Kosningaúrslitahugleiðing ...

Embla Sólin mín passar hann Sigurð sinn vel þar sem hún tyllir sér úti í garði á leið sinni á lífsins ferðalagi. 

embla-me_-sigur_-uti.jpg

Hún er glöð og hamingjusöm litla stúlkan eins og vera ber. Hún veit að fullorðna fólkið er að taka til og byggja upp til að gera bjarta framtíð hennar mögulega.  Hún er full trausts og tilhlökkunar því hún veit að fullorðna fólkið mun hafa vit á að byggja upp gott og heilbrigt mannlíf á landinu hennar, áður en hún verður fullorðin. 

dufa-og-magni-kura-saman-a-.jpg

Friðar Dúfan mín og Magni Víkingakisi sofnuðu vært á miðri kosninganótt þegar ljóst var að það er í lagi að treysta og trúa á réttláta uppbyggingu samfélagsins. Nú verður byggt upp í rétta átt, á sanngjarnan hátt og ALLIR fá að vera með í Nýju Íslandi sem byggir á jöfnuði allra landsmanna og framtíðar kynslóðirnar meðtaldar.

Eftir úrslit kosninganna síðustu nótt langar mig að minna á draum sem mig dreymdi í mars og skrifaði hér

Ég geng brosandi inn í bjart vorið og þó að komi vorhret og él, þá veit ég að þau endast ekki lengi. Við erum á réttri leið, við höfðum kjark til að breyta .... Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er eins gott að nú verði byggt upp. Veit ekki hvort þetta er rétta fólkið til þess en vona það besta :) ekkert annað hægt en að vera bjartsýnn.

Æðisleg mynd af Emblu Sólinni!

Guðrún frænks (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 16:26

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég vona að okkar tími sé loksins kominn og nú verði hugað að alvöru uppbyggingu fyrir alla. Ég vona að þetta sé rétta fólkið, er amk ánægð með að sjallarnir fengu ekki sína föstu sauði niður af fjallinu.

Embla Sól sæt á myndinni  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.4.2009 kl. 18:20

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Elsku frænks, já nú byggjum við á bjartsýni og treystum á gott heiðarlegt fólk og að draumarnir rætist Knús á ykkur fjölskylduna.

Sigrún, já heldurðu það ekki? er ekki okkar tími kominn? við vonum það allavega

Jóhanna nú byggjum við upp nýtt Ísland með góðu fólki. Í sambandi við Borgarahreyfinguna, er ekki ágætt að hafa nýtt blóð með  í stjórnarandstöðunni?

Ragnhildur Jónsdóttir, 26.4.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband