23.1.2008 | 20:34
Dásamlegu krúttukisubörnin að verða flutningsfær
Litlu megakrúttin mín eru að verða tilbúin að flytja. Oh hvað við eigum eftir að sakna þeirra! Ekki bara við mannfólkið heldur hundarnir líka. Hér er allt á fullu og allir að leika saman, ... undir eftirliti samt.
Hér sést í Pollýönnu ömmu, smá í mömmu, svo er Krútta og svo Dúfa.
Krútta og Dúfa nýji hvolpurinn eru miklar vinkonur.
Krútta hundastelpa
Krúsa með gráu tærnar
Moli megakrútt
Magni með miklu röddina
Mamma kenndi okkur öllum allt sem við þurfum að kunna, líka að borða.
Þegar við urðum þreytt stálumst við í bólið hennar ömmu
Og hér kemur amma að kyssa okkur góða nótt
Athugasemdir
Almáttugur hvað þau eru öll yndisleg, mig langar svo í eina kisu enn er alveg veik, en húsbandið vill það ekki, afþví við erum í blokkaríbúð, það er nú alveg rétt hjá honum. Mikið held ég að það veri erfitt að sjá á eftir þeim.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 20:40
Þeir eru svo yndislegir þessar kruttibollur. Ef að eg væri komin i einbylishus þa myndi eg taka tvo. Er að skoða möguleika a að flytja ut a land, ef að eg fæ einbylishus. Það verður að vera stort svo eg geti haft fullt af dyrum, eg elska dyr.
Linda litla, 23.1.2008 kl. 21:04
´æi nú missi ég mig alveg af krúttleika þvílíkar elskur og þvílíkir hnoðrar, Karítas biður að heilsa (hún er orðin svo stór það er ótrúlegt, ég kalla hana skessuganginn og mömmu hennar frekjuganginn, er svo ánægð þegar þær liggja rólegar hjá mér einsog núna, aww, smá afslöppun, hehe) ég óska þeim litlu sem eru að flytja bara góðs gengis
halkatla, 23.1.2008 kl. 21:09
Þvílíkir Krútthnoðrar, það er svo æðislegt að kúra með svona hnoðrum. Verð alveg sjúk í fá kött aftur, en ofnæmið kemur í veg fyrir það Eigðu góðan dag, kær kveðja Ingunn
Ingunn Jóna Gísladóttir, 23.1.2008 kl. 23:59
Æi, krúttkast hérna megin! mmmmmmm dúllur
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 03:28
Rosalega finnst mér flott mynstur á Magna og Mola. Æ, ég myndi taka annan ef að ekki væri fyrir Tító minn. Hann myndi held ég ekki þola það að lítill kettlingur stæli athyglinni frá honum. Tító er orðinn mjög horaður og lítill bógur. Ég talaði um það við dýralækninn í dag og hún vill fá að sjá hann á morgun.
Svava frá Strandbergi , 28.1.2008 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.