Jóli minn fluttur að heiman :-)

Jæja, þá er hann Jóli minn fluttur á nýtt heimili. Ég sakna hans strax alveg heilan helling, hann fór fyrir ca hálftíma Errm En ég var alveg róleg að láta hann fara, ég fann það á mæðgunum sem fóru með hann að hann fór á frábært og hlýtt heimili Joyful Þar er kisa fyrir svo hann fær líka kisufélagsskap. Þannig að ég er ánægð/leið en samt voða glöð.

joli-me_-snuddu.jpg

joli-spilar-tonlist-1.jpg

joli-i-brau_korfunni.jpg

joli-egypskur.jpg

Bless og takk fyrir okkur litli fallegi ljúfi minn, vertu góður og lifðu vel og lengi á nýja heimilinu Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Toshiki Toma

Warm....warm.... and warm..... in your heart 

Toshiki Toma, 1.4.2009 kl. 17:33

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ljúfi litli kisi  Hann er algjört æði, enda féll ég fyrir honum og Dorrit við fyrstu sýn. Skil vel söknuðinn. Maður er svo fljótur að tengjast dýrunum. En þú ættir ekki að verða einmana innan um allar kisurnar 5 og Dúfuna.

Bestu kveðjur og knús frá Grindjánum

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.4.2009 kl. 00:30

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hann Jóli minn stal algjörlega hjarta mínu. Þeir eru nú allir algjörar dúllur þessi kettlingakrútt sem fæddust hér og fóru héðan, allir á góð heimili. En hann Jóli var hérna lengur en hinir og var óðum að festa sig í sessi á heimilinu. Það kom hins vegar upp í hendurnar á mér yndisleg fjölskylda sem tók við honum. Og ég fann það strax að það var alltaf meiningin að hann færi þangað. Það er eins og þessi kisukríli hafi öll einhvern tilgang með tilveru sinni, rétt eins og við hin. Það bara beið eftir honum pláss í hjarta fjölskyldu í Garðabænum. Þannig að ég er mjög sátt þó ég sakni hans. Það er ekki eins og heimilið sé tómt eftir.....

Ragnhildur Jónsdóttir, 2.4.2009 kl. 11:07

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ég var að skoða bloggið þitt Jóhanna. Yndisleg mynd af þeim hundinum Spá og hananum Hjalta Vinátta spyr ekki hvað aðskilur heldur, hvað sameinar

Ragnhildur Jónsdóttir, 2.4.2009 kl. 11:58

5 identicon

Sæl

Það gengur mjög vel með hann Jóla.
Jóli er farin að labba um húsið og svona.

Bestu kv. frá Jóla og fjölskyldunni í Garðabæ

Ásta (nýji eigandi Jóla) (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 19:58

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

En yndislegt að heyra það Ásta

Þakka þér kærlega, gangi ykkur vel áfram.

Bestu kveðjur til ykkar allra og knús á Jóla litla

Ragnhildur Jónsdóttir, 2.4.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband