19.11.2008 | 16:25
Hún er Ljós í tilverunni
Ég fæ alltaf hlýjutilfinningu þegar ég hugsa um Vigdísi forseta (já hún verður alltaf forseti í huga okkar). Hún stendur sem ljós og gefur af sér ljós, eins og góð móðir.
Ég er alveg sammála henni auðvitað, það er hægt að berjast við fátækt stoltur en þetta með mannorð þjóðarinnar er dálítið mikið meira mál. Það er eins og rifið hafi verið í hjartað á manni ... og snúið uppá.
Ég minni á "Kveikjum ljós í glugga til að mótmæla myrkrinu sem lagt var yfir þjóðina" sjá síðustu færslu hérna fyrir neðan.
Og fyrir kisuáhugavinina mína: ég og Dúfa (litla íslenska tíkin mín) vorum að ljósmæðrast í alla nótt Það komu fjögur þvílík knúsuljósakrútt út úr því ég set inn myndir fljótlega.
Kveikjum ljós í glugganum okkar og sýnum samstöðu! knús og ljós til ykkar allra
Íslendingar verða að endurheimta virðinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ohh, var Edda að eiga? Er búin að segja Mola að hann sé nú búin að eignast lítil sistkyni. Hlakka svo til að sjá þau.
P.s ég setti ljós út í glugga. Það er svo táknrænt, og róandi.
Knús til ykkar allra
Erla Dröfn (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 19:15
Eru komin fleiri kisubörn. Þú ert aldeilis rík. Til hamingju. Ég er búin að setja jólaljósin út í glugga
Svava frá Strandbergi , 19.11.2008 kl. 21:52
Sæl Erla Dröfn, já nú hefur hann Moli eignast systkin. Meira að segja einn mjög líkur honum
Guðný Svava, Þakka þér fyrir, ég er sko kisurík þessa dagana.
Það eru myndir og smásögur á leiðinni.
Ljós kveðjur og knús
Ragnhildur Jónsdóttir, 20.11.2008 kl. 20:25
Það er aldeilis blómstrandi lífið í kringum þig Það hlýtur að vera orðið fullt starf að fylgjast með öllum litlu kisubörnunum
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.11.2008 kl. 20:51
Frábært að heyra að fleiri kisubörn séu kominn í heiminn á þínu heimili. Það er örugglega í nægu að snúast hjá ykkur í ljósmæðrastörfunum. Hlakka mikið til að fá að líta nýju krílin augum.
Kisuknúskveðja,
Guðni
gudni.is, 20.11.2008 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.