Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Árstíðaskipti

Haustið nálgast, Lífið er byrjað að skipta litum aftur ...
 
reyniber_haust_07_1000.jpg
 
Ég fer í huganum yfir sumarið, hvernig var það, hvað gerði ég, hvað lærði ég,
hvað ætla ég að taka með mér áfram inn í haustið og veturinn?
 
hellisg_fjoldi_stiga_1000.jpg
 
Hvaða leið ætla ég að fara? Hvað bíður handan næstu beygju? ...
 
Lífið er svo spennandi Joyful

Komin með Hvalfjarðardellu á háu stigi :-)

Nokkrar myndir teknar í hvíld og endurnæringarhelgi á dásemdarferðaþjónustubænum Eyrarkoti í Kjós.
 
hva_-er-a-sveimi.jpg
 Það er ýmislegt duló og fallegt á sveimi þarna í kring.
 
a-spjalli-vi_-alfkonu.jpg
Þarna býr smávaxin álfkona sem fannst gaman að spjalla.
 
eyrarkot_897952.jpg
Eyrarkotið friðsæla, tekið ofan úr Eyrarfjalli.
 
eyrarfjalli_-minna-ilangt.jpg
Eyrarfjallið með sinn sterka yndislega verndarengil sem umvefur allt umhverfið og þar með Eyrarkotið sjálft.
 
lalli-vi_-ste_ja-me_-ljos.jpg
Já, margt mjög skrítið á sveimi ... Lalli við Steðja.
 
ljos-af-himni-2-breytt.jpg
Himneskur staður! 
 
 

Lífinu ég þakka ...

"Lífinu ég þakka ..." 

 

 

Í dag 15. ágúst er liðið eitt ár frá því lífi eiginmanns míns Lárusar,var bjargað. Við þökkum það góðum læknum, réttri lyfjagjöf en ekki síst miklum fyrirbænum frá mörgum trúarbrögðum í allavega þremur heimsálfum. HeartHaloHeart

 lalli-i-eyrarkoti-syn.jpg

Í dag er aðeins ein hugsun sem kemst að: "Lífinu ég þakka ..." Heart

 


...

Hann Magni minn litli Víkingakisi hefur kvatt þennan heim. Hann fótbrotnaði illa um daginn og það greri illa hjá honum og gekk ekki vel þrátt fyrir að mikið var reynt.

magni-a-loppinni_894676.jpg

Hans er sárt, mjög sárt saknað. En það var vel tekið á móti honum á nýjum sviðum þar sem gömlu hundarnir okkar og faðir minn tóku honum vel og hjálpa honum fyrstu skrefin. 

dufa-og-magni-i-sofanum-600_894678.jpg

Dúfa mín leitar að honum en svo er eins og hún skilji. Kannski sér hún hann líka á innri sviðunum og áttar sig að hann er farinn héðan.

magni-a_-hvila-sig_894679.jpg

Hvíl í friði krúttið mitt og hjartans þakkir fyrir þann stutta tíma sem við fengum með þér HeartHaloHeart


Stella kirsuberjatré og bíræfinn þjófur ...

Ég hef öðru hvoru minnst á hana Stellu vinkonu mína kirsuberjatré. Ég hélt hún ætlaði ekkert að blómstra í vor, síðan komu þessi fallegu hvítu blóm og dreyfðu sér um allt tréð.

stella-me_-lou-og-hunangsfl.jpg

Þá tók við spennan um hvort einhver ber kæmu út úr þessu. Ég hafði nú ekki mikla trú á því hérna svona langt norður í hafi en ...

berin-hennar-stellu.jpg

Jú jú, Stella fór fram úr öllum væntingum og berin byrjuðu að vaxa.

kirsuber.jpg

Og urðu svona lika fallega rauð og við gátum smakkað mmmmm..... fyrsta berinu var skipt í þrennt svo amman, afinn og Embla Sólin mín gætu notið þess öll Joyful

Í morgun þegar ég kom út í garð, mætti mér þessi þjófur! ....

geitungur-thjofur.jpg

!!! einn lítill geitungur búinn að éta hálft ber! það er eins og ef ég settist niður og æti heilt tonn!

Ég gat nú samt ekki annað en hlegið ... eftir að ég hafði samt öskrað á kvikindið ...

kirsuber-i-skal.jpg

Ég náði samt fullri lítilli skál af dásemdar berjum mmmm ... oh ég vildi ég gæti gefið ykkur öllum að smakka.

Ég sver það mér finnst það nálgast kraftaverk að hafa kirsuberjatré í litla garðinum mínum.  Hérna lengst norður í Atlantshafinu, sem gefur af sér þessa líka yndislegu veislu!

Þvílíkt dekur sem Lífið bíður manni upp á Heart


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband