19.2.2008 | 13:08
Móðir að syngja og kisukrúttulingur ;-)
Fékk þennan tengil sendann, þetta er algjör snilld!! Móðir aldarinnar!! könnumst við mæður nokkuð við þetta?
Einn kettlingur er enn laus og tilbúinn á nýtt heimili. Það verður að vera gott heimili og helst með fleiri dýrum á (það er þó ekkert skilyrði).
Hans verður náttúrulega sárt saknað af mönnum, köttum og hundum hérna á heimilinu en maður bara getur ekki verið svo eigingjarn að halda allri dýrðinni fyrir sjálfan sig Hvolpurinn minn hún Dúfa og þessi krúttukettlingur hann Víkingur Magni leika sér saman alla daga (á meðan kisi er ekki að stýra því hvað ég skrifa á tölvuna eins og núna
)
Athugasemdir
Algjör snilld! Ætli við könnumst ekki allar við þetta
Vona að Víkingur Magni finni gott heimili
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 19.2.2008 kl. 18:41
Frábært!
Vona líka að það finnist gott heimili fyrir kisa.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.2.2008 kl. 19:03
Hann er svo yndislegur þessi, vonandi finnur þú heimili fyrir hann
Linda litla, 19.2.2008 kl. 21:21
Þetta er algjör snilldarkona! Geggjaður texti. Ótrúlegt alveg
Vona að hann Magni litli fái gott heimili. Hann er algjört æði
Knús og þig og alla ferfætlingana 
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 21:31
Þetta video er algjör snilld og svo satt
Kettlingurinn er alveg æðislegur
Eigðu góðan dag,
Kær kveðja Ingunn
Ingunn Jóna Gísladóttir, 19.2.2008 kl. 22:03
Rosalega er hann fallegur, væri alveg til en verð að passa mig. Kær kveðja til þín elsku Ragga og vonandi förum við að hittast, bráðum kemur blessað vorið og birtan, þá er hægt að vera á ferðinni fram eftir degi.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.2.2008 kl. 22:09
Já, hún er sko algjör snillingur á þessu vídeói. Ég er búin að horfa á þetta nokkrum sinnum og hlæ alltaf jafnmikið
Takk allar saman fyrir kommentin. Ég er sko alveg sammála um hann Magna litla Víking, hann er algjört krútt! Mig vantar að geta sett inn nýja mynd af honum, svo það sjáist hversu fallegur hann er í "öllu sínu veldi"

Ásdís, endilega að hittast með hækkandi sól og góðu aksturs færi
Ragnhildur Jónsdóttir, 19.2.2008 kl. 23:31
hann er ekkert smá sætur
elskulegur hnoðri
halkatla, 20.2.2008 kl. 13:12
Takk fyrir gott kaffi og yndislegt spjall Ragga
kisinn er algjört krútt og hundarnir fjörugir og fallegir
og hvað þú átt sæta fjölskyldu, þú ert alveg rosalega ríka Ragga
hafðu það gott og farðu vel með þig kær kveðja Heiða Fjöryrki
Heiða Björk (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 18:54
Elsku Heiða Björk, innilegar þakkir fyrir komuna í dag. Það var alveg yndislegt að fá þig í heimsókn.
og voffinn þinn hún Hekla er megakrútt
Sjáumst bara sem fyrst aftur 
Ragnhildur Jónsdóttir, 20.2.2008 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.