Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
25.2.2009 | 22:46
Jólabað ...
Ég er í alvarlegri afneitun þessa dagana. Nenni ekki lengur að fylgjast með neikvæðri umræðu og rifrildi milli allra flokka og fylgjenda þeirra. Allir bulla og rífast um eitthvað sem skiptir engu máli og enginn skilur hvort sem er, á meðan skútan sekkur þegjandi í bakgrunninum. Þegar maður er farinn að skamma sjónvarpstækið sitt upphátt, já þá er betra að fara að hugsa eitthvað annað.
Þannig að ég ætla frekar að fylgjast með einhverju eðlilegu og fallegu eins og t.d. dýrunum á heimilinu. óvænt? já, einmitt mjög óvænt útspil hjá minni, ég held allavega nokkurn vegin sönsum á meðan
Það fór semsagt fram mjög ákveðið Jólabað á borðstofuborðinu.
Hann Jóli litli er eini kettlingurinn eftir á heimilinu. Hann er að bíða nýja heimilisins en er hættulega mikið krútt og skemmtilegur, það verður erfitt að láta hann fara þegar sá tími kemur.
Hann á, fyrir utan mig, tvær mömmur. Mömmu sína hana Völu og svo Eddu systur hennar. Þær sáu orðið saman um sín börn og nú þegar Jóli er einn eftir, já þá fær hann tvöfalda umhyggju sem felst meðal annars í því að hann sleppur sko ekki við baðið!
Það var alveg sama hvað hann mótmælti og hvað dúkurinn fór í kuðl undir þeim á borðinu, Edda gaf sig ekki.
Þennan litla Jóla skal þvo vel á bakvið eyrun! Like it or not!
En það sem hann var stoltur og flottur á eftir
En það voru fleiri baðaðir á bænum.
Stóri kisustrákurinn okkar hann Herra Albus Dumbledore var alltaf mikill vinur Punkts hundsins okkar sem dó síðastliðið haust.
Albus saknaði hans mikið en hefur nú fundið út að það er hægt að nýta Dúfu í ýmislegt...
Punktur nefnilega þreif alltaf Albus þegar hann kom inn óhreinn og blautur úr rigningu og hasar í Hellisgerði.
Nú hefur Dúfa fengið það hlutverk að þrífa og knúsa Albus þegar hann kemur inn þreyttur og blautur eftir að hafa varið heimilið í hvernig veðri sem er.
Dúfa fer ekkert mjög varlega, soldið brussuleg en Albus tekur viljann fyrir verkið
Og þau eru bestu vinir, þau þekkja hvort annað og vita að við þurfum ekkert að vera öll eins til að geta verið vinir.
Mann syfjar bara að horfa á hann..... góða nótt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.2.2009 | 01:14
Lífið er ...
... fjölskyldan ...
... vinir ...
... allskonar vinir...
... gleðidans...
... Ljósið ...
... von
... það er alltaf von. Þar sem vonin er þar er auðvelt að brosa með hjartanu og...
.. sjá Ljósið í myrkrinu.
Í því Ljósi verður svo ótal margt nýtt og spennandi til
það er þar sem þögnin býr og sköpunarkrafturinn sækir orku sína og mátt.
Bloggar | Breytt 23.2.2009 kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.2.2009 | 00:50
Flókin vandamál...
Það liggja svo margar hugmyndir í loftinu þessa dagana .... eins og reyndar oft áður ég þarf að hafa mig alla við að punkta hjá mér og svo er það vandamálið stóra og mikla: á hverju á að byrja? Og svo þarf líka að klára allt hitt sem er í gangi! Valkvíðinn er alveg að fara með mig...
Mitt innra barn horfir áhyggjufullt út um gluggann og flækir saman öllum hugmyndunum og áhyggjunum og það virðist vonlaust að leysa úr málunum. En sem betur fer á ég líka innri eldri dömu sem lítur innavið og sér alla hluti með jafnaðargeði. Engin vandamál, ekkert mál að forgangsraða ...
fyrst byrjum við á.... og svo... og allt í einu virðist allt svo skýrt og einfalt og augljóst
Eða er það þannig?
Æ, kannski dreymir mig einhverja lausn á þessu .... .. vona bara að ég muni hana á morgun...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.2.2009 | 19:17
Góð helgi
Notaleg helgi að lokum komin. Lárus á afmæli í dag og við höfðum það bara rólegt í fjölskyldufaðmi með kaffi og meððí. Til hamingju Lalli minn
Og svona á milli bolla afhentum við einn kettlinginn enn. Hann fór í Þorlákshöfn til góðs drengs og fjölskyldu hans. Ég veit að það á eftir að fara vel á með þeim tveim, hann er svo gæðalegur þessi ungi drengur, ég veit að litla kisanum á eftir að líða vel hjá honum Gangi ykkur vel Sigurður
Svo nú eru aðeins tveir kettlingar á heimilinu, ... ásamt auðvitað stóru kisunum, hundinum og okkur tvífætlingunum.
Jóli er frátekinn...
en verður hjá okkur þar til nýji eigandinn getur tekið við honum.
Og þá er það bara hann Albus litli júnior krúttustrákur eftir sem vantar nýja fjölskyldu.
Hann er algjör ljúflingskúrudrengur
Í gærkvöldi var úrslitakvöldið í íslenska Eurovision. Mér finnst alltaf svo gaman að þessari keppni og fylgist alltaf með. Það er alltaf svo mikil einlægni og gleði, svo mikill sköpunarkraftur og fjör. Mér hefur fundist þær nafna mín Steinunn og Eva María alveg frábærlega skemmtilegar í kynningunum í vetur.
Lagið sem fer út til Moskvu er alveg ágætt og flytjandinn líka, ég er alveg sátt. Ég var hins vegar búin að velja lagið "I think the world of you" eftir Hallgrím Óskarsson, sungið af Jogvan. En ég er sannfærð um að það lag á eftir að heyrast oft og mikið, eða allavega vona ég það, það er svo fallegt og hefur alveg náð inn í hjarta hjá mér
Í kvöld erum við gömlu að passa elsku litlu prinsessuna okkar hana Emblu Sól. Best að skella henni í náttföt og syngja svolítið fyrir hana og dúkkuna hennar það getur tekið óratíma hjá henni Emblu að kyssa alla góða nótt, það eru amma og afi, frændur og foreldrar náttúrulega og svo er það Dúfa og Alex og Edda, Vala og kettlingarnir hver af öðrum.....
Krúttasta krútta mín, nú förum við að lúlla....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.2.2009 | 18:56
Samvinna
Hér á bæ eru tvær læður með kettlinga. Edda á einn kettling eftir og Vala þrjá. Þær eru svo dásamlega góðar systur og vinir að þær hjálpast að við uppeldið
Edda í dúkkuvöggunni með sinn gráa Albus jr og tvo syni hennar Völu, Álf og Snjótígra Þessa gömlu dúkkuvöggu fékk ég í 9 ára afmælisgjöf, einhvern tíma á síðustu öld..... Hún er vinsæl af öllu ungviði hér á bæ enn þann dag í dag.
Stundum þarf Embla Sól að hjálpa þeim ofan í vögguna svo þeir geti farið að lúlla
Og það er greinilega gott að lúlla þarna í vöggunni innan um dúkku og bangsa
Það þarf líka að læra á lífið og leika sér með þroskaleikföngin.. færa til og ...
tosa aðeins upp og ýta til hliðar.....
Dagur er að kveldi kominn, sólin sest og litlar kisur þurfa að leggja sig. Það þarf að safna kröftum fyrir ný ævintýri á morgun.
Þvo sér um trýnið og sofa svo vært undir vökulum augum Völu mömmu og frænku. Það er hennar vakt í þetta sinn
Bloggar | Breytt 11.2.2009 kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.2.2009 | 22:51
Venus ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.2.2009 | 14:21
Saman, það er best að vinna saman...
Svona á að gera þetta! Eina leiðin til að komast út úr þeirri kreppu sem við erum komin í er að vinna saman. ALLIR sem einn og ekkert flokka- fyrirgefiði-kjaftæði.
Við eigum öll sameiginlegt markmið: að vinna okkur UPP.
Við erum lítil þjóð, sem hefur bæði kosti og galla. Kostirnir eru að við finnum öll að við erum ein fjölskylda, við þurfum að hugsa þetta þannig. Það eru ýmsar týpur í öllum fjölskyldum, ýmsar skoðanir í fjölskylduboðunum en allir hafa rétt á sínu. Við getum samt öll setið við sama borð og notið þess að vera þjóð saman og vinna þetta saman.
Fjölskyldan okkar, þjóðin, er fjölbreytt og býr yfir miklum og ólíkum hæfileikum og það eru hlutverk fyrir alla, sumir fara í að hreinsa út, aðrir að endurskipuleggja, búa til nýtt ofl en öll þurfum við að hjálpast að við að byggja upp. Og byrja á því að byggja upp trúna á að við getum í alvöru byggt upp.
Ég trúi því að við getum þetta vel. Við erum ótrúlega klár og dugleg þjóð... þegar við viljum.
... en hvað er svosem að marka mig....
Mjög góður fundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.2.2009 | 15:51
Yndislegt!
Dásamleg sálarheilun
Lífið er fallegt, það er bara þannig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2009 | 21:07
Kettlingar í boði á góð heimili :-)
Aðeins 3 (af 12!)dásamlegir og skemmtilegir krúttukettlingar ennþá á lausu og fást gefins á góð heimili. Einn þeirra er 10 vikna en tveir eru 9 vikna.
Eru þeir krútt eða hvað?
Þetta er önnur mamman, hún Edda og sonur hennar sem við köllum Albus jr. eftir frænda hans :-)
Vala með Álf litla krúttkisa (svarti brúskurinn til fóta;-) og Snjótígrann kraftmikla og fagra.
Mömmurnar eru systur og sjá saman um uppeldið og gefa oft kettlingum hvorrar annarrar á spena. Þær eru alveg dásamlegar mömmur og yndislegt að fylgjast með þeim í uppeldisstörfunum. Bæði ljúfar og blíðar en ákveðnar þegar á þarf að halda
Kíkið á fleiri myndir í albúminu til hliðar sem kallast "litlu kraftaverkin"
Bloggar | Breytt 6.2.2009 kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.2.2009 | 12:42
Þetta líst mér á :-)
Já þetta líst mér á! Þeir sem eiga dýr eða hafa einhvern tíma átt dýr, vita hvað þau eru gefandi og heilandi. Bara dásamlegt
Samskipti við dýrin er ekkert nema hollt og gott fyrir sálina fyrir unga sem aldna
Hundar fá að koma á Hrafnistu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)