6.5.2008 | 22:28
Prik dagsins, þriðjudags :-)
Prik dagsins ætla ég að tileinka yndislegri konu sem ég heimsótti í hádeginu í dag. Það var dásamleg heimsókn sem skilur mikið eftir sig í sálinni minni. Takk Erla
Ég fór í Melabúðina í fyrsta skipti á ævinni í dag. Þar var ung afgreiðslustúlka á kassanum sem var svo jákvæð og geislaði af sér gleði og hlýjum hug. Hún gaf mér bros sem ég fór með út og gaf áfram. Svona viðmót skiptir máli í daglegu lífi. Við ættum öll að muna að brosa og gefa af okkur jákvæðni. Það er smitandi
Þessar tvær fá prik frá mér í dag. takk fyrir mig
Himininn brosir líka sínu himneska brosi. Stundum er skýjað og við sjáum það ekki en brosið er þarna, bara hulið í augnablikinu ...
Athugasemdir
Gullfalleg myndin, ég gef huglæg prik i dag. Knús til þín
Ásdís Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 22:34
Svo auðvitað fær vorið sem er að koma í allri sinni dýrð eitt prik að misnnta kosti.
Lárus Vilhjálmsson, 7.5.2008 kl. 00:35
Yndisleg mynd Ragnhildur mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2008 kl. 00:38
Þú færð prik frá mér fyrir fallega mynd
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 14:56
. . . ég tek brosið og þakka þér fyrir það.
Fiðrildi, 8.5.2008 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.