13.2.2008 | 14:03
Falleg handavinna og falleg íslensk börn...
Falleg útsaumuð bútasaumsteppi. "beautiful embroidered quilts" er bók gefin út af Country Bumpkin í Ástralíu. Í þessari bók eru tvær fallegar myndir af íslenskum börnum Ég hef verið beðin um að reyna að hafa upp á þessum börnum fyrir Margie Bauer sem á útgáfufyrirtækið.
Þau gefa m.a. út fallegasta handavinnutímarit heims, án gríns, það er fallegasta handavinna sem fyrirfinnst í þessu blaði "Inspirations". Þau komu hingað til lands fyrir ca 3 árum og tóku myndir m.a. í Árbæjarsafninu fyrir þessa bók "beautiful embroidered quilts".
En hér eru myndirnar,
ef þið þekkið krakkana endilega hafið samband við mig ragjo@internet.is eða hringið í síma 694-3153
Kíkið á tenglana
Athugasemdir
Yndislegar myndir, þekki ekki börnin. Gaman að heyra frá þér mín kæra. Vona að þú hafir það sem allra best.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 14:20
Alveg sammála þér með Inspirations blöðin en börnin þekki ég ekki!
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 13.2.2008 kl. 16:37
Þessi börn þekki ég því miður ekki, en falleg er handavinnan! Knús á þig handavinnukona
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 18:40
Það er vonandi að börnin finnist, ætli þú verðir ekki að setja myndirnar í morgunblaðið og auglýsa eftir þeim.
Linda litla, 13.2.2008 kl. 21:39
Æðisleg handavinna, vona að þér takist að hafa upp á börnunum. Eigðu yndislegan dag, kær kveðja Ingunn
Ingunn Jóna Gísladóttir, 13.2.2008 kl. 22:58
Ég þekki því miður ekki þessi fallegu börn á myndunum.
Bestu kveðjur til þín.
Greta Björg Úlfsdóttir, 14.2.2008 kl. 14:47
Falleg handavinna, samt ekki alveg mín deild, hef aldrey verið sterk á því sviði.
Kveðja til þín.
hofy sig, 14.2.2008 kl. 15:43
innlitsknús , enda er ég bara enn eitt handavinnunördið sem þekkir ekki muninn á nál og nagla (kann að nota hvorugt)
halkatla, 14.2.2008 kl. 15:59
Já, það er algerlega dásamleg handavinnan hjá þeim í Country Bumpkin í Ástralíunni. Takk fyrir innlitið og kommentin stelpur, það er svo gott að sjá að þið kíkið við Vonandi að börnin komi í leitirnar, Margie vill aðeins tala við þau aftur.
Knús á ykkur öll og svo áfram að sauma....
Ragnhildur Jónsdóttir, 14.2.2008 kl. 17:32
Vá hvað það er gaman að þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2008 kl. 18:10
Þetta er aldeilis skemmtilegt.Ég held að myndin sem er með stúlkunni á er tekin í Árbæjarsafni,getur það ekki verið,þá gætu þeir vitað hver stúlkan er.
María Anna P Kristjánsdóttir, 14.2.2008 kl. 21:42
Þetta er aldeilis skemmtilegt. Flott teppi.
María Anna P Kristjánsdóttir, 14.2.2008 kl. 21:44
Þetta átti ekki að koma tvisvar,en maður hrósar aldrei of oft.
María Anna P Kristjánsdóttir, 14.2.2008 kl. 21:45
Takk fyrir góða og fallega kveðju
Ég er að skoða myndaalbúmin þín mér lýst vel á.
Hafðu Það sem allra mest.
Gunnlaugur Stefán.
Gunnlaugur St. Gislason (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 17:02
ohhh lopi æloved hafðu það gott kær kveðja Heiða Fjöryrki
Heiða Björk (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.