9 mánaða læðu vantar gott heimili

Ronja er dásamlega ljúf og falleg 9 mánaða læða sem vantar nýtt heimili.

knus-mamma-min-edda-og-tvis_906568.jpg

Hún fæddist hjá okkur í fyrra og sést hérna kyssa mömmu sína, hana Eddu mína Joyful

Ronja fór á gott heimili en þar kom í ljós slæmt ofnæmi þannig að nú þarf Ronja að flytja.

twist-kruttukisi.jpg

Þarna er hún enn svo lítil (við kölluðum hana Twist og systir hennar Bast .. ;)...

ronja_helenudottir_1_906575.jpg

en hún hefur stækkað aðeins síðan en heldur algjörlega krúttufegurðar lúkkinu  Heart

ronja_helenudottir_2.jpg

Ronja er alger eðal fegurðar ljúflingskisa. Hún hefur fengið allar "barnasprauturnar" og var tekin úr sambandi. Hún hefur verið innikisa, dekruð og knúsuð og fær hin bestu meðmæli. 

Ef einhver fellur fyrir henni sem getur boðið henni Ronju gott heimili, endilega hafið samband við mig í síma 694-3153

Ronja litla er komin á nýtt og dásamlega gott heimili Heart Yndislegt að eiga milligöngu í sögum sem fara svona vel Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hún er bara yndisleg vildi að ég gæti tekið hana, en hef víst nóg með Neró minn
kærleik til þín ljúfa kona
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.9.2009 kl. 18:52

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já hún er yndisleg hún Ronja littla bjútíkrútt. Hún fór á nýtt heimili í dag, þar sem ég veit að muna fara mjög vel um hana.

Lánsöm kisa en ég finn til með fyrri eigandanum sem virkilega hugsaði vel um og dekraði við hana Ronju og langaði að hafa hana áfram en ofnæmið spyr ekkert, bara tekur. En Ronja fer í ný ævintýr, ég hlakka til að frétta af henni áfram

Ragnhildur Jónsdóttir, 7.9.2009 kl. 21:16

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Yndisleg krúttkisa  Gott að hún fann nýtt heimili.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 8.9.2009 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband