25.5.2009 | 11:11
Sól og regn, von og Líf
Eftir bjarta sólargleđidaga birtist rigningin međ rokiđ međ sér ... aftur. Brosin sem höfđu myndast svo fallega á andlitunum virđast jafnvel láta undan síga. Ég fór út ađ spjalla viđ plönturnar og fleiri sem á vegi mínum urđu, vita hvort ég fyndi ekki bros og von, inn á milli fjúkandi laufblađa og regnblautra blóma.
Ég á pínulítinn garđbleđil á móti suđvestri, ţar sem ég hef safnađ ýmsum runnum og einu tré sem stendur upp úr hinum gróđrinum. Ţađ er hún Stella kirsuberjatré.
Hún lét nú ekki rokiđ mikiđ á sig fá, sagđist vera ţakklát fyrir sólardaga síđustu viku og nú gćti hún blómstrađ og brosađ framan í veđriđ.
Fjallarósin getur nú teygt sig ansi vel og sýnt blómknúppana sína stolt mót himninum.
Niđri viđ moldina sést, ţegar betur er ađ gáđ, í sólberjarunnann sem ég stakk niđur til geymslu á milli rósanna. Hann er lítiđ áberandi og hvarflar ekki ađ honum ađ teygja sig og reygja eins og hin háu kirsuberjatré og rósarunnar. Niđri viđ jörđina brosir hann sínum hljóđlátu, lítt áberandi blómum en ţau lofa ţó berjum ţegar líđur á sumariđ.
Mađur skyldi ekki vanmeta hljóđlát bros og von sem lítt er áberandi.
Hér lifa saman í sátt og samlyndi, páfarós og lísurós. Ţćr skipta međ sér sumrinu til blómgunar svo ađ báđar fái fulla athygli fyrir brosin sín.
Nú fer tími páfarósarinnar ađ hefjast. Allt fullt af litlum komandi brosum sem munu gleđja alla sem kíkja viđ.
Meira ađ segja utangarđsblómin blómstra en ţau varast ađ láta heyra í sér. Standa bara ţarna steinţegjandi utan viđ lúna litla garđvegginn og blómstra fyrir sig og ţá sem hugsanlega beygja sig niđur til ađ taka eftir ţeim, á leiđinni framhjá.
Túlipanarnir voru ekkert ađ fela sig og brostu hávćrum fallegum og stoltum litum framan í ţá litlu sólarglćtu sem kíkti á okkur.
Hún Vala mín er ekkert mjög hógvćr ţegar kemur ađ brosum. Hún lćtur bara vađa og gengur jafnvel framfyrir hiđ stórbrosandi kirsuberjatré, án ţess ađ hika!
Ţau eru ýmis brosin allt um kring. Lífiđ er alltaf fullt af von og gleđi. Stundum skella á okkur gleđistundir međ hávćrum og fallegum gleđiatburđum. En stundum ţurfum viđ ađ leita ađeins betur, jafnvel undir og niđur og á bakviđ...
En ţađ má alltaf finna von og Líf. Ţessi burknabörn rúlla sér upp úr jarđvegi liđins árs og lofa góđu um gróskumikinn vöxt á ţessu ári.
Ţessi purpurabroddur var einungis lítil döpur 5 cm grein međ 3 litlum laufum, ţegar viđ settum hana ţarna niđur fyrir tveimur árum. Ég fékk meira ađ segja á mig glott frá ţeim sem ţóttust nú vita betur en ađ gefa ţessum álkulega sprota séns. En nú vex hann í allar áttir, hraustlegur og glađur og gantast viđ lágvöxnu blómálfarósina sem ćtlar ađ blómstra seinna í sumar.
Grćnn er litur heilunar og vaxtar. Notum okkur grćna tíma Náttúrunnar og söfnum okkur gleđi og Lífi í hjartađ. Regniđ hreinsar og vindurinn feykir burt ţví sem ekki er ţörf. Áđur en viđ vitum af skín sólin aftur og ţá er gott ađ vera viđbúinn međ opiđ hjarta og gleđi í sálu. Ţannig vöxum viđ áfram upp á móti himninum og gefum af okkur bros og gleđi á leiđinni.
Athugasemdir
Yndisleg fćrsla og blómin og trén falleg og heilbrigđ hjá ţér Ragnhildur mín. Sammála ţér međ páskarósina, hún er falleg harđgerđ og svo fínleg og fljót til. Sannkölluđ eđal planta. Maríustakkurinn ţarna neđst líka flottur, og sannkölluđ heilunarplanta. Allt reyndar fallegt og kisa líka. Knús á ţig yndislega listakona.
Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 25.5.2009 kl. 11:57
Ţakka ţér innilega fyrir Ásthildur Ţađ er svo dásamlegt ađ fylgjast međ gróđrinum, taka eftir lífsorkunni og kraftinum sem fylgir. Finna og taka á móti Lífsgleđinni í Náttúrunni
Ragnhildur Jónsdóttir, 25.5.2009 kl. 12:32
Frábćr fćrsla og hjartanćrandi fer beint inní sálina Plönturnar ţínar eru fallegar og Völuskottan er međ sannkallađ "colgate" bros
Ég er búin ađ prófa nokkrar rósir hér í mínum garđi en ţćr eru ekki alveg ađ "fíla" loftslagiđ hér. Hansarósin er eina sem dugar hér.
Knús knús og takk
Sigrún Ţorbjörnsdóttir, 25.5.2009 kl. 16:35
Ţakka ţér fyrir ţessi fallegu orđ elsku Sigrún
Hansarósin finnst mér alltaf yndislega falleg og stendur vel fyrir sínu, dugleg ađ blómstra og kröftug. Ţegar viđ bjuggum á Álftanesinu var ég mjög ánćgđ međ hana og ýmsa runna sem stóđu sig vel í saltrokinu
knús til ykkar elsku Grindjánar
Ragnhildur Jónsdóttir, 25.5.2009 kl. 19:48
Hreint yndisleg fćrsla og fallegar myndir, gleđur mig á góđum degi. Hjartanskveđja í fjörinn fríđa
Ásdís Sigurđardóttir, 25.5.2009 kl. 21:43
Einmitt ţessi tilfinning fyllir mann Ragnhildur mín.
Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 26.5.2009 kl. 09:22
Alveg yndisleg fćrsla Ragga mín Eins og ţú sjálf
Begga (IP-tala skráđ) 26.5.2009 kl. 13:08
Takk stelpur, ţiđ eruđ yndislegar
Ragnhildur Jónsdóttir, 27.5.2009 kl. 11:10
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.