29.4.2009 | 19:45
Rigningin er líka góð :-)
Við vorum örugglega flest komin í vorskapið, búið að kjósa, trén að bruma og vorlaukar að blómstra. En þá hellist yfir okkur rigning og rok. En það má ekki gugna, vorið er í fullri vinnslu og það er ýmislegt fagurt og yndislegt í rigningunni
Hið helga tré Íslands; Ilmreynirinn er svo sannarlega í vorhugleiðingum og lætur enga rigningu eða rok stoppa það af. Þessa mynd tók ég áðan af trénu sem mér þykir svo óendanlega vænt um enda alin upp með þetta tré í garðinum. Þetta tré er í rauninni heil fjölskylda af trjám sem vaxa þétt saman og fylla bakgarðinn minn
Magni minn litli Víkingakisi fór með mér út að athuga vorið og gróðurinn. Honum fannst full blautt fyrir sig úti (ekki segja honum en hann soldið pjattaður)
Efti mikinn þvott og þurrk fann hann hinn fullkomna stað og lagði sig á peysunni minni við hlið mér í sófanum Yndislega krúttið
Athugasemdir
Við þurfum auðvitað rigninguna líka. Ég nýtti mér vel rigninguna í gær, fór í langan og hressandi "blautan" göngutúr og dreif mig svo í að klára verkefni sem mér leiðist alveg svakalega að gera og hafði notað allt til að humma það fram af mér Ég vonast samt til að fara að fá meiri sól og hita
Knús á ykkur og krúttdýrin
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 30.4.2009 kl. 10:39
Þú ert nú svo dugleg Sigrún, ég er soddan blómálfur ég held mig bara inni ef ég mögulega get í svona veðri
Knús á ykkur Grindjánana
Ragnhildur Jónsdóttir, 2.5.2009 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.