Krúttuknúsudúllur

Svona til að létta geðið og fá bros í sálina er gott ráð að skoða myndir af fallegum kisukrúttum Joyful allavega fyrir þá sem ekki eru með krúttin sjálf fyrir augunum. Við hérna á heimilinu erum svo lánsöm að geta knúsað þessi litlu krútt í tætlur og fylgst með mæðrum og börnum í sínu daglega amstri. Heart

kruttuedduborn.jpg

Þetta eru börnin hennar Eddu. Við erum ennþá alveg hugmyndalaus með nöfn á þau (bráðabirgðarnöfn því væntanlegir eigendur nefna þá auðvitað sínum nöfnum). Einhverjar hugmyndir?

albus-junior.jpg

Þessi er eiginlega alveg eins og Albus Dumbledore móðurbróðir. 

_tsikutsikruttidull-eddudot.jpg

Þetta litla kríli sem "syngur" hátt og mikið er líka Eddudóttir eða sonur, það er eiginlega ekki nokkur leið að sjá það strax. Allavega er þessi litli söngfugl Krútt  Eddubarn Wink

Svo er það Lady Alexandra á neðri hæðinni og hennar börn.

alex-og-3-af-bornunum.jpg

Ég tók þrjá af hennar fimm kettlingum og setti í sófann. Hinir sváfu svo fast að ég vildi ekki vekja þá. Þarna er Alex eða Lady Alexandra, Obama (sá dökki), Tígri á bakvið og Mýsla litla. Hún er lang minnst en rosa dugleg. Svo eru tveir stórir og miklir grábröndóttir, annar heitir Bangsi (sá stærsti) og hinn heitir Snati ...! já þau eru hugmyndarík á neðri hæðinni. Tounge

tigri-i-sofanum.jpg

Tígri Alexöndruson (eða dóttir..)

Og að lokum ein mynd sem ég tók hérna á skrifborðinu mínu rétt áðan. Vala fylgist með mér allar stundir núna og hleypir mér ekki of langt frá. En hún er orðin svo sver að hún tekur hálft borðið hjá mér!

vala-a-skrifbor_inu_737445.jpg

Ég var að reyna að ná umfanginu á henni en það virkar ekkert eins mikið á mynd. Ætli það sé satt að svart grenni....? Hún er samt ansi sver, finnst ykkur það ekki? En æ, hún er soddan knúsusnúlla Joyful

Og svo munum við að setja ljós í gluggann til að mótmæla myrkrinu sem var lagt yfir þjóðina okkar. Sýnum samstöðu okkar á milli og lýsum upp rétta vænlega leið heim, út úr þessum hremmingum sem við erum í.

ljos-i-gluggann-nov-08.jpg

 Ljós og friður til ykkar elskurnar Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gudni.is

Yndislegt að fá að sjá þessar myndir hjá þér af þessum yndislegu krúttum. Ég kýki til þín einhvern daginn mjög fljótlega í skoðunarferð.

Þetta er ekkert smáveigisdýrasafn hjá þér á heimilinu þessa dagana. Ertu með tölu á því hvað það eru margir fætur á heimilinu..?

gudni.is, 25.11.2008 kl. 20:13

2 identicon

Yndislegir. allir með tölu. Það eru nú tveir svolitið líkir Mola bróðir :-)

Hann biður kærlega að heilsa öllum, ásamt auðvitað mér sjálfri ;-)

Erla Dröfn (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 20:15

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þetta eru æðislega mikil krútt. Haha, jú ætli það sé ekki bara satt að svart grenni. Hún er algjör bolla hún Vala.  Eins gott að ekki þarf að reima skó á alla þessa fætur.

Ég er að reyna að muna hvernig formúlan er, þ.e. ef maður á fress og fær sér annan kött, á hann þá að vera fress eða læða (og þá er ég að tala um fress sem er búinn að tapa jólakúlunum) Ert þú ekki með þetta á hreinu? Kisukrúttkveðja frá Grindjánakrúttum  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 25.11.2008 kl. 21:11

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Guðni, þetta er besta spurning sem ég hef fengið lengi! hahahaahah eins gott þau þurfa ekki öll skó!

Erla Dröfn, ég var einmitt að pæla í því að þeir minna mig á Mola. Svo sætir og mikil krútt svona grábröndóttir eins og Eddan mín

Ég held að ef að fress er ekki með "jólakúlur" þá skipti það ekki miklu máli. Hins vegar finnst mér sennilegra að tveir "jólakúlulausir" strákar væru góðir saman. Læðurnar eru svolítið eigingjarnar á sín heimili og vilja ráða ...  Svo fer það allt eftir karakterum auðvitað.  Skór Sigrún! á alla þessa fætur, ég grenjaði úr hlátri yfir ykkur systkinum!

Krúttkveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 26.11.2008 kl. 00:46

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

12 fætur í viðbót! Vala gaut þremur hraustlegum og fallegum kettlingum, gæti verið í pásu og fleiri eigi eftir að koma en þau dorma öll vært og malandi núna. Einn er svartur og fékk strax nafni Jólakötturinn kallaður Jóli, einn er grá-svart bröndóttur og einn dökkgrár með hvíta sokka eins og Albus frændi. Dásamleg krútt! Og ég sem hélt hún væri með tíu eða ljónsunga eða eitthvað, svona er maður ýktur í hugsun myndir seinna.

Ragnhildur Jónsdóttir, 26.11.2008 kl. 14:48

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Hmm.."læðurnar eru svolítið eigingjarnar á sín heimili og vilja ráða..." þetta er þá bara eins hjá kisunum og mannfólkinu...  Þetta er enginn smáræðis fjöldi af kisum hjá þér. Ég sé alveg fyrir mér þegar þeir verða allir farnir að ærslast og hlaupa um allt

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.11.2008 kl. 17:45

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

ÓmæGod! Sigrún, heldurðu að það verði stuð?! hahahaha og allt jólaskrautið!  og nú þegar byrjað fjörið: þessi má ekki koma í þetta herbergi og annar ekki í hitt..... Ein læða með sín kríli á hverri hæð er eiginlega málið. Dúfa greyið er ekkert vinsæl þessa stundina en það lagast um leið og kettlingarnir fara að sjá og hreyfa sig almennilega. þá verður óhætt að hleypa hundasnúllunni nálægt annars veit ég að hún fer voða varlega en læðurnar eru ekki alveg vissar...

Þessar litlu mömmur eru algjörar krúttumömmufrekjudúllur

Ragnhildur Jónsdóttir, 26.11.2008 kl. 17:54

8 Smámynd: Bullukolla

Góð áminning um það hve lífið er yndislegt.  Þurfum ara að hafa augun opin.  Til hamingju með litlu fjölskylduna

Bullukolla, 27.11.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband