22.11.2008 | 18:25
Sköpunargleði í miðri kreppu
Hugurinn hafði skipulagt að fara á Austurvöll og ýmislegt annað í dag en skrokkurinn minn ákvað sófann og skrokkurinn ræður.... stundum. En þrátt fyrir hundleiðinlegan skrokk, mótmæli og kreppu þá er mikil sköpun í gangi á heimilinu. Dóttirin og tengdasonurinn teikna, eiginmaðurinn "endurskapar" skrokkinn sinn og hugann, ég er að hanna saumamynstur og kisurnar mínar fjölga þessu dásamlega kisukyni svo um munar.
Hér er Edda með sín krúttukrútt aðeins dags gömul. Það er svo ótrúlegt að fylgjast með goti og hvernig mamman sem ekki hefur farið á neitt námskeið eða lesið eitt eða neitt og samt veit hún námkæmlega hvað á að gera í fæðingunni. Hún kann rétta öndun og að karra, fyrst sleikja frá trýninu og svo áfram niður litla kroppinn. Mér finnst þetta alltaf jafnmagnað að fylgjast með dýrafæðingum.
Svo fannst henni ég hafa tekið alveg nóg af myndum. Ég á!
Meðan á gotinu stóð vildi hún Edda hafa mig á staðnum. Hún sótti mig inn í rúm en vildi ekki vera hjá mér þar, ég varð að koma fram í stofu og vera þar um nóttina með aðra hendi í fæðingarkassanum á gólfinu Og ég er svo auðtamin að ég gegni öllu sem kisurnar mínar segja. Dúfa fékk að vera með líka, hún var aðstoðar ljósmóðir sem knúsaði Eddu á milli hríða og gaf andlegan stuðning. En svo þegar litlu börnin voru fædd þá þótti Dúfa ekki nógu góður félagsskapur lengur. Hún er rekin út úr stofunni harðri ... loppu!
Þessar tvær kunna þó alltaf að skemmta sér saman!
Það er SVO gaman að teikna eins og mamma
Svo er amman að hanna krossaumsmynstur. Það tekur sinn tíma að fullkomna verkið en tvær myndir eru alveg að verða tilbúnar.
Í smíðum er meðal annars íslenskir fuglar og plöntur á ýmsum árstíma.
Þessi er vetrarmynd af snjótittlingi. Þeir koma til okkar í köldu veðri og syngja fyrir okkur og við gefum þeim korn á snjóinn.
"Jól í álfheimum." Þessi litla álfastúlka er að skreyta tréð með aðstoð trjáálfanna. Allir eru vinir og njóta stundarinnar saman.
Það eru fleiri myndir í vinnslu en þetta tekur allt aaaaaaðeins lengri tíma en ég reiknaði með en þetta kemur allt saman. Það er nú þegar búið að panta nokkrar pakkningar þannig að ég er bara bjartsýn
Já og svo er hún Vala mín Eddusystir komin alveg á steypinn og farin að undirbúa fæðingarbælið. Þannig að já, fleiri kettlingar á leiðinni. já, ég veit þetta er bilun en hvað á maður að gera? Þetta gerðist og þá er ekkert eftir annað en að njóta í botn og finna svo góð heimili fyrir dásemdarkrúttin.
Athugasemdir
Ég fór ekki á Austurvöll, ég var með mömmu á tónleikum í Hallgrímskirkju, það var reglulega mikil andleg upplyfting.
Bestu kveðjur.
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.11.2008 kl. 21:08
Sjá þessa sætu kisukrútthrúgu Algjörar dúllur. Dýrin eru sko með þetta á hreinu og móðureðlið leynir sér ekki þar sem hún er að passa krílin sín Og flott hjá kisunum að vera búnar að temja þig svona vel
Ég er forvitin með útsaumsmyndirnar. Hvað er í "pakkningunni"? Ertu með einhverjar fuglamyndir sem eru tilbúnar fyrir jólin? Ég efast ekkert um að það á eftir að verða áhugi fyrir þessum myndum
Knús á ykkur listamennina alla
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 22.11.2008 kl. 23:03
Þvílíka krúttfærslan.
Knús á þig Ragga mín.
Linda litla, 24.11.2008 kl. 14:47
Greta Björg, það hefur alveg örugglega verið yndisleg stund Sendi mömmu þinni bestu kveðjur
Sigrún, þau eru algjörar krúttudúllur þessi litlu kríli. Vala er ennþá feit og mikil um sig en gengur um létt á fæti eins og lipurtá þetta fer samt að koma hjá henni. Segðu honum Guðna frá mér að það er enginn ennþá sem er með "Magna-mynstur" en þeir eru rosamikil krútt fyrir því Krúttin hennar Völu eru að byrja að opna augun ohhhhhh dásemd! ég set inn myndir fljótlega.
Pakkningarnar munu innihalda allt sem þarf til að sauma myndina, mynstur, efni, nál og garn. Ég verð vonandi tilbúin með fyrstu fljótlega. Ég er bara haldin svo mikilli fullkomnunaráráttu að ég er alltaf að laga aðeins og breyta aðeins og svo aðeins meira ..... En þetta fer að koma
Linda, takk og knús til þín
Ragnhildur Jónsdóttir, 24.11.2008 kl. 14:57
Ætlaði náttúrulega líka að segja að færslan þín er þvílíkt sálargleðjandi, sem og allar þínar færslur - æðislegar myndir og lýsingar.
Greta Björg Úlfsdóttir, 24.11.2008 kl. 15:08
Yndislegt að sjá þessi litlu kisukrútt hjá þér. Hlakka mikið til að fá að líta augum þessa yndislegu hnoðra.
Kisuknúskveðja, Guðni
gudni.is, 24.11.2008 kl. 23:44
Greta Björg, takk, takk og knús
Guðni, endilega kíktu við hjá mér einhvern daginn og líttu augum þessi dásemdarkrútt. Þeir fyrstu farnir að opna augun og allir dafna mjög vel. Ég bara skil ekki hvað Vala ætlar að stækka mikið áður en hún gýtur en það gæti haft eitthvað með óþolinmæði í mér að gera.... huhumm kannski er hún bara ekkert komin á tíma haha man ekki alveg dagsetningarnar sko En svona getur hún ekki verið mikið lengur allavega, hún tekur hálft skrifborðið þegar hún liggur við hliðina á tölvunni!
Ég er að fara að rölta um með myndavélina og set inn nýjar myndir fyrir kvöldið. Knús og kveðjur á ykkur öll og setjið svo ljós í gluggann
Ragnhildur Jónsdóttir, 25.11.2008 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.