlar að sitja eða fljúga.....

 Krian saumuð

Til hvers hefur maður vængi, ef ekki til að fljúga með þeim...? 

Miklar pælingar í gangi þessa dagana...

Sumir draumar eru til þess fallnir að rætast. Spurningin er samt alltaf: Er það þessi draumur sem á að rætast eða næsti?  

 


Undarlegir atburðir á heimilinu...

Það hefur fjölgað verulega í heimili hjá okkur síðastliðin ár. Og meiri og meiri tími hefur farið í þrif. Ég ákvað því að tímí minn væri það mikilvægur til að gera eitthvað skemmtilegt, að við þyrftum aðstoð til að sjá um öll leiðinlegu störfin.

Helgarþrifin 500

Það var ekkert mál, aðstoðarstúlkan verður samt alltaf hálf-sækó þegar hún byrjar...

Helgarþrifin búin 500

Ekki svo að skilja að henni sé þrælað út. Hún fær auðvitað að hvíla sig þegar hún hefur lokið sínu verki.

Til að vera viss um gæði verksins, ákváðum við að prinsessan á heimilinu fengi það starf að fylgjast með að allt væri nú nógu vel gert.

Embla með snudduna 500

Hún tók auðvitað starfinu mjög alvarlega og fylgdist afar vel með...

en greinilega ekki nógu vel því....

Dúfa með snuddu 400

Eitthvað var ekki alveg nógu mikil athygli í gangi... en það komst upp um þennan þjófnað en ekki er öll sagan búin enn, því...

Magni Víkingur með snuddu 600

... þessi sást læðast um undir eldhússkápnum...

Næst verðum við að ráða einkaspæjara...

 


Fegurð Lífsins

Það þarf ekki að fara langt til að finna fiðring í hjartanu yfir fegurð náttúrunnar og Lífsins. Það þarf einungis að opna augun og opna hjartað. Þessar myndir voru teknar út um stofugluggann í gær eins og oft áður.

Gæsir oddaflug nær 3 1500

Hópur gæsa flýgur inn á sjónarsviðið. Hvert eru þær að fara? Hvernig er þeirra sjónarhorn? Ég loka augunum og hugurinn lyftir mér upp og ég flýg með þeim yfir Hellisgerði og miðbæ Hafnarfjarðar, gömlu fallegu húsin og garðana í gamla bænum, við tökum sveig yfir Hamarinn og stefnum á lækinn. Þar sitja fleiri gæsir, endur og nokkrir svanir. Eftir nokkra stund í góðum félagsskap, kveð ég og flýg aftur heim með fallega minningu í hjartanu. 

Bleik ævintýr 600

Bleik himnafegurð sem gefur sálinni frið og fögur fyrirheit.

Innra með mér er sterk tilfinning; þakklæti til Lífsins.


Sólskin og fegurð í snjókomunni

Dásamlegt veður! oh ég elska svona veður, sérstaklega þegar ég þarf ekkert að fara út að keyra Wink 

Ég tók nokkrar sólarmyndir áðan, fegurðin í og yfir Hellisgerði hafði áhrif á sálina, eins og ávalt. Þó að snjói og teppist færð, þá er gott að vita að ljósið á himnum fylgist með okkur. Halo

Sólin og Helló 1 1500

sól yfir Helló 3 1000 

Það eru dimm ský sem snjóar úr en fagurblár himinninn er ekki langt undan. Sólin skín glatt og stórar snjóflyksurnar eru eins og í ævintýraheimi og töfrum líkast verður jörðin öll hvít og hrein og dúnmjúk.

Sólin í snjókomu

Það er vor í sálinni, tími byrjunar og nýrra framkvæmda. Það er birta og ylur í snjókomunni í dag, einhver loforð um nýja tíma. Allt hefur sína meðgöngu en vorið er komið í huga og sál, hugmyndir og framkvæmdaorkan mætt og þá fær ekkert stöðvað þessa konu Cool


Pælingar á vetrardegi

Í frosti og kulda virðist tíminn standa í stað. Við bíðum eftir vorinu með sitt litfagra hlýja líf. En ef við skoðum vel, getur verið að það sé líf sjáanlegt í garðinum?

Kletturinn í garðinum

Hvað sjáum við? Bara kaldan snjóinn? eða kaldan klettinn með grýlukertum á? eða tökum við eftir græna mosanum gægjast fram? Grænn mosinn sem er stöðug og notaleg áminning um sumarlífið.  En hvað er svo þarna fyrir innan, býr einhver þarna inni? Er þetta glugginn á notalegu eldhúsi hjá huldukonunni eða hlýleg stofan hjá dvergnum? Eða er þetta bara kaldur klettur? Hvað haldið þið?

 


Horft á sjónvarpið

Mér finnst frábært hvernig Rúv gerði mikið úr Evróvision þennan veturinn. Margir skemmtiþættir og fullt af frambærilegum og skemmtilegum lögum og atriðum sem hafa komið fram.

Horft á sjónvarpið 1000

Allir að horfa á sjónvarpið Cool

Lögin sem eiga það inni, lifa áfram þó að aðeins eitt komist til Serbíu. Auðvitað höfum við ýmsar skoðanir á því hvað "á að vinna" og hvað "á alls ekki að vinna". En það gerir þetta bara skemmtilegra.

Svo fannst mér Spaugstofan alveg frábær líka.  Mér finnst þeir bestir þegar þeir syngja skondna texta, eins og t.d. Júrovision textana sína í gegnum árinGrin

Gott sjónvarpskvöld, svona fyrir minn smekk allavega Joyful og svo er svo ágætt að sauma með svona dagskrá Smile

 


Flensan við völd ;-)

Allt í flensu á heimilinu, á meðan er nú ekki mikil starfsorka hjá þeim en þeim mun meiri pælingar og framtíðardraumar hjá mér ... Aldrei þessu vant er ég sú eina hressa á bænum Cool datt í hug að setja inn flensufærslu frá því í haust.

Ég fann að umgangspestin var að ná tökum á mér. Að víkingasið reyndi ég að berjast á móti með því að þykjast ekki taka eftir einkennunum.

En loks varð ég að gefast upp og ákvað að leyfa þessu veseni að hafa sinn gang. Ég skreið þess vegna framúr rúminu í náttfötunum, sveittum og krumpuðum eftir erfiða nótt. Rauð- og hvítköflóttu alltof stóru flannelsbuxurnar með hjörtunum, stjörnunum og blómunum límdust sveittar við fótleggina. Ljósblái satín náttjakkinn var skakkt hnepptur og vantaði tölu. Ég fann að mér var eitthvað kalt og greip alltof stóra ullarsokka af bóndanum og fór í þá. Þeir náðu langt út fyrir tærnar. Utanyfir allt saman fór ég svo í fjólubláa jakkapeysu með hettu og rennilás. Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að ég var þrútin í framan af bjúg eftir svefnlitla nótt og með rautt nef og rauð augu og röddin rám eins og eftir þriggja vikna fyllerí. Í orðsins fyllstu merkingu leit ég út eins og illa teiknaður Goofy en ég var algjörlega ómeðvituð um það.

Ég rétt skrölti fram í stofu, slöpp og átti erfitt með að hreyfa fæturna. Eitthvað voru ekki allar deildir í heilanum vaknaðar eða ég var svona rooosalega undirlögð af flensu og hálsbólgu og hita.... Utan úr garði heyrði ég ámátlegt væl og sá hvar litli kisustrákurinn minn var um það bil að lenda í slag við fressinn í næsta húsi. Æ, greyið mitt litla, ég verð að fara og bjarga honum! Ég stökk upp og hljóp úr innri stofunni í þá fremri, hundarnir sáu að þetta var eitthvað alvarlegt og að þeir yrðu að hjálpa mér í björgunarstarfinu, svo þeir hlupu báðir á eftir mér og hvöttu mig áfram geltandi. Ég hljóp áfram fram allan ganginn með geltandi hundana á hælunum og flókið hárið í allar áttir. Ég greip í hurðarkarminn á forstofunni og skransaði fyrir horn með hundana hálffljúgandi við sitthvora hliðina á mér, nú alvarlega geltandi og hoppandi, við rétt náðum beygjunni og ég reif upp útidyrnar, hundarnir hlupu báðir út að bjarga kettinum en  ...........   fyrir utan dyrnar, alveg við nefið á mér,........ stóð maður.   Hann rétti Moggann að mér og sagði: "Varstu að bíða eftir mér?"  "eh, ja" sagði ég en fór svo eitthvað að röfla um kött og væl og að bjarga sko  ....

Það var ekki fyrr en maðurinn hafði labbað í burtu glottandi út í annað..... að ég leit í spegil......! Blush    Ég lá með sængina yfir hausnum þegar kattaróbermið lenti í slag við sama fress seinna um daginn!

 


Móðir að syngja og kisukrúttulingur ;-)

Fékk þennan tengil sendann, þetta er algjör snilld!! Móðir aldarinnar!!  könnumst við mæður nokkuð við þetta? LoL

Einn kettlingur er enn laus og tilbúinn á nýtt heimili. MagnaðurÞað verður að vera gott heimili og helst með fleiri dýrum á (það er þó ekkert skilyrði). Cool

Hans verður náttúrulega sárt saknað af mönnum, köttum og hundum hérna á heimilinu en maður bara getur ekki verið svo eigingjarn að halda allri dýrðinni fyrir sjálfan sig Tounge Hvolpurinn minn hún Dúfa og þessi krúttukettlingur hann Víkingur Magni leika sér saman alla daga (á meðan kisi er ekki að stýra því hvað ég skrifa á tölvuna eins og núna Joyful)

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband