Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Sólskin og fegurð í snjókomunni

Dásamlegt veður! oh ég elska svona veður, sérstaklega þegar ég þarf ekkert að fara út að keyra Wink 

Ég tók nokkrar sólarmyndir áðan, fegurðin í og yfir Hellisgerði hafði áhrif á sálina, eins og ávalt. Þó að snjói og teppist færð, þá er gott að vita að ljósið á himnum fylgist með okkur. Halo

Sólin og Helló 1 1500

sól yfir Helló 3 1000 

Það eru dimm ský sem snjóar úr en fagurblár himinninn er ekki langt undan. Sólin skín glatt og stórar snjóflyksurnar eru eins og í ævintýraheimi og töfrum líkast verður jörðin öll hvít og hrein og dúnmjúk.

Sólin í snjókomu

Það er vor í sálinni, tími byrjunar og nýrra framkvæmda. Það er birta og ylur í snjókomunni í dag, einhver loforð um nýja tíma. Allt hefur sína meðgöngu en vorið er komið í huga og sál, hugmyndir og framkvæmdaorkan mætt og þá fær ekkert stöðvað þessa konu Cool


Pælingar á vetrardegi

Í frosti og kulda virðist tíminn standa í stað. Við bíðum eftir vorinu með sitt litfagra hlýja líf. En ef við skoðum vel, getur verið að það sé líf sjáanlegt í garðinum?

Kletturinn í garðinum

Hvað sjáum við? Bara kaldan snjóinn? eða kaldan klettinn með grýlukertum á? eða tökum við eftir græna mosanum gægjast fram? Grænn mosinn sem er stöðug og notaleg áminning um sumarlífið.  En hvað er svo þarna fyrir innan, býr einhver þarna inni? Er þetta glugginn á notalegu eldhúsi hjá huldukonunni eða hlýleg stofan hjá dvergnum? Eða er þetta bara kaldur klettur? Hvað haldið þið?

 


Horft á sjónvarpið

Mér finnst frábært hvernig Rúv gerði mikið úr Evróvision þennan veturinn. Margir skemmtiþættir og fullt af frambærilegum og skemmtilegum lögum og atriðum sem hafa komið fram.

Horft á sjónvarpið 1000

Allir að horfa á sjónvarpið Cool

Lögin sem eiga það inni, lifa áfram þó að aðeins eitt komist til Serbíu. Auðvitað höfum við ýmsar skoðanir á því hvað "á að vinna" og hvað "á alls ekki að vinna". En það gerir þetta bara skemmtilegra.

Svo fannst mér Spaugstofan alveg frábær líka.  Mér finnst þeir bestir þegar þeir syngja skondna texta, eins og t.d. Júrovision textana sína í gegnum árinGrin

Gott sjónvarpskvöld, svona fyrir minn smekk allavega Joyful og svo er svo ágætt að sauma með svona dagskrá Smile

 


Flensan við völd ;-)

Allt í flensu á heimilinu, á meðan er nú ekki mikil starfsorka hjá þeim en þeim mun meiri pælingar og framtíðardraumar hjá mér ... Aldrei þessu vant er ég sú eina hressa á bænum Cool datt í hug að setja inn flensufærslu frá því í haust.

Ég fann að umgangspestin var að ná tökum á mér. Að víkingasið reyndi ég að berjast á móti með því að þykjast ekki taka eftir einkennunum.

En loks varð ég að gefast upp og ákvað að leyfa þessu veseni að hafa sinn gang. Ég skreið þess vegna framúr rúminu í náttfötunum, sveittum og krumpuðum eftir erfiða nótt. Rauð- og hvítköflóttu alltof stóru flannelsbuxurnar með hjörtunum, stjörnunum og blómunum límdust sveittar við fótleggina. Ljósblái satín náttjakkinn var skakkt hnepptur og vantaði tölu. Ég fann að mér var eitthvað kalt og greip alltof stóra ullarsokka af bóndanum og fór í þá. Þeir náðu langt út fyrir tærnar. Utanyfir allt saman fór ég svo í fjólubláa jakkapeysu með hettu og rennilás. Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að ég var þrútin í framan af bjúg eftir svefnlitla nótt og með rautt nef og rauð augu og röddin rám eins og eftir þriggja vikna fyllerí. Í orðsins fyllstu merkingu leit ég út eins og illa teiknaður Goofy en ég var algjörlega ómeðvituð um það.

Ég rétt skrölti fram í stofu, slöpp og átti erfitt með að hreyfa fæturna. Eitthvað voru ekki allar deildir í heilanum vaknaðar eða ég var svona rooosalega undirlögð af flensu og hálsbólgu og hita.... Utan úr garði heyrði ég ámátlegt væl og sá hvar litli kisustrákurinn minn var um það bil að lenda í slag við fressinn í næsta húsi. Æ, greyið mitt litla, ég verð að fara og bjarga honum! Ég stökk upp og hljóp úr innri stofunni í þá fremri, hundarnir sáu að þetta var eitthvað alvarlegt og að þeir yrðu að hjálpa mér í björgunarstarfinu, svo þeir hlupu báðir á eftir mér og hvöttu mig áfram geltandi. Ég hljóp áfram fram allan ganginn með geltandi hundana á hælunum og flókið hárið í allar áttir. Ég greip í hurðarkarminn á forstofunni og skransaði fyrir horn með hundana hálffljúgandi við sitthvora hliðina á mér, nú alvarlega geltandi og hoppandi, við rétt náðum beygjunni og ég reif upp útidyrnar, hundarnir hlupu báðir út að bjarga kettinum en  ...........   fyrir utan dyrnar, alveg við nefið á mér,........ stóð maður.   Hann rétti Moggann að mér og sagði: "Varstu að bíða eftir mér?"  "eh, ja" sagði ég en fór svo eitthvað að röfla um kött og væl og að bjarga sko  ....

Það var ekki fyrr en maðurinn hafði labbað í burtu glottandi út í annað..... að ég leit í spegil......! Blush    Ég lá með sængina yfir hausnum þegar kattaróbermið lenti í slag við sama fress seinna um daginn!

 


Móðir að syngja og kisukrúttulingur ;-)

Fékk þennan tengil sendann, þetta er algjör snilld!! Móðir aldarinnar!!  könnumst við mæður nokkuð við þetta? LoL

Einn kettlingur er enn laus og tilbúinn á nýtt heimili. MagnaðurÞað verður að vera gott heimili og helst með fleiri dýrum á (það er þó ekkert skilyrði). Cool

Hans verður náttúrulega sárt saknað af mönnum, köttum og hundum hérna á heimilinu en maður bara getur ekki verið svo eigingjarn að halda allri dýrðinni fyrir sjálfan sig Tounge Hvolpurinn minn hún Dúfa og þessi krúttukettlingur hann Víkingur Magni leika sér saman alla daga (á meðan kisi er ekki að stýra því hvað ég skrifa á tölvuna eins og núna Joyful)

 


Falleg handavinna og falleg íslensk börn...

Falleg útsaumuð bútasaumsteppi. "beautiful embroidered quilts" er bók gefin út af Country Bumpkin í Ástralíu. Í þessari bók eru tvær fallegar myndir af íslenskum börnum Joyful Ég hef verið beðin um að reyna að hafa upp á þessum börnum fyrir Margie Bauer sem á útgáfufyrirtækið.

Þau gefa m.a. út fallegasta handavinnutímarit heims, án gríns, það er fallegasta handavinna sem fyrirfinnst í þessu blaði "Inspirations". Þau komu hingað til lands fyrir ca 3 árum og tóku myndir m.a. í Árbæjarsafninu fyrir þessa bók "beautiful embroidered quilts".

En hér eru myndirnar,

Children of Iceland 1500

�sl st�lka � �rb� � �str�lsku quilt b�kinni 1500

 ef þið þekkið krakkanaWink endilega hafið samband við mig ragjo@internet.is eða hringið í síma 694-3153

Kíkið á tenglana Smile

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband