Enn um vorið .... :-)

"Krummi krunkar úti, kallar á nafna sinn ...."

Sá krummi sem ég heyrði í í morgun var að kalla á kellu sína. Það var sko vorhugur í þeim krumma, hann dansaði á trjágreinunum, kroppaði, krunkaði og smellti í góm og gaf frá sér allskyns skemmtileg hljóð sem krumma einum er lagið á vorin. 

Krummi-við-tré-cut

Hann var þarna lengi vel og "söng" við bakraddir Dúfu minnar ...

dufa-msn-a-hli.jpg

og Eddu.

 edda-andlit-tekin-af-ragnar_818405.jpg

 Það var hlustað og fylgst með krumma af athygli úr öllum gluggum. 

Við hugsuðum öll það sama: er í alvöru vorið að undirbúa komu sína svona ákveðið?

Lóan er komin til landsins.

Fuglarnir í Hellisgerði syngja svo fallega dag eftir dag.

Flugan mætti í eldhúsgluggan að stríða Magna um daginn

og svo hann krummi að kalla á kerlu sína með tilfæringum.

Þá leit Dúfa á mig og sagði: ... 

dufa-msn.jpg

"Jú mamma, það er allavega komið vor í sálina. Og það er það sem skiptir máli, er það ekki?"

Ooohh hún er svo skynsöm hún Dúfa mín Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottar myndir, gaman að sjá mismunin á augum kattarinns og hundsins, hann svo einlægur og forvitnn kötturinn aftur með smá græðgi

En krummi er einn af mínum uppáhalds skemmtilegur fugl.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2009 kl. 11:33

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

 Gott að eiga svona skynsöm gæludýr. Þau kenna manni

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.3.2009 kl. 23:46

3 identicon

auðvitað er maður greindur - það er genetískt!

Hanna (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband