14.9.2008 | 13:25
Haustfegurð
Dagatalið segir að það sé haust, veðrið og litir náttúrunnar segja að það sé haust ..... en það eru ekki allir sammála þessu. Lady Alexandra eins og hún heitir stundum (þegar hún þykist vera drottning heimsins), annars bara Alex hún heldur að það sé vor í hennar drottningarhugarheimi.
Hennar hátign heldur að það sé vor, kannski lifir hún í eilífu vori þar sem allt er að komast í blóma og allt er fallegt. Allavega finnst henni nokkrir gæjar í hverfinu ansi fallegir þessa dagana. En þeir eru ekki mikið fyrir að nást á filmu eins og t.d. þessi sem setti "amerískt blurr" yfir andlitið á sér...
Þeir hafa verið að sniglast í kringum húsið, kisustrákar í nokkrum litum stærðum og gerðum,"syngjandi" af sinni alkunnu "snilld" og Alex er ekkert smá hrifin af allri athyglinni og dansar með.
Hér inni eru nokkrir aðrir íbúar ekki jafnhrifnir og enn aðrir afar undrandi á háttalagi ömmu sinnar. Magni litli sem hefur verið ja... "tekinn af sönglistanum"... eða þannig og verður alltaf litli strákurinn, hann þarf hugg til að átta sig á þessu háttalagi hinnar annars penu ömmu.
En Guðni bloggvinur, það styttist kannski í nýjan ættingja Magna litla
Kannski getum við alveg haft vor í hjarta allan ársins hring (óþarfi samt að æða "syngjandi og dansandi" (gólandi og veltandi) um allar götur og garða )
Vor getur komið á svo margan hátt og glatt okkur með fegurð sinni. Nýtt líf byrjar á árstíðarmótum, þrestirnir og starrarnir hafa snúið aftur í garðana og syngja mun fegurra en kettirnir. Án þess ég vilji gera upp á milli sko.... þá er bara sumum gefnir ákveðnir hæfileikar og öðrum aðrir hæfileikar. Söngur þeirra fyllir hverfið af fegurð sem minnir meira á vor en haust. Þeir háma í sig reyniberin og gleðja okkur mannfólkið með nærveru sinni.
Njótum fegurðar árstíðaskiptanna, skoðum hvaða möguleikar felast í þessum breytingum í umhverfinu. Dimmu kvöldin eru kjörið tækifæri fyrir kertaljós og rómatík, heitt súkkulaði og kósíkvöld. Vindurinn og regnið æða um og feykja gömlum og jafnvel úreltum hugmyndum í burtu og gefa hreint rými fyrir nýjar, litafegurðin sem dansar með trjánum í rokinu er dásamleg uppspretta nýrra hugmynda og tækifæri til breytinga þar sem þeirra er þörf eða löngun.
Njótum Lífsins og sjáum fegurðina í hinu smáa og hversdagslega. Ef okkur tekst það, þá er Lífið alltaf fagurt, ekki satt?
Athugasemdir
Vá,égverð alltaf eitthvað svo glöð þegar ég er búin að lesa færslurnar þínar.....
Lífið er svooo fallegt....
Bergljót Hreinsdóttir, 14.9.2008 kl. 13:34
Æ, hvað þú ert yndisleg Bergljót, þakka þér fyrir
Ragnhildur Jónsdóttir, 14.9.2008 kl. 13:37
Ég hlakka til að sjá haustlitina komna á alveg fulla ferð.
Takk fyrir fallega færslu.
Ragga (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 14:00
Takk nafna. Kannski við hittumst einhverstaðar á förnum vegi með haustlitamyndavélar og teikniblokkir
Ragnhildur Jónsdóttir, 14.9.2008 kl. 14:02
Það er bara ansi hugsanlegt svei mér þá.
Ragga (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 14:02
Hehe, sniðugur kisi að blörra myndina. Hann vill náttla ekki fá senda rukkun um meðlagið... Það held ég að litli bróðir verði kátur við að lesa þetta.
Haustið er alltaf jafn litríkt og fagurt, eins og færslurnar þínar
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.9.2008 kl. 15:24
Takk fyrir fallega færslu. Hver árstíð hefur sína fegurð og nú er tækifærið til að gleðjast yfir fallegu haustlitunum.
Kattarsöngur getur verið ægilega pirrandi, allavega fyrir okkur sem kunnum ekki að meta þennan "fallega" söng.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 14.9.2008 kl. 17:28
Yndisleg færsla hjá þér Ragnhildur! Eins og reyndar allar þínar færslur.
Sniðugur kisi að "blörra" andlitið... Þessi kisi er alveg ótrúlega líkur honum Pútín mínum! Ef við byggjum ekki í sitthvorum enda höfuðborgarsvæðisins þá hefði ég minn grunaðan um þessa mynd. Það væri líka alveg í stíl Pútín að hylja andlit sitt og fela slóð sína rækilega... En það er reyndar búið að taka Pútín "af sönglistanum" svo hann hefur ekki mikið vit á þessu...
Ég fylgist spenntur með hugsanlegri fjölgun í ætt Magna...
gudni.is, 14.9.2008 kl. 23:30
O hvað það er alltaf gott að lesa færslurnar þínar. Þessi var svo notaleg. Mér líður alltaf eins og ég sé í nettum draumi þegar ég les eftir þig. Þú hefur einstakt lag á að láta mann gleyma sér og upplifa jákvæðni. Takk fyrir það
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 14:47
Brynja skordal, 17.9.2008 kl. 02:23
Takk öllsömul, já hann kisi-sem-er-svo-líkur-Pútín er klár gaur. Svo er annar hérna í svart-hvítu ... mjög undarlegt í gangi hérna í hverfinu. En ég er nokkuð viss um að það er von á ættingjum Magna í ýmsum litum og útgáfum, vonandi samt ekki blörraðir....
Knús og takk elsku bloggvinir. Vona að hafi ekki fokið allt lauf af í kringum ykkur síðustu nótt eða heilu greinarnar af trjánum eins og sumstaðar hérna í kringum mig. Það vex aftur, er það ekki?
Ég er að bíða eftir að fá photoshop aftur á tölvuna mína eftir viðgerð svo ég geti sett inn nýjar myndir. Við lentum í mjálmandi ævintýri í gærkvöldi í stofunni og vaskahúsinu og .....
Ragnhildur Jónsdóttir, 17.9.2008 kl. 09:49
Hahaha, hlakka til að heyra sögur
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 17.9.2008 kl. 10:25
Flottar myndir og mikið rétt hver árstími hefur sína fegurð. Knús á þig Ragnhildur mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2008 kl. 15:16
Alltaf gaman að pistlunum þínum og ekki síður myndunum. Hlakka til að sjá myndir af nýfæddum kettlingum eftir einhvern tíma.
Svava frá Strandbergi , 20.9.2008 kl. 23:27
Takk elskurnar, nú er ég að vonast til að fá photoshoppið inn aftur eftir viðgerð á tölvunni. Ég er alveg að bilast að geta ekki unnið myndirnar mínar!
Ég er hrædd um að það verði einhver slatti af kettlingum í ýmsum litum á ferli hér í vetur..... ef ykkur vantar nokkra, þá vitið þið hvert þið snúið ykkur
Ragnhildur Jónsdóttir, 21.9.2008 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.