28.9.2007 | 15:26
Burma rautt...
Til heiðurs og til áminningar, klæðist ég rauðu fyrir Burma/Myanmar, eins og margir aðrir. Náttúran virðist taka þátt í þessu með því að klæðast þessum lit líka bæði í laufum og berjum.
Mér datt í hug að taka inn hluta af þessum rauða lit...
og setja í gluggann hjá rauða blóminu og rauðklædda blómálfinum sem ég var búin að setja í gluggann í gær.
Ég fer örugglega ekkert út í dag og sennilega sér þetta enginn í glugganum mínum, jafnvel sér þetta enginn heldur á blogginu en ég veit af því og hugsun mín og bænir verða kannski einbeittari á meðan.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Uppáhaldssíðurnar mínar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- amal
- halkatla
- arh
- aslaugas
- baldvinj
- beggita
- skordalsbrynja
- elvira
- tilfinningar
- fridaeyland
- fridurnar
- gretaulfs
- eddabjo
- gudnibloggar
- gudni-is
- ipanama
- gudrununa
- gunnlaugurstefan
- hjartagull
- hofyan
- hrafnhildurnudd
- ingunnjg
- jakobk
- prakkarinn
- jonaa
- juljul
- juliusvalsson
- kjartanis
- katrinsnaeholm
- kristbergur
- leifurl
- bestalitla
- korntop
- astroblog
- margretsverris
- mariaannakristjansdottir
- tildators
- brandarar
- olinathorv
- omarragnarsson
- oskvil
- palmig
- gattin
- rasan
- sjos
- hneta
- siggi-hrellir
- sms
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vilborgv
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jú Ragga, ég sá þetta á blogginu. Hvílík rauð fegurð. Margar góðar hugsanir geta gert krafaverk. Bæti einni í púkkið.
Kveða, þín gamla kunningjakona Sigrún V.
Sigrún Vala Valgeirsdóttir, 28.9.2007 kl. 15:49
Flott hjá þér,enda er þetta gott málefni til að styðja.
María Anna P Kristjánsdóttir, 28.9.2007 kl. 16:09
Æ hvað þetta er fallegt hjá þér...það skiptir ekki hversu mörg mannanna augu sjá rauða litinn okkar..samstaðan býr í hugum og hjörtum og bænir fyrir öðrum lýsa um allan himingeim. OG þó það sjái enginn litla saffran ljósið í eldhúsglugganum mínum þá logar það þar alla daga og minnir mig á hvers konar hugsanir ég vil senda frá mér og hvert.
Það er nóg.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.9.2007 kl. 16:12
......ég sé þig.............
Hrönn Sigurðardóttir, 28.9.2007 kl. 23:11
Takk kærlega stelpur fyrir að "sjá mig" og kvitta fyrir innlitið. Það er svo gaman að vita hverjir kíkja hérna við.
Þegar ég leit út um gluggana í dag og sá þessa mörgu rauðu tóna trjánna, dansa í vindinum, gerðist eitthvað innra með mér. Allt í einu var allt rautt, hvert sem ég leit: ber og lauf bæði á trjánum og fallin á jörðina. Svo fallegt og dásamlegur fuglasöngur heyrðist inn á milli. Ég nýtti mér þetta allt í jákvæðar hugsanir þeim til handa í Burma. Ekki veitir af að muna eftir þeim lengi enn, er ég hrædd um.
En, takk fyrir falleg orð og við höldum allar áfram að senda hugsanir til þeirra í Burma.
Ragnhildur Jónsdóttir, 29.9.2007 kl. 00:50
..... það er akkurat það.... það er hugurinn sem skiptir máli.....falleg og hlýleg færsla...
Fanney Björg Karlsdóttir, 29.9.2007 kl. 06:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.