Gamlir dagar og nýjir

Eftir erfiðan vetur, í skrokknum mínum, hef ég átt dásamlega hressar vikur undanfarið. Svo allt í einu hrinur allt aftur. Það er rok og rokið nær inn í og gegnum þennan undarlega samansetta líkama sem ég bý í. Eins og þessi mannslíkami er dásamlegur og getur boðið upp á svo margt. Maður getur fundið sólskinið á húðinni, gengið á fjöll, notið þess að horfa á fegurð lífsins með augunum, finna ilm af vorinu, klappa dýrunum sínum, snerta og tala við börnin sín og njóta þess að borða súkkulaði....  Joyful  En þessi sami líkami bíður líka uppá annarskonar upplifun, verki, óþægindi, máttleysi, óstjórn,  vonleysi,.... liggja í sófanum.

Það er rok í kvöld, bæði ytra og innra. En það eru alltaf tvær hliðar á lífinu. Rok gerir líka hreint, það feykir burt gömlum hugsunum, gömlum verkjum og gömlum tímum. Um leið og rokið er farið, kemur logn með pláss fyrir nýja tíma ... já og kannski nýja verki, en þeir eru þá allavega nýrri en hinir Wink

Nú er tími til kominn að leggja sig til morguns. Á morgun kemur nýr dagur, einum degi nær vorinu. Fyrir svefninn ætla ég að minna mig á hvað kalt rok og dimmt, getur verið fallegt á litinn. S.l. haust, byrjaði ég að sauma mynd af haustinu í Hellisgerði. Hún er hér, saumuð en óstrekkt og ekki alveg í fókus en kannski alveg nóg í bili Sideways

Hellisgerðishaust-saumað

Það er gott að minna sig á að það er gaman á öllum árstímum, líka öllum "árstímum" innra með manni. Og þó það sé ekki alltaf bara gaman, þá er alltaf einhvern lærdóm að finna til að nýta seinna.

Góða nótt, sjáumst á nýjum degi Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góða nótt Ragnhildur mín, og vonandi nær skrokkurinn sér fljótt og vel á strik.  það eru skyn og skúrir í okkar sálarlífi.  Þú ert flott, og knús á þig inn í svefninn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndisleg mynd hjá þér.  Vona að það hlýni fljótt svo okkar verkja skrokkar eigi betri daga framundan.  Takk fyrir allar kveðjurnar  og góða nótt elskan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.4.2008 kl. 23:27

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Góða nótt elskurnar og kærar þakkir fyrir góðar kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 2.4.2008 kl. 23:51

4 Smámynd: hofy sig

Æj það er svo pirró þegar verkirnir eru í essinu sínu, ég dáist af bjartsýni þinni, það er ekki öllum gefið að sjá fegurðina, sem er eins og þú segir svo fallega út um allt, góða nótt og sofðu rótt, falleg myndin þín.

hofy sig, 2.4.2008 kl. 23:52

5 Smámynd: Linda litla

Góðan daginn Ragga mín, þetta er falleg mynd hjá þér. Það væri gaman aðkoma til þín einhver tímann í heimsókn og skoða allt það sem þú hefur saumað.

Eigðu góðan dag mín kæra.

Linda litla, 3.4.2008 kl. 08:22

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Góðan daginn, þið eruð yndislegar stelpur, takk fyrir falleg orð. Þessi dagur byrjar nú fallega, hérna í Hafnarfirðinum allavega. Smá snjóföl til að fela óhreinindi vetrarins og fallegur fuglasöngur berst frá trjánum á milli húsanna. Þeir vita sem er fuglarnir, að vorið kemur fyrirrest.

Knús á ykkur og njótið dagsins

Ragnhildur Jónsdóttir, 3.4.2008 kl. 10:45

7 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Ég sá strax að þetta er Hellisgerði. Þetta er mjög fallegt og væri gaman að sjá meira af þessu, sérstaklega á sýningu. Ég fór oft með skissubókina í Hellisgerði á unglingsárunum og ætla að setja eina skissu inná bloggið mitt á eftir.

Kristbergur O Pétursson, 4.4.2008 kl. 09:34

8 Smámynd: halkatla

ég vona líka að þér gangi allt í haginn, þú ert amk með hugann á réttum stað myndin er mjög flott

halkatla, 4.4.2008 kl. 10:05

9 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka þér fyrir Kristbergur Hellisgerði er mér endalaus uppspretta hugmynda fyrir myndir, smá sögur og pælingar. Það er eitthvað svo sérstakt við þennan litla garð og svo bý ég náttúrulega þannig að Hellisgerði er stór hluti af útsýninu frá húsinu mínu ég ætla að kíkja á myndina á blogginu þínu.

Ragnhildur Jónsdóttir, 4.4.2008 kl. 10:05

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.4.2008 kl. 12:19

11 identicon

Frábær mynd hjá þér!

Ragga (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 13:17

12 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Elsku Ragga mín, vona að þú hafir sofið vel. Þessi mynd hjá þér er virkilega falleg og pistillinn líka. Eigðu yndislegan dagKær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 4.4.2008 kl. 15:14

13 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Anna Karen þakka þér fyrir

Greta

Ragga, nafna mín takk. Frábærar myndir á síðunni þinni

Ingunn, já ég svaf vel og vaknaði vel. Þakka þér fyrir

Takk fyrir innlitin öll sömul

Ragnhildur Jónsdóttir, 4.4.2008 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband