Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
30.9.2008 | 20:44
Hringsnúningur samfélagsins ...
Samfélagið er á fleygiferð og hringsnýst umhverfis okkur...
.... Embla Sól veit að þá er gott að sitja kyrr og einbeita sér að fegurð einfaldleikans
Bloggar | Breytt 2.10.2008 kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2008 | 17:39
Tilraun til kósíkvölds og Moli Magnabróðir
Eitt haustrokskvöldið sátum við hjónin og höfðum planað kósíkvöld með kertaljós, heitt Yogi te, hnetur og súkkulaði og svo teppi utan um okkur og ferfættu krúttin. Ég var búin að athuga að allar kisur væru inni og glugginn lokaður. Þar sem ég er að skella mér aftur í sófanum með svona vellíðunar "aaaaaahhhh, nú höfum við notalegt kvöld með uppáhalds bíómyndinni" á vörunum, þegar við heyrum hin undarlegustu hljóð úr borðstofunni. Dúfa gaf frá sér sérkennilegt gelt og horfði þangað inn. Ég sussaði bara annars hugar og Lalli var við það að ýta á fjarstýringuna þegar við heyrum aftur þessi skrítnu hljóð...
Ég stend rólega upp, farin að gruna ýmislegt. Þá sé ég hvað Dúfa hafði verið að horfa á: Undir borðstofuborði var Edda mín, litla "saklausa" fallega kisan mín og stór svartur og hvítur ofurloðinn og öróttur, úfinn götukisi ..... ofan á!!!! Hringinn í kringum þau sátu svo hinar fjórar kisur heimilisins og horfðu stórum kringlóttum augum á lætin Ég henti teppinu af mér og næstum kertinu um koll líka, og hljóp upp með óhljóðum sem ekki er hafandi eftir. Hraðaði mér að "bannað fyrir börn" undir borðum, þá varð sá stóri mín var og stökk fram í gang og niður í kjallara, upp í glugga.... sem var auðvitað búið að loka... svo þá hljóp hann inn í þvottahús, upp á borð, bakvið skáp og undir teppi! Þar lá hann og ekki tauti við hann komandi. Hann ætlaði sko ekkert út í rok og rigningu með þrjár glæsipíur inni í þessu húsi! Ég kallaði á yngri soninn sem kom hlaupandi skellihlægjandi niður stigann. Það tók okkur nokkur hlátursköst og rúman klukkutíma að koma kattaskömminni út aftur! Þar sem ég horfði á eftir honum út um þvottahúsdyrnar, labbandi álútur í rigningunni og rokinu. Fékk ég þvílíkt samviskubit. Aumingja fallegi ljúfi kisi, vonandi að það bíði eftir honum opinn gluggi og hlýtt faðmlag þegar hann kemur heim.
Ef ykkur vantar knúsukisu um áramótin eða svo, þá verða væntanlega einhverjir í boði hér á þessum bæ. Hvort sem pabbinn verður stór svart/hvítur loðinn öróttur högni eða blörraður næstum-eins-og-Pútín brúnbröndóttur, þá er mamman stórglæsileg, ... auðvitað
Í fyrra þegar Magni litli víkingakisi kom í heiminn, voru þau fjögur systkinin börnin hennar Eddu (og að ég held blörraða gaursins). Glæsilegir og ljúfir, dásamlegir félagar fyrir nýja eigendur. Einn þessarra eigenda er Erla Dröfn yndisleg ung stúlka á Akranesi sem hefur verið svo hlýleg að senda mér alltaf fréttir og myndir af Mola Magnabróðir. Hún gaf mér leyfi til að setja myndir af honum á bloggið.
Oh hvað maður er flottur!
Hann Moli veit líka eins og katta er siður, að besti staðurinn til að hvíla sig á, er á tölvunni og helst þegar mikilvæg verkefni bíða.
Bíddu, hvað varð um músina?
Nei, bara djók, hann er nú með aðalatriðin á hreinu sko þessi gullMoli.
Og ein í lokin, svona af því Moli kann svo vel að pósa...
Hann lifir greinilega sældarlífi hjá mæðgunum á Akranesi
Hjartans þakkir Erla Dröfn að senda mér þessar skemmtilegu myndir
Góðar stundir elskurnar og ekki gefast upp á að hafa kósíkvöld í haustlægðunum þó það takist ekki í fyrstu tilraun....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
14.9.2008 | 13:25
Haustfegurð
Dagatalið segir að það sé haust, veðrið og litir náttúrunnar segja að það sé haust ..... en það eru ekki allir sammála þessu. Lady Alexandra eins og hún heitir stundum (þegar hún þykist vera drottning heimsins), annars bara Alex hún heldur að það sé vor í hennar drottningarhugarheimi.
Hennar hátign heldur að það sé vor, kannski lifir hún í eilífu vori þar sem allt er að komast í blóma og allt er fallegt. Allavega finnst henni nokkrir gæjar í hverfinu ansi fallegir þessa dagana. En þeir eru ekki mikið fyrir að nást á filmu eins og t.d. þessi sem setti "amerískt blurr" yfir andlitið á sér...
Þeir hafa verið að sniglast í kringum húsið, kisustrákar í nokkrum litum stærðum og gerðum,"syngjandi" af sinni alkunnu "snilld" og Alex er ekkert smá hrifin af allri athyglinni og dansar með.
Hér inni eru nokkrir aðrir íbúar ekki jafnhrifnir og enn aðrir afar undrandi á háttalagi ömmu sinnar. Magni litli sem hefur verið ja... "tekinn af sönglistanum"... eða þannig og verður alltaf litli strákurinn, hann þarf hugg til að átta sig á þessu háttalagi hinnar annars penu ömmu.
En Guðni bloggvinur, það styttist kannski í nýjan ættingja Magna litla
Kannski getum við alveg haft vor í hjarta allan ársins hring (óþarfi samt að æða "syngjandi og dansandi" (gólandi og veltandi) um allar götur og garða )
Vor getur komið á svo margan hátt og glatt okkur með fegurð sinni. Nýtt líf byrjar á árstíðarmótum, þrestirnir og starrarnir hafa snúið aftur í garðana og syngja mun fegurra en kettirnir. Án þess ég vilji gera upp á milli sko.... þá er bara sumum gefnir ákveðnir hæfileikar og öðrum aðrir hæfileikar. Söngur þeirra fyllir hverfið af fegurð sem minnir meira á vor en haust. Þeir háma í sig reyniberin og gleðja okkur mannfólkið með nærveru sinni.
Njótum fegurðar árstíðaskiptanna, skoðum hvaða möguleikar felast í þessum breytingum í umhverfinu. Dimmu kvöldin eru kjörið tækifæri fyrir kertaljós og rómatík, heitt súkkulaði og kósíkvöld. Vindurinn og regnið æða um og feykja gömlum og jafnvel úreltum hugmyndum í burtu og gefa hreint rými fyrir nýjar, litafegurðin sem dansar með trjánum í rokinu er dásamleg uppspretta nýrra hugmynda og tækifæri til breytinga þar sem þeirra er þörf eða löngun.
Njótum Lífsins og sjáum fegurðina í hinu smáa og hversdagslega. Ef okkur tekst það, þá er Lífið alltaf fagurt, ekki satt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
12.9.2008 | 20:37
Klukkuð og hér eru svörin :-)
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Dýrahirðir og háhyrningaþjálfari
Skiltagerð
Leiðbeinandi á leikskólum; Hjalla og Waldorfleikskólanum í Lækjarbotnum
heilari og miðill
Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:
Love Actually
Lassí
Mama Mia!
Harry Potter myndirnar
Fjórir staðir sem ég hef átt heima á:
Hafnarfjörður
Rosersberg í Svíþjóð
Álftanes
Mosfellsbær
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Allir náttúrulífsþættir Attenboroughs
Út og Suður
House
Og svo eru nokkrar skondnar nördasjónvarpsseríur af DVD sem ég er ekkert að nafngreina
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Florida
Slovenia
Tenerife
Barcelona
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
mbl.is
Country Bumpkin Ástralíu
Nordic Needle
Vinátturefillinn; internet.is/friendshiptapestry
Fernt sem ég held uppá matarkyns:
Kjötsúpa
grillað lambakjöt
grillaður humar
spes lasagnað sem dóttirin og tengdasonur elda
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
Esoteric Healing
Nýja Testamentið
Völuspá
Nokkrar handavinnu og fabric art bækur
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Greta Björg
María Anna
Ragnheiður Ása
Ragga nafna Jóhanns
Vona að þið sjáið ykkur fært að leika með
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2008 | 13:08
Lífið er fagurt en á sína skugga
Já, það er ekki um að villast, haustið er komið. Nýjir vindar blása, árstíðaskiptin bjóða upp á nýja daga og dimmari kvöld, öðruvísi daga, jafnvel litfegurri daga líka. Sum trén eru farin að sýna skærgula og fagurrauða liti inn á milli grænu blaðanna. En enn blómstra rósir og þykjast ekkert vita hvað er í gangi hjá sólu og jörðu Hjá rósunum mínum er bara sól og sumar, mér líst vel á þær að ætla að gefa okkur ilm og fegurð áfram inn í haustið
Það gengur allt vel með Lárus, hægt og jafnt upp á við. Aðeins lengri göngur á hverjum degi og við getum fylgst með árstíðaskiptunum í Hellisgerði á göngunum okkar. Lyfjakúrinn búinn, engar hjúkkur heim lengur og leggurinn tekinn. Allt í réttum gír, kraftaverkið heldur áfram
En það er einn skuggi sem kom yfir okkur skyndilega og þó áttum við von á honum. Hann Punktur, 9 ára gamli hundurinn okkar, sonur Pollýönnu sem fór á nýjar himneskar lendur síðastliðið vor, varð veikur. Hann hefur verið með æxli sem erfitt var að eiga við og varð skyndilega mikið veikur eitt kvöldið. Ég talaði við dýralækni og það var ekkert um nema eitt að velja. Þannig að þessi ólátabelgur okkar er farinn til mömmu sinnar. Þar getur hann gelt og hlaupið óhindrað, sungið afmælissöngva og dansað og knúsað af hjartans list. Okkar afmælissöngvar verða aldrei samir eftir því hann Punktur tók alltaf undir og söng hæst af öllum. Þannig að ef þið heyrið í englakór og ein röddin er .... við skulum segja ekki alveg í samræmi við hinar, þá er það sennilega Punkturinn okkar. Hans er sárt saknað en við vitum að nú líður honum loksins vel aftur með mömmu sinni sem kom og tók á móti honum. Þakka þér fyrir öll þín litríku ár með okkur Punktur minn.
Dúfa er að átta sig á nýjum aðstæðum. Nú er hún ein um að vakta húsið og það er mikil ábyrgð fyrir aðeins eins árs gamlan hund. Við erum nú að reyna að segja henni að anda rólega og leyfa okkur og köttunum að bera þessa ábyrgð með henni.... við sjáum til hvort hún fer ekki að trúa okkur fljótlega Annars er hún Dúfa alveg dásamlegur hundur. Eins og mér fannst hún stundum erfið síðastliðinn vetur þá hefur hún lært og þroskast og við líka. Hún liggur við tærnar á pabba sín núna eins og hún hefur gert síðan hann kom heim af spítalanum og áður en hann fór þangað, og gætir hans vel Hún Dúfa hafði örugglega gert sér grein fyrir alvarleika veikindanna strax í byrjun á meðan við hin vorum alveg græn og héldum að hann væri bara með einhverja "pest". Svona er það, maður á að hlusta betur á dýrin Magni litli víkingakisi (eða Vagni, eins og Embla Sól kallar hann ) hlustar vel á Dúfu sína og hjálpar henni að passa heimilið.
Fegurð Lífsins á sér engin takmörk, einu takmörkin er okkar sjón og skilningur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)