29.3.2008 | 12:18
Hugleiðing um Lífið
Það er skrítið þetta líf, það hefur upphaf og endi og þó hvorugt. Það fer í hringi en er þó alltaf nýtt. Það er hægt að útskýra lífið með ýmsum skoðunum og kenningum og þó upplifa það engir tveir eins.
Fyrir mér er Lífið eilíft og óendanlegt en ávallt ferskt. Við getum upplifað lífið á stundum sem dimman kaldan þungan vetrardag. En svo vorar og birtir til og Lífið verður skyndilega eins og ferskur vormorgun fullur af von og fegurð. Lífið heldur alltaf áfram, þó að við skynjum það með ýmsu móti.
Við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. En það er hægt að horfa fram á við og horfa út og áfram með von í hjarta og jafnvel tilhlökkun. Það er alltaf eitthvað nýtt að sjá og Lífið heldur alltaf áfram, í einhverri mynd. Stundum skýrt og vel sjáanlegt, stundum óskýrt, jafnvel falið en Lífið er hérna og það heldur áfram.
Hvað ætli þær sjái "systurnar" þegar þær horfa fram á veginn? Ætli þær hugsi eitthvað lengra en Núið? Sjá þær það sama og við? Þær horfa ekki einu sinni í sömu átt, þó þær standi hlið við hlið.
Lífið er undarlegt fyrirbæri og stundum koma dagar þar sem gott er að setjast niður og hugleiða tilgang þess. Hvaðan kom ég? Hvar er ég stödd núna í Lífinu? Hvert er ég að fara?
Í dag finn ég fyrst og fremst þakklæti til Lífsins. Lífið er gott. Það bíður upp á ýmislegt til að takast á við en þá tekur maður bara á því og heldur áfram.
Sólin kom upp í morgun, fuglarnir sungu og loftið fylltist fegurð. Það er nýr dagur.
Athugasemdir
Yndislegar myndir af "systrunum".
Linda litla, 29.3.2008 kl. 12:42
Eru þessar myndir úr fjölskyldualbúminu? Þær eru svo flottar að engu líkara er en að þetta séu einhvers konar auglýsingamyndir.. fundnar á netinu eða eitthvað. Einstaklega skemmtileg myndamóment
Jóna Á. Gísladóttir, 29.3.2008 kl. 17:25
Frábær hugleiðing hjá þér Ragnhildur mín, og myndir af systrunum alveg frábær og segir svo margt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2008 kl. 14:35
Yndislegar myndir, takk fyrir kveðjur til mín og hlýju
Ásdís Sigurðardóttir, 30.3.2008 kl. 21:40
Falleg hugleiðing og fallegar myndir.Kveðja María
María Anna P Kristjánsdóttir, 31.3.2008 kl. 11:33
Takk fyrir þessa grein hún er frábær.
kveðja
, 31.3.2008 kl. 14:33
þú skrifar svo fallega, takk fyrir góðan pistil.
myndirnar þínar eru eitthvað svo einlægar, alveg eins og þú kemur mér fyrir sjónir. Kveðja. Hófý Sig.
hofy sig, 31.3.2008 kl. 19:24
Falleg hugleiðing.
Innilegar hamingjuóskir með daginn í dag!
Greta Björg Úlfsdóttir, 31.3.2008 kl. 22:11
Linda, takk.
Jóna, takk, já þetta er úr fjölskyldualbúminu. Emblan mín dótturdóttir og Dúfan mín íslenski fjárhundahvolpurinn minn horfa út um stofugluggann
Ásthildur, takk, já þær eru yndislegar "systurnar" og svo góðar saman. Það er einmitt svo gaman að "lesa í" daglega lífið.
Ásdís takk, hafðu það gott... í rólegheitunum
Áslaug, kærar þakkir
Hófý, vá takk
Greta, takk takk
Þið eruð yndislegar allar saman. Takk fyrir að lesa hjá mér og líta á myndir. Það er svo gott að vita af ykkur
Ragnhildur Jónsdóttir, 31.3.2008 kl. 22:19
Sæl Ragga,til hamingju með mánudaginn ég veit að þú áttir afmæli,og við Gréta vorum í sér veislu með Lárusi þetta kvöld.
María Anna P Kristjánsdóttir, 2.4.2008 kl. 08:55
Þakka þér fyrir María Anna, hahah já þið voruð í kaffiveislu saman
Sjáumst kannski fljótlega?
Ragnhildur Jónsdóttir, 2.4.2008 kl. 10:16
Elsku Ragga mín, æðislega fallegar myndir og pistill hjá þér. Til hamingju með afmælisdaginn. Eigðu góðan dag Kær kveðja Ingunn
Ingunn Jóna Gísladóttir, 2.4.2008 kl. 12:14
Þakka þér fyrir Ingunn
Ragnhildur Jónsdóttir, 2.4.2008 kl. 17:59
Til hamingju sömuleiðis með bloggafmælið.
Magnús Paul Korntop, 2.4.2008 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.