9.5.2009 | 18:57
Dásamlegur dagur í sveitaheimsókn; lömb, kindur, naut og hestar :-)
Við amman og afinn fengum Emblukrúttið okkar lánaða í dag og fórum með hana í sveitaferð. Við heimsóttum Bergþóru vinkonu og Sigurbjörn á Kiðafelli í Kjós og fengum að kíkja í fjárhúsið.
Emblu Sól fannst hún öruggari í fanginu á afa svona til að byrja með ...
... enda voru holdanautin stór og myndarleg.
En aðeins nokkrum mínútum seinna var kjarkurinn algerlega kominn og hún ljómaði litla stúlkan og skoðaði vel "hárið á hestinum"
... amman ljómaði kannski ekkert mikið minna
Ljúflingurinn hún Laufa heilsaði vel og hlýlega upp á okkur.
Bergþóra sýndi Emblu litla nýfædda lambið og útskýrði ýmislegt fróðlegt fyrir borgarbarninu. Enda hafði Embla mikið að segja á leiðinni heim og þegar heim var komið
Mér sýnist vera kominn upprennandi bóndi í familíuna. Það þætti henni ömmu hennar ekki leiðinlegt
Eftir notaleg knús og klapp, fróðleik og skemmtilegheit í fjárhúsinu var okkur boðið heim í kaffi, spjall og heimabakaðar kræsingar. Embla Sól og Sigurbjörn "litli" Hrafn léku sér saman að dótinu hans og landnámshænurnar vöppuðu í kringum húsið og vöktu heilmikla lukku líka.
Þetta var yndislegur dagur. Kærar þakkir elsku Begga, þetta var alveg ógleymanlegt ævintýri að fá að kíkja í "alvöru hús". Ómetanlegt fyrir litla borgarbarnið og algjört nostalgíukast fyrir ömmuna
Knús og kveðjur og hjartans þakkir
Athugasemdir
Dásamlegt! Þetta fær mann til að þrá sveitina aftur. Ég verð að komast í fjós og hesthús í sumar. Lyktin er svoooo góð þar! Það geislar af ykkur, þér og litlu ömmustelpunni :)
Sveinbjörg (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 19:27
Sveinbjörg, þetta var algjörlega yndislegt. Og lyktin .... mmmmm... ég fílaði mig eins og Sigga Sigurjóns í Dalalífi: "I love it!!!" hahaha
Ragnhildur Jónsdóttir, 9.5.2009 kl. 19:39
Elsku Ragga, það var yndislegt að fá ykkur og komið þið bara sem oftast
Alltaf gott að fá góða vini í heimsókn og ekki síst þegar að þeir kunna að meta aðal húsið
Bestu kveðjur í bæinn og ég fæ vonandi að heyra "finsku" söguna einhverntíman.
Bergþóra (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 19:40
Begga, veistu þetta var svo dásamlegur dagur, svo alvöru, ég get ekki útskýrt það, svona kjarninn í tilverunni. Ekkert vacuum pakkað-malbiks-gerfi-eitthvað, þetta er alvöru Líf.
Og ég var svo stolt af Emblu-krúttinu mínu. "Finnska sagan" hahaha Hún hélt ræðu hérna yfir hátt í 10 manns, við skyldum bara orð og orð inn á milli, því henni lá svo mikið á hjarta: "þveit, lamb, kýr, hestur, litla, hey, meeee..." og allskyns hljóð og handahreyfingar hahaha alveg dásamlegt
Ragnhildur Jónsdóttir, 9.5.2009 kl. 19:47
Já Jóhanna þetta var alveg yndislegt Nær ilmurinn alla leið til Þýskalands? ....
Ragnhildur Jónsdóttir, 11.5.2009 kl. 09:59
Takk fyrir þessa frábæru ferðasögu Ragnhildur mín. Gaman að fá svona myndir beint í æð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2009 kl. 10:16
Það er frábært að fá tækifæri til að heimsækja alvöru sveit. Mér þykir Embla Sól vera kjörkuð, að standa þarna ein á milli kindanna
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.5.2009 kl. 21:41
Ásthildur og Sigrún, já maður er lánsamur að eiga vini í alvöru sveit Ég var nefnilega svo ánægð með hvað Embla Sól var einmitt kjörkuð. Nú er bara að halda þessu við
Ragnhildur Jónsdóttir, 12.5.2009 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.