Góð helgi

Notaleg helgi að lokum komin. Lárus á afmæli í dag og við höfðum það bara rólegt í fjölskyldufaðmi með kaffi og meððí. Til hamingju Lalli minn Heart

Og svona á milli bolla afhentum við einn kettlinginn enn. Hann fór í Þorlákshöfn til góðs drengs og fjölskyldu hans. Ég veit að það á eftir að fara vel á með þeim tveim, hann er svo gæðalegur þessi ungi drengur, ég veit að litla kisanum á eftir að líða vel hjá honum Joyful Gangi ykkur vel Sigurður Smile

_lfur-litli-kisukrutt.jpg

Svo nú eru aðeins tveir kettlingar á heimilinu, ... ásamt auðvitað stóru kisunum, hundinum og okkur tvífætlingunum. Smile

 Jóli er frátekinn...

joli-egypskur.jpg

en verður hjá okkur þar til nýji eigandinn getur tekið við honum. Smile

Og þá er það bara hann Albus litli júnior krúttustrákur eftir sem vantar nýja fjölskyldu.

albus-jr-lullar-i-voggunni.jpg

Hann er algjör ljúflingskúrudrengur InLove 

Í gærkvöldi var úrslitakvöldið í íslenska Eurovision. Mér finnst alltaf svo gaman að þessari keppni og fylgist alltaf með. Það er alltaf svo mikil einlægni og gleði, svo mikill sköpunarkraftur og fjör. Mér hefur fundist þær nafna mín Steinunn og Eva María alveg frábærlega skemmtilegar í kynningunum í vetur.

Lagið sem fer út til Moskvu er alveg ágætt og flytjandinn líka, ég er alveg sátt. Ég var hins vegar búin að velja lagið "I think the world of you" eftir Hallgrím Óskarsson, sungið af Jogvan. En ég er sannfærð um að það lag á eftir að heyrast oft og mikið, eða allavega vona ég það, það er svo fallegt og hefur alveg náð inn í hjarta hjá mér Heart Joyful

Í kvöld erum við gömlu að passa elsku litlu prinsessuna okkar hana Emblu Sól. Best að skella henni í  náttföt og syngja svolítið fyrir hana og dúkkuna hennar InLove það getur tekið óratíma hjá henni Emblu að kyssa alla góða nótt, það eru amma og afi, frændur og foreldrar náttúrulega og svo er það Dúfa og Alex og Edda, Vala og kettlingarnir hver af öðrum..... Kissing

embla-sol-me_-sigur.jpg

Krúttasta krútta mín, nú förum við að lúlla.... Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Til hamingju með Lalla

Mér finnst þú alveg mögnuð að takast að finna heimili handa öllum þessum kettlingum. Fyndið að Albus jr. sé einn eftir. Hann er kisinn sem ég bráðnaði fyrir í byrjun.

Auðvitað verður að kyssa alla góða nótt  Góða skemmtun með Emblu dúllu.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.2.2009 kl. 22:13

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Takk Sigrún  

já það er alveg ótrúlegt að koma 11 kettlingum út og öllum á góð heimili ég er með tvo hérna hoppandi og tosandi í lopann á meðan ég prjóna hahaha svo klifra þeir upp á sófabakið og knúsa mig aðeins blíðlega í framan og hlaupa svo og skoppa hvor yfir annan ..... hahaha alltaf í leik algjörar dúllur. Ég veit ekki hvort ég sleppi þessum tveimur nokkurn tíma frá mér .... annars er mér reglulega bent á að fimm fullorðnir kettir séu alveg nóg fyrir eitt heimili ....

Ragnhildur Jónsdóttir, 16.2.2009 kl. 23:04

3 Smámynd: Margrét Guðjónsdóttir

Æ hvað kettlingarnir eru sætir og líka littla stúlkan með dúkkuna sína takk fyrir mig

Margrét Guðjónsdóttir, 17.2.2009 kl. 22:01

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Æji þakka þér fyrir Margrét þau eru öll algjör hjartakrútt

Ragnhildur Jónsdóttir, 17.2.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband