Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýnir "Barnið"

Ég var að koma úr litla leikhúsi Leikfélags Hafnarfjarðar í gamla Lækjarskólahúsinu. Það var frumsýning á leikritinu "Barnið" ("The play about the baby" ) eftir Edward Albee.  Algjörlega frábær sýning!! Leikurinn er frábær, leikstjórnin snilld, leikmynd og búningar ótrúlega einfalt og effektivt.

ok, ok, ég er smá hlutdræg (Lárus eiginmaðurinn leikstýrir ...) Tounge en samt, alveg frábær uppsetning!, óvenjulegt, absurd og skilur mann eftir með fuuuuuulllt af pælingum og það er svo gott. Sideways

Metnaðurinn í þessu litla leikfélagi er magnaður og tilraunastarfsemin sem þarna hefur farið fram síðustu ár,væri hinum stærri leikhúsum til eftirbreytni Cool Það sem þeim tekst að gera með lítinn pening og lítið leikhús, það er ótrúlegt. Leikfélag Hafnarfjarðar geymir mikinn fjársjóð sem vert væri að fleiri fengju að sjá. Lárus minn og þið öll sem standið að félaginu, þetta er bara snilld! Til hamingju!Kissing

 

Í dag fórum við Lárus í okkar árlegu ferð út á Álftanes að "leita að vorinu". Við fundum mjög ákveðnar vísbendingar um að vorið er að koma!!! Farfuglarnir, farfuglarnir, þeir koma með vorið að sunnan, og í dag voru þeir mættir á Álftanesið Cool

Gengið-til-móts-við-Ljós-og

Lárus í fjörugöngu með Dúfuna, gengur á móts við ljósið.

Margæsir-og-Hafnarfjörður-1

Farfuglarnir eru að mæta hver á fætur öðrum! Joyful Besti tími ársins!!

Margæsir að matast og hvílast á miðri leið yfir Atlantshafið. Yndislegt að sjá þessa fallegu fugla mæta hundruðum saman á Álftanesið á hverju ári. Þá, semsagt NÚNA er vorið að koma!

Margæsir-við-Hliðsnes

Margæsirnar í nærmynd við Hliðsnesfjöru.

Keilir-og-krummi-1000

Keilir, fallega fjallið okkar, útvörður í vestur.  Krummi situr þarna á steini í fjörunni og hafði mikið að segja... eins og venjulega.SidewaysCool

Til hamingju Lalli!!! Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Fallegar ljósmyndir. Mig langar að sjá þetta leikrit, þó að ég sé ekki mikill leikhús-maður. Starfaði þó sem sviðsmaður í Þjóðleikhúsinu í nokkra mánuði 1999. Bið kærlega að heilsa Lalla.

Kristbergur O Pétursson, 13.4.2008 kl. 10:17

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segi sama til hamingju með bóndann þinn.  Og mikið eru þetta fallegar myndir Ragnhildur mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2008 kl. 12:20

3 identicon

Fallegar myndir. Mig langar að kíkja á þessa sýningu, hún virkar mjög spennandi á mig.

Ragga (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 12:29

4 Smámynd: Linda litla

Fallegar myndir Ragga, mig langar nú bara út í labbitúr þegar ég skoða þær.

Eigðu góðann dag mín kæra.

Linda litla, 13.4.2008 kl. 12:44

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Kristbergur, takk. Ef maður er tengdur inn í eina listgrein, þá er svo stutt í næstu Ég er búin að skila kveðjunni, Lalli biður að heilsa til baka.

Ásthildur, takk og takk

Ragga nafna, takk. Endilega kíkja á sýningu, þau sýna á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Þetta verk er dálítið ögrandi og dregur mann inn í undarlegan "veruleika" eða þannig... ...

Ragnhildur Jónsdóttir, 13.4.2008 kl. 12:50

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Takk Linda litla, skelltu þér í labbitúr, mundu bara eftir snjógallanum.

Ragnhildur Jónsdóttir, 13.4.2008 kl. 12:51

7 identicon

Það er bara meira heillandi, spurning um að skella sér næstu helgi bara. Hvar er miðasalan þeirra?

Ragga (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 20:53

8 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ragga (og aðrir) síminn hjá Leikfélaginu er 848-0475 og netfangið (það er líka hægt að panta miða þar) er www.123.is/lh

Bestu kveðjur og góða skemmtun

Ragnhildur Jónsdóttir, 14.4.2008 kl. 10:06

9 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Yndislegar myndir, eins og alltaf.  Til hamingju með bóndann!  Efast um að ég gefi mér tíma til að fara á leiksýningu núna, held að ég setji fjölskylduna í fyrirrúm eins og oftast!

Takk fyrir þessar yndislegu vormyndir.

Vorkveðjur úr bráðnandi snjó!!!!!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 14.4.2008 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband