Nýjar kettlingamyndir

Jæja, þá er komið að því að setja inn nýjar myndir af litlustu krúttustu krúsunum. Ég fékk lánaða myndavél og lánaða tölvu svo nú er ekkert að vanbúnaði Smile

Í kjallaranum býr Engill með mömmu sinni henni Alex. Alex er höfuð kattaættarinnar á heimilinu og frekar stolt af því, er sannfærð um að hún sé af Egypsku kattagyðjukyni. JoyfulGetLost Og Engill sonur hennar er sannfærður um að vera mesta kelirófa norðan Alpafjalla.

Engill-bangsakrútt

Ég hef nú ekki þorað að segja honum að í raun líti hann út fyrir að hafa dottið í kolabing (hvar sem hann hefði nú átt að nálgast svoleiðis á Íslandi, svona á þessari öld). En hann er algjör kelirófa og bangsakrútt. 

Ekkert-betra-en-mömmuknús

Alveg sama hvað allt mannfólkið á öllum aldri er ágætt í knúsinu, þá er nú mömmuknús albest.

Á efstu hæðinni býr Edda með sín fjögur fræknu. Edda-gætir-barnanna-sinna

Ég birtist þarna með myndavél og truflaði miðdegislúrinn. Ekki fallega gert náttúrulega en þau tóku því nú bara vel og forvitnin tók völdin.

Fjögur-Eddubörn-1000

Þau vildu sko vita hvað ég væri að gera þarna upp með myndavél og hvað ég ætlaði svo að gera við myndirnar og af hverju......... og svo framvegis. Wink Eru þau krútt eða hvað?

 

 Ég set inn meira af myndum seinna, svona fyrir kisufrík eins og mig. Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég bara missi mig alveg, má ég koma og vera hjá þeim í nokkra dag?? plís.

Þvílíkir gullmolar vildi hafa þau öll hjá mér.  Knús   Kitty 2 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 18:13

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Oh hvort þú mátt Ásdís, þau eru meira að segja í gestaherberginu

Ragnhildur Jónsdóttir, 7.1.2008 kl. 18:36

3 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Æðisleg krútt, ohhh hvað þú ert rík Það er verið að tala um Fjöryrkjahitting þegar Ásdís fer til doksa 15. janúar???? Kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 22:24

4 identicon

Sjá þessi litlu krúttubúnt!  Ji þeir eru æði

Var búin að nefna við manninn minn hvort við gætum tekið að okkur einn kettling.  Hann horfði á mig án þess að svara með orðum, en andlitið sagði:"er ekki í lagi með þig kona?"  Við erum á sitthvorri línunni hvað ketti varðar.  Ég átti tvo ketti þegar við kynntumst.....á þá ekki lengur.....Er í staðinn meðlimur í kattavinafélaginu hjá Kattholti.  Ég vona bara að þú fáir góð heimili fyrir þessi grey.

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 01:07

5 Smámynd: Linda litla

Þetta eru svo mikil krútt, þeir eru æðislegir. Mig langar í alla. ohhhhh...

Linda litla, 8.1.2008 kl. 16:57

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ji minn góður. Made in heaven

Jóna Á. Gísladóttir, 11.1.2008 kl. 00:15

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Æ, já eru þau ekki mikil krútt. Og svo þurfum við að láta þau öll á ný heimili eftir einhverja daga, það er alltaf svolítið erfitt en nauðsynlegt. Þangað til fá þau þúsund knús á dag!

Ragnhildur Jónsdóttir, 11.1.2008 kl. 00:26

8 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Ég er svo mikil kisukona. Einhverntímann sagði ég (svo dóttir mín heyrði) að þegar ég verð gömul, ætla ég að vera brjálaða kisukonan í hverfinu. Hún er mjög dugleg að minna mig á það.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 12.1.2008 kl. 10:57

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta eru algjörar krúindúllur!

Ragnhildur mín, ég þakka þér innilega fyrir fallegu kveðjuna til okkar mömmu, vegna pabba.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.1.2008 kl. 14:01

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

KrúSindúllur!  (æ, mínir puttar! )

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.1.2008 kl. 14:02

11 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Algjörar dúllur.Þeir eru rosalega fallegir

Ég held að ég sé að komast aftur í bloggsstuð.

kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 14.1.2008 kl. 11:10

12 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Gleðilegt ár Ragga mín.

Þvílíkarkisulórur þessir kettir þínir og þú ert MJÖG rík að vera með svona marga fallrga ketti.

Vonast til að hitta ykkur fjöryrkja fljótlega á árinu.

Magnús Paul Korntop, 15.1.2008 kl. 23:04

13 Smámynd: halkatla

þau eru ekkert smá æðisleg, þvílík fegurð! þú ert heppin að hafa svona marga kisa, Karítas þyrfti helst að komast í heimsókn til ykkar

halkatla, 16.1.2008 kl. 15:34

14 Smámynd: hofy sig

Játs! Þvílíkir sætukoppar  Kisur eru svo endalaust yndislegar.

hofy sig, 17.1.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband