Himnesk fegurð á jörðu :-)

Mikið yndislega getur snjórinn verið fallegur. Ég hef eiginlega verið í sæluvímu hérna yfir fegurðinni frá því ég vaknaði í myrkrinu í morgun, (tek það fram ég þarf ekki að keyra neitt langt í ófærð sko) Cool

Ég skrapp í örgönguferð um leið og birti. Það þarf ekki að leita langt eftir fegurð Náttúrunnar Joyful

snjofalin-tre-8_des08.jpg

Hellisgerðið er svo fallegt allan ársins hring og endalaus uppspretta hugmynda fyrir myndir, skrif, leiki eða saumamynstur Smile og svo er íbúar garðsins svo skemmtilegir líka.... 

snjokorn-falla-a-allt.jpg

Það liggur við að maður þurfi ekki að setja jólatré inn í stofu með þetta útsýni Smile

fegru_-minning.jpg

Yndislegi nágranni minn hún Fríða bíður svo upp á þessa fegurð með dyggri aðstoð Náttúrunnar. 

inni-i-hlyjunni.jpg

Eftir fimm mínútur illa klædd í snjónum var gott að fara inn aftur og fá sér súkkulaðikaffi og piparkökur með karlinum sínum. Já, maður er lánsamur að búa í hlýju húsi með hlýju fólki og alla þessa fegurð rétt fyrir utan dyrnarJoyfulHeart

Lífið hreinlega dekrar við mann Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegar myndir, fegurðin er sko bara rétt utan við gluggann hér hjá mér, er búin að njóta útsýnisins og hlýja mér við gamlar minningar.  Hafðu það sem best kæra vinkona

Ásdís Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 16:09

2 identicon

Mikið eru þetta yndislegar myndir Ragga mín, og þá er nú myndasmiðurinn ekki síðri. Skammdegið er svo fallegt á svona stundum og allt svo tært og hreint. Knús og klemm í fallega fjörðinn.

Bergþóra (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 13:10

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ásdís þakka þér fyrir, og það er einmitt svo yndislegt og nauðsynlegt að njóta alls hins besta sem unnt er. Hafðu það gott elsku Ásdís mín

Begga, þakka þér fyrir, æ þú ert svo yndisleg Svona fallegir dagar hreinlega bjarga sálartetrinu svona í miðju vetrarmyrkrinu. knús og kveðjur í fjörðinn þinn fagra

Ragnhildur Jónsdóttir, 9.12.2008 kl. 20:05

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Yndislegar myndir. Svo satt að maður þarf ekki að fara langt til að sjá fegurðina. Ég hefði nú alveg viljað hafa snjóinn lengur, en það kemur vonandi meiri snjór fyrir jól. Knús á ykkur öll

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.12.2008 kl. 22:40

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elsku Ragnhildur mín fyrir þessar fallegu myndir.  Listamanns augun klikka ekki á fegurðinni.  Takk fyrir mig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2008 kl. 09:35

6 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Það er nú ekki alltaf nóg að hafa fegurðina fyrir utan gluggann hjá sér, Ragga mín, maður verður að sjá hana og kunna að njóta.....

Yndislegar allar þessar myndir hjá þér, sama hvort er af náttúrunni, dýrum eða mannfólki.  

Og þessar myndir sem þú ert með í smíðum eru bara guðdómlegar!!!

Vona að þú og þínir haldið áfram að njóta þessa yndislega tíma.

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 10.12.2008 kl. 09:36

7 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ótrúlega fallegar, friðsælar og kyrrar myndir...

Maður fær næstum tár í augun þegar maður sér svona fegurð!

Knús á þig!

Bergljót Hreinsdóttir, 14.12.2008 kl. 13:44

8 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka ykkur öllum fyrir falleg orð. Fegurðin er alltaf til staðar, það má bara ekki gleyma að opna augun fyrir henni.

Litlu kisurnar mínar eru hér um allt að leika sér, æfa sig og bara yfirleitt að vera krútt 12 stykki, hvert öðru fallegra. Ég set fljótlega inn fleiri myndir, hef aðeins verið upptekin..... eins og flestir aðrir á þessum tíma

Sjáumst elskurnar og hjartans þakkir fyrir innlitið

Ragnhildur Jónsdóttir, 15.12.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband