Dásamlegur dagur í sveitaheimsókn; lömb, kindur, naut og hestar :-)

Við amman og afinn fengum Emblukrúttið okkar lánaða í dag og fórum með hana í sveitaferð. Við heimsóttum Bergþóru vinkonu og Sigurbjörn á Kiðafelli í Kjós og fengum að kíkja í fjárhúsið.

i-fanginu-a-afa.jpg

Emblu Sól fannst hún öruggari í fanginu á afa svona til að byrja með ...

storu-holdanautin-eru-sko-s.jpg

... enda voru holdanautin stór og myndarleg. 

a_-spjalla-vi_-hestana.jpg

En aðeins nokkrum mínútum seinna var kjarkurinn algerlega kominn og hún ljómaði litla stúlkan og skoðaði vel "hárið á hestinum" Joyful

amman-alveg-i-nostalgiukast.jpg

... amman ljómaði kannski ekkert mikið minna Wink

ljuflingurinn-hun-laufa.jpg

Ljúflingurinn hún Laufa heilsaði vel og hlýlega upp á okkur.

embla_-begga-og-lambi.jpg

Bergþóra sýndi Emblu litla nýfædda lambið og útskýrði ýmislegt fróðlegt fyrir borgarbarninu. Enda hafði Embla mikið að segja á leiðinni heim og þegar heim var komið Joyful

upprennandi-bondi_845065.jpg

Mér sýnist vera kominn upprennandi bóndi í familíuna. Það þætti henni ömmu hennar ekki leiðinlegtInLove

gle_in-i-svipnum.jpg

Eftir notaleg knús og klapp, fróðleik og skemmtilegheit í fjárhúsinu var okkur boðið heim í kaffi, spjall og heimabakaðar kræsingar. Embla Sól og Sigurbjörn "litli" Hrafn léku sér saman að dótinu hans og landnámshænurnar vöppuðu í kringum húsið og vöktu heilmikla lukku líka.  Smile

Þetta var yndislegur dagur. Kærar þakkir elsku Begga, þetta var alveg ógleymanlegt ævintýri að fá að kíkja í "alvöru hús". Ómetanlegt fyrir litla borgarbarnið og algjört nostalgíukast fyrir ömmuna Tounge

Knús og kveðjur og hjartans þakkir Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dásamlegt! Þetta fær mann til að þrá sveitina aftur. Ég verð að komast í fjós og hesthús í sumar. Lyktin er svoooo góð þar! Það geislar af ykkur, þér og litlu ömmustelpunni :)

Sveinbjörg (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 19:27

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Sveinbjörg, þetta var algjörlega yndislegt. Og lyktin .... mmmmm... ég fílaði mig eins og Sigga Sigurjóns í Dalalífi: "I love it!!!" hahaha

Ragnhildur Jónsdóttir, 9.5.2009 kl. 19:39

3 identicon

Elsku Ragga, það var yndislegt að fá ykkur og komið þið bara sem oftast

Alltaf gott að fá góða vini í heimsókn og ekki síst þegar að þeir kunna að meta aðal húsið 

Bestu kveðjur í bæinn og ég fæ vonandi að heyra "finsku" söguna einhverntíman.

Bergþóra (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 19:40

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Begga, veistu þetta var svo dásamlegur dagur, svo alvöru, ég get ekki útskýrt það, svona kjarninn í tilverunni. Ekkert vacuum pakkað-malbiks-gerfi-eitthvað, þetta er alvöru Líf.

Og ég var svo stolt af Emblu-krúttinu mínu. "Finnska sagan" hahaha Hún hélt ræðu hérna yfir hátt í 10 manns, við skyldum bara orð og orð inn á milli, því henni lá svo mikið á hjarta: "þveit, lamb, kýr, hestur, litla, hey, meeee..." og allskyns hljóð og handahreyfingar  hahaha alveg dásamlegt

Ragnhildur Jónsdóttir, 9.5.2009 kl. 19:47

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já Jóhanna þetta var alveg yndislegt Nær ilmurinn alla leið til Þýskalands? ....

Ragnhildur Jónsdóttir, 11.5.2009 kl. 09:59

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessa frábæru ferðasögu Ragnhildur mín.  Gaman að fá svona myndir beint í æð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2009 kl. 10:16

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það er frábært að fá tækifæri til að heimsækja alvöru sveit. Mér þykir Embla Sól vera kjörkuð, að standa þarna ein á milli kindanna  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.5.2009 kl. 21:41

8 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ásthildur og Sigrún, já maður er lánsamur að eiga vini í alvöru sveit Ég var nefnilega svo ánægð með hvað Embla Sól var einmitt kjörkuð. Nú er bara að halda þessu við

Ragnhildur Jónsdóttir, 12.5.2009 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband