Burma rautt...

Til heiðurs og til áminningar, klæðist ég rauðu fyrir Burma/Myanmar, eins og margir aðrir. Náttúran virðist taka þátt í þessu með því að klæðast þessum lit líka bæði í laufum og berjum.

Burma reyniber 1200

Mér datt í hug að taka inn hluta af þessum rauða lit...

Burma rauð reyniber í skál 1000
og setja í gluggann hjá rauða blóminu og rauðklædda blómálfinum sem ég var búin að setja í gluggann í gær.

Burma rauður blómálfur 400  Ég fer örugglega ekkert út í dag og sennilega sér þetta enginn í glugganum mínum, jafnvel sér þetta enginn heldur á blogginu en ég veit af því og hugsun mín og bænir verða kannski einbeittari á meðan. Halo

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Vala Valgeirsdóttir

Jú Ragga, ég sá þetta á blogginu. Hvílík rauð fegurð. Margar góðar hugsanir geta gert krafaverk. Bæti einni í púkkið.

Kveða, þín gamla kunningjakona Sigrún V.

Sigrún Vala Valgeirsdóttir, 28.9.2007 kl. 15:49

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Flott hjá þér,enda er þetta gott málefni til að styðja.

María Anna P Kristjánsdóttir, 28.9.2007 kl. 16:09

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ hvað þetta er fallegt hjá þér...það skiptir ekki hversu mörg mannanna augu sjá rauða litinn okkar..samstaðan býr í hugum og hjörtum og bænir fyrir öðrum lýsa um allan himingeim. OG þó það sjái enginn litla saffran ljósið í eldhúsglugganum mínum þá logar það þar alla daga og minnir mig á hvers konar hugsanir ég vil senda frá mér og hvert.

Það er nóg.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.9.2007 kl. 16:12

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

......ég sé þig.............

Hrönn Sigurðardóttir, 28.9.2007 kl. 23:11

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Takk kærlega stelpur fyrir að "sjá mig" og kvitta fyrir innlitið. Það er svo gaman að vita hverjir kíkja hérna við.

Þegar ég leit út um gluggana í dag og sá þessa mörgu rauðu tóna trjánna, dansa í vindinum, gerðist eitthvað innra með mér. Allt í einu var allt rautt, hvert sem ég leit: ber og lauf bæði á trjánum og fallin á jörðina. Svo fallegt og dásamlegur fuglasöngur heyrðist inn á milli. Ég nýtti mér þetta allt í jákvæðar hugsanir þeim til handa í Burma. Ekki veitir af að muna eftir þeim lengi enn, er ég hrædd um. 

En, takk fyrir falleg orð og við höldum allar áfram að senda hugsanir til þeirra í Burma.

Ragnhildur Jónsdóttir, 29.9.2007 kl. 00:50

6 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

..... það er akkurat það.... það er hugurinn sem skiptir máli.....falleg og hlýleg færsla...

Fanney Björg Karlsdóttir, 29.9.2007 kl. 06:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband