19.8.2008 | 22:23
Ljós og myrkur takast á
Stundum er eins og Lífið sé að athuga hvað við þolum.
Við reynum að finna leið út, er ekki örugglega einhver leið? Hvert er hægt að fara? Er allt bara sandur og auðn? Í leitinni er auðvelt að hlaupa í hringi, allt virðist tapað og einmanalegt...
... en einmitt þá er gott að standa kyrr, hlusta á Lífið, horfa á litlu brosin í auðninni. Þessi litlu bros í sandinum segja meira en þau líta út fyrir. Þau gefa von um að sandurinn breytist í gróðurvin. Það byrjar allt með einu litlu brosi sem gefur af sér fleiri og svo fleiri...
Sumir dagar eru dekkri en aðrir, skýin liggja þung á fjöllunum, það er eins og þau geti þrýst fjöllunum niður. Ský sem eru samansett úr ótal pínulitlum dropum, mynda stór og þung ský. Tröllin og jafnvel hinir stærstu víkingar leggjast undan hinni minnstu veiru.
En þegar allt virðist of dimmt er gott að stoppa og muna...
... og lyfta sér upp í huganum. Horfa vel og sjá að það er birta ofar hinum þungu skýjum. Og fyrir rest mun Ljósið feykja skýjunum frá og skína á okkur sem aldrei fyrr.
Vonin og trúin á Ljósið fyrir ofan og ljósið hið innra, kærleikann og bænina gefur kjark og kraft til að berjast.
Og fyrr en varir hvílum við í örygginu heima.
Elsku bloggvinir, þið sem farið með bænir, hverrar trúar sem þið eruð, má ég biðja ykkur að senda ljós á hann Lárus minn, eiginmann til 25 ára. Hann liggur mikið veikur af heilabólgu á spítala en er á hægum batavegi.
Kærar þakkir og ljós til ykkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
8.8.2008 | 12:12
Kisuhundaknús
Nú er kominn tími á smá kisuhundaknúsumyndir er það ekki?
Það var aldrei meiningin hjá mér að halda þessum kettlingi eftir úr síðasta goti en ómæGod, hann Magni litli Víkingakisi sá til þess að enginn á heimilinu gat látið hann frá sér. (og hvað munar svosem um einn í viðbót....?)
Þau eru óaðskiljanleg Magni og Dúfa, næstum jafngömul, verða eins árs í haust.
Þau hasast og gamnislást þannig að í fyrstu hélt maður í sér andanum af hræðslu yfir að einhver meiddi sig, stöðugt að "úa og æ passaðu þig...." en þau hafa kennt hvort öðru hvað má og hvað má ekki.
Ég vildi að ég gæti sett hljóð með, hann malar ekkert smá hátt þessi litli kisi!
Oh, þau eru bara krúttust finnst ykkur það ekki?
Og svo er hér ein mynd af okkur "mæðgum" algjörlega hamingjusamar í okkar rétta umhverfi, umvafðar vinum okkar í hlíðinni fögru.
Góða helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr hvar sem þið verðið þessa fallegu gleðihelgi sem framundan er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
6.8.2008 | 14:25
Innilegar hamingjuóskir Ómar!
Hjartanlegar hamingjuóskir !! Þú ert hetjan okkar og sá einlægasti baráttumaður sem þessi þjóð hefur átt. Bara að þessi þrjóska þjóð gæti hlustað betur...
Bestu baráttukveðjur, náttúruvættirnir standa með þér Ómar
Ómar Ragnarsson verðlaunaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.7.2008 | 21:12
Nokkrar jarðarverur...
... sem ég hitti í dag.
Hverjir eru þetta? hvað ætli þeir/þau séu að horfa á...?
Getið þið talið andlitin? (ýtið á myndina til að stækka hana)
Takk fyrir daginn yndislegu jarðarverur
viðbót: Góða helgi elskurnar og munið að njóta fegurðarinnar í kringum ykkur
Bloggar | Breytt 1.8.2008 kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
24.7.2008 | 00:46
Himnaverur á ferð...
Nokkrar himnaverur sem urðu á leið minni ....
Himnaverur í miðnæturferðalagi. Hvaðan koma þær? Hvert er ferð þeirra heitið?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.7.2008 | 14:25
Sýningin mín í Eyrarkoti Kjós
Þvílíkur sæludagur í Kjósinni í gær. Veðurguðirnir og náttúruvættir staðarins brostu sínu fegursta og englar Guðs dönsuðu með okkur í fegurð Hvalfjarðar. Þessi annars friðsæla og rólega sveit var full af lífi, fullt af fólki allstaðar enda margt um að vera í tilefni "Kátt í Kjós"
Himnaverur að leik nóttina fyrir sýninguna. Fallegur fyrirboði. Eru þetta Jesúbarnið og gamli Óðinn að dansa saman yfir Kristnum og Heiðnum Kjósverjum og gestum þeirra?
Verur Lífsins finnast á mörgum sviðum. Allt frá hinum minnsta blómálfi til dverga, álfa, huldufólks, mannvera og til hinna stóru trölla og stórkostlegu fjallatíva. Hver og einn hefur sitt hlutverk í Lífinu. Við lifum öll í hinum sama heimi hvort sem við erum mannverur, dýr, plöntur eða náttúruverur. Til að hægt sé að gera lífið betra hér á Jörðinni okkar, þá þurfum við öll að vinna saman. Mannveran hefur þar stóru hlutverki að gegna, við höfum tekið okkur vald yfir öðrum lífverum, því valdi fylgir ábyrgð. Við þurfum að tengjast vinaböndum á milli sviða og milli tegunda, aðeins þannig getur Móðir Jörð og Líf hennar þrifist vel með okkur innanborðs".
Gestir að skoða og lesa. Hverri mynd fylgir örsaga eða "pæling".
"Holtasóley - Litla bjarta þjóðarblómið sem vex um allt land, á melum og urðum og hátt upp í hlíðar fjallanna. Eins og fögur bros náttúrunnar til þeirra sem leið eiga um. Náttúran brosir til okkar, sjáum við það ekki örugglega?"
Við Jóhanna fyrir utan sýningarsalinn með hinn fallega Hvalfjörð í baksýn. Jóhanna Harðardóttir hélt frábært erindi í salnum um heiðni, landnámið í Kjósinni og nálægum sveitum og ítrekaði hin jákvæðu samskipti heiðinna og kristinna manna í héraðinu á landnámstíma. Er það ekki þannig sem lífið á að vera? Hver og einn biður til síns Guðs eins og honum hentar best. Skiptir í alvöru máli hvað við köllum guðinn eða hvernig við biðjum?
RagJó og Bergþóra á sýningunni í Eyrarkoti í Kjósinni. Bergþóra á og rekur ferðaþjónustu í Eyrarkoti. Yndislegt og fallegt hús með gistingu og svo þetta gamla fjós og hlaða sem hún hefur breytt í fallegan sýningarsal og kaffiaðstöðu.
Þakka þér fyrir Bergþóra, þú ert algjör engill. Þér tókst að fá mig til að halda mína fyrstu einkasýningu, þú veist ekki hverju þú hefur komið af stað ..... Þessi dagur var sá yndislegasti sem ég hef upplifað lengi. Takk Begga
og takk Lalli minn fyrir alla hjálpina
Þakka ykkur fyrir öllsömul sem komuð við í Eyrkarkotinu í gær
Þar á meðal voru tvær bloggvinkonur mínar með sínar fjölskyldur: Ingunn J. Gísla og fjölskylda og Sigrún Þorbjörns og Steini og prinsessurnar þeirra. Takk kærlega fyrir komuna
ath. fleiri myndir í myndaalbúmi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.7.2008 | 10:08
"Saumuð málverk" í Kjósinni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
6.7.2008 | 21:15
Sýning á miðju sumri
Sit bakvið skærlitar gardínur, fuglasöngur, kattamal og hundahrotur eru bakgrunnstónlistin.
Ég er að undirbúa fyrstu einkasýninguna mína. Hún stendur yfir í aðeins einn dag
19. júlí.
Þetta er útsýnið úr sýningarsalnum. Kannast einhver við fjöllin?
"Systurnar" komu með okkur að skoða sýningarsalinn. Þær voru alsælar og leist vel á aðstæður og umhverfi
Meira síðar ...
Bloggar | Breytt 7.7.2008 kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.6.2008 | 11:23
"Sól úti, sól ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.6.2008 | 00:46
Náttúruparadísin Florida
Florida er bara yndislegur staður! Náttúrufegurðin er ólýsanleg og hinir fallegu sérstöku fuglar og tré, drekaflugur og skjaldbökur, krókódílar, höfrungar og sækýr.
Ég fékk ekki nóg af því að horfa á sólarljósið smeygja sér í gegnum lauf og nálar trjánna. Skemmtilegt hvað þeirra náttúruverur eru ólíkar okkar, við erum öll undir áhrifum frá okkar eigin umhverfi, ekki satt.
Ein flott drekafluga sem heilsaði upp á mig.
Yndislegt?! ekkert smá. Ég vildi að ég gæti sett náttúruhljóðin með inn á bloggið.
Við sigldum eftir tveim ám sem mætast í bænum Dunnellon, ca 1 1/2 tíma norðvestur af Orlando. Skipstjórinn Jon Semmes (ekkert íslenskur samt) er alinn upp við árnar og þekkir þær eins og lófann á sér. Hann var algjörlega einstakur leiðsögumaður, ljúfur, fróður og skemmtilegur. Og svo tók hann upp gítar og söng þrjú lög fyrir okkur. Alveg meiriháttar!!
Mæli með bátsferð með "Singing River Tours" í Dunnellon, ef þið hyggið á ferð til Florida.
Disney hvað?! þetta er "Real Florida"!.
Þetta er á Rainbow river, önnur af þessum tveim ám sem við sigldum um, hin heitir Whithlacoochee. Það var svo margt að sjá og upplifa í þessum óspilltu náttúruperlum, þetta var algjörlega ógleymanleg ferð.
Great white egret.
Anhinga (skarfategund), Indíánarnir töldu Anhinga heilagan fugl. Hann flýgur um loftin blá og syndir um djúpin, hann sameinar elementin og þar með táknar hann allan alheiminn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)