25.3.2009 | 14:43
Enn um vorið .... :-)
"Krummi krunkar úti, kallar á nafna sinn ...."
Sá krummi sem ég heyrði í í morgun var að kalla á kellu sína. Það var sko vorhugur í þeim krumma, hann dansaði á trjágreinunum, kroppaði, krunkaði og smellti í góm og gaf frá sér allskyns skemmtileg hljóð sem krumma einum er lagið á vorin.
Hann var þarna lengi vel og "söng" við bakraddir Dúfu minnar ...
og Eddu.
Það var hlustað og fylgst með krumma af athygli úr öllum gluggum.
Við hugsuðum öll það sama: er í alvöru vorið að undirbúa komu sína svona ákveðið?
Lóan er komin til landsins.
Fuglarnir í Hellisgerði syngja svo fallega dag eftir dag.
Flugan mætti í eldhúsgluggan að stríða Magna um daginn
og svo hann krummi að kalla á kerlu sína með tilfæringum.
Þá leit Dúfa á mig og sagði: ...
"Jú mamma, það er allavega komið vor í sálina. Og það er það sem skiptir máli, er það ekki?"
Ooohh hún er svo skynsöm hún Dúfa mín
Athugasemdir
Flottar myndir, gaman að sjá mismunin á augum kattarinns og hundsins, hann svo einlægur og forvitnn kötturinn aftur með smá græðgi
En krummi er einn af mínum uppáhalds skemmtilegur fugl.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2009 kl. 11:33
Gott að eiga svona skynsöm gæludýr. Þau kenna manni
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.3.2009 kl. 23:46
auðvitað er maður greindur - það er genetískt!
Hanna (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.