Íslenska ljóðið við lag Hallgríms Óskarssonar "I think the world of you"

Ég má til með að setja hérna inn textann sem Hallgrímur Óskarsson samdi lagið "I think the world of you" við. Þar sem faðir minn Jón Kr. Gunnarsson gaf út ljóðabók eftir Árna Grétar Finnsson 1982, kannaðist ég við ljóðið sem Hallgrímur nefndi í sjónvarpinu. Þessi texti er svo frábær og segir mikið sem gott væri fyrir hvern mann að taka sér til umhugsunar.

Lífsþor

Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,

sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,

djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,

manndóm til að hafa eigin skoðun.

 

Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi,

einurð til að forðast heimsins lævi,

vizku til að kunna að velja og hafna,

velvild, ef að andinn á að dafna.

 

Þörf er á varúð víðar en margur skeytir.

Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir.

Þá áhættu samt allir verða að taka

og enginn tekur mistök sín til baka.

 

Því þarf magnað þor til að vera sannur maður,

meta sinn vilja fremur en fjöldans daður,

fylgja í verki sannfæringu sinni,

sigurviss, þó freistingarnar ginni.

 

ljóð eftir Árna Grétar Finnson

úr bókinni "Leikur að orðum" útgefið af Bókaútgáfunni Rauðskinnu 1982


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband