5.6.2009 | 12:15
Tilveran bíður manni uppá svo margt óvænt og ævintýralegt :-)
Þessa dagana er ég að vinna að lokaútfærslu á Litlu álfaspilunum mínum. Ég fæ góða aðstoð frá honum Magna mínum Víkingakisa og auðvitað fleirum sem sjást ekki á mynd ...
Um daginn bauðst mér að prufukeyra frumútgáfu af spilunum í Gullsmiðjunni á Lækjargötu í Hafnarfirði. Við gerðum þetta í tilefni Bjartra daga sem nú standa yfir í Hafnarfirðinum. Sátum þarna eina kvöldstund og ég las í spil fyrir gesti og gangandi.
Þetta var svo skemmtilegt kvöld
Og nú er ég að leggja lokahönd á spilin áður en þau fara í prentun ... vonandi gengur allt upp ... Skyldi þetta svo verða að raunveruleika? gamall draumur að fá að rætast? í alvörunni?
... smá svona spenna ...
Athugasemdir
Það er bara beðið eftir að þau komi út og íslenskari verða þau ekki falleg og gott að tengja við þau. Bíð spennt eftir þeim.
Begga (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 12:54
Jóhanna og Begga, þúsund knúsutakk Ég held ég prenti þessi orð bara út og hengi þau upp á vegg, svona fyrir efasemdardagana
Ragnhildur Jónsdóttir, 6.6.2009 kl. 10:37
Yndislegt að þetta er að rætast. Verð að eignast svona spil. Hjartanskveðja í fjörðinn fríða.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.6.2009 kl. 13:05
Ég hef ekkert vit á svona spilum, en miðað við alla þá alúð sem þú leggur í þína vinnu, þá veit ég að þau eru falleg Gott hjá þér að láta gamlan draum rætast
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 7.6.2009 kl. 11:11
Ásdís takk, bestu kveðjur til ykkar austur fyrir fjallið.
Sigrún þakka þér innilega fyrir já það er alltaf gott þegar draumunum tekst ætlunarverk sitt
Ragnhildur Jónsdóttir, 7.6.2009 kl. 12:20
Gaman að þessu Ragnhildur mín og mikið ertu flott á myndunum, stórglæsileg. Innilega til hamingju með spáspilin þín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2009 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.