Vorið er komið...

 Ég sá það í gær og ég sé það í dag. Það breytir engu þó að kólni eða blási, það er samt komið vor.

 Skarfar

Í vorinu er gott að setjast niður, láta nýja ferska vinda blása um hugann. Hreinsa út vetrardrungann og hleypa inn nýjum straumum. Teygja sig til himins og breiða út faðminn á móti sólinni, hlýju og nýrri byrjun. Hrista vængina, teygja þá og stilla fyrir hið andlega flug vorsins. Það eru tímamót, vorið er nýtt upphaf.

Vor-í-hjarta---vor-í-sálu-6

Skaparinn er af miklum krafti að vekja Móður jörð til lífsins eftir svefn og hvíld vetrarins, hér á norðurhveli. Á hverjum degi má sjá ummerki sköpunar, hinnar stöðugu sköpunar lífsins. Blómálfar, trjáverur, englar og aðrir vættir á fleygiferð, syngjandi vorsöngva í kór með hinum nýkomnu fuglum norræna sumarsins. Þessir yndislegu fuglar sem leggja á sig langa ferð til að vera með okkur á hinum löngu björtu sumardögum.

Vor..... vor er svo magnað orð. Það felur í sér svo margt, þetta litla orð. Ný byrjun, von, loforð um bjartari tíma, söng, liti, hlýju, fjölbreytileika, fegurð og Líf.

Já það er komið vor. Vor í Náttúrunni, vor í hjarta og huga, vor í sálinni, já, það er komið vor. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Já vorið er svo sannarlega komið og það er yndislegt.

Linda litla, 22.4.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband