Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Hellisgerði

Um síðustu helgi fórum við afinn, ég og Emblan litla í Hellisgerði að leika okkur. Við fengum fylgd Dúfu, Albusar, Eddu og svo Lafði Alexöndru og Völu. En þær tvær síðastnefndu fóru heim þegar byrjaði að snjóa.... Magni varð eftir heima til að gæta Jóla litla Joyful

 embla-og-afi-a-thotu.jpg

Þetta er sko gaman! Kisurnar fylgjast með í fjarska og hreyfa eyrun í takt við hlátrasköllin LoL

amman-og-emblan-gera-engla.jpg

Við gerðum náttúrulega engla í snjóinn Halo

 albus-hatt-uppi.jpg

Albus töffari þurfti alltaf að hlaupa hátt upp í hæstu trén og horfa yfir okkur hin.

vi_-gosbrunninn-i-hello.jpg

Það voru miklar pælingar í sambandi við frosið vatn og "blautt vatn", snjó og vatn sem frussast úr gosbrunni. Heilmikil eðlis og efnafræði bæði fyrir barn og hund Wink

Þessi litli garður Hellisgerði er svo dýrmætur og bíður upp á svo mörg ævintýri, allan ársins hring. Bæði fyrir þá sem heimsækja garðinn og eins fyrir íbúa hans.  En það er eitt sem fer óendanlega í taugarnar á mér, fyrirgefiði ég bara verð að koma því að..

_lfafangelsi.jpg

Álfafangelsið. Það er Bonsaigarður þarna inni í þessu fangelsi í tvo mánuði á ári, opið örfáa tíma á dag. Alla restina af árinu er þetta læst eins og fangelsi utan um álfafjölskyldur sem þarna búa.

_lfafangelsi-feb-09.jpg

FrownAngry  ... kannski ráð að hafa geiturnar "mínar" þarna .... Wink

En nóg um það, við höfðum samt gaman í þessari ferð eins og alltaf Smile Látum ekki svona ergelsi trufla okkur of mikið of lengi.

embla-og-dufa-a-svi_i.jpg

Þær hamingjusömu "systur" sáu til þess að halda brosunum á sínum stað Joyful Þær skelltu sér upp á svið og dönsuðu aðeins fyrir okkur og sungu snjósönginn. 

albus-flottur-i-hello.jpg

Albus fylgdist af athygli með tilburðunum á sviðinu.

edda-svarar-albusi-fyrir-si.jpg

en stökk síðan upp í næsta tré að ærslast með Eddu systur sinni Joyful

Það var vor í lofti, þrátt fyrir snjóinn. Daufur ilmur vorvonar undir niðri Cool

Og svo þegar heim var komið þurfti að knúsas dáldið vel Joyful

hopknus_813660.jpg

Hópknús barns og hunds og bangsa og gleðihlátur JoyfulLoL


Hugleiðing um hvað við kjósum

Þessa helgi er verið að kjósa í sæti hjá stjórnmálaflokkunum. Ég var eins og flestir, að hugleiða þetta allt saman og fékk mér göngutúr til að hugsa hlutina í samhengi. Á göngunni mætti ég þessum..

natturuverurnar-aepa-og-aepa.jpg

 Hann æpti af ótta! Það má stöðugt heyra í honum og fleirum slíkum ópin.

(það er hægt að ýta á myndirnar til að sjá þær stærri)

Hann hafði hlustað á marga ganga hjá og ræða ástand samfélagsins. Hann sagði að fólk hugsaði svo stutt aftur í tímann og hræðilega stutt fram í tímann. Hvað er með mannfólk? spurði hann mig. Það varð fátt um svör hjá mér, ég treysti mér ekki til að svara fyrir mannfólk. Ég sagði samt svona mér sjálfri til varnar að ég ætlaði mér að kjósa mannfólk sem bæri virðingu fyrir móður sinni, Jörðinni og öllum þeim sem á henni búa. Fólk sem hugsar til framtíðar um líf barnabarna sinna.

Ég ætla mér bara að gefa mitt atkvæði til þeirra sem hugsa lengra en í sætið sem þeir sitja á eða sækja í, í augnablikinu...

skipt-um-sko_un.jpg

Horfðu augnablik á þetta tré. Ef þykka stóra greinin hefði vaxið áfram í þá átt sem hún stefndi, þá hefði allt tréð fallið.

Sem betur fer skipti það um skoðun á leiðinni, það valdi að vaxa upp í átt til Ljóssins og Lífsins. Þess vegna er þetta tré stórt og fallegt, ber með sér sögu sína og lifir áfram...

Það má skipta um skoðun og velja leið Lífsins.


Vá! ...

Guð minn góður, ég sit bara með tárin í augunum... einu sinni enn , yfir þessari þjóð Crying

Andri Snær, þessi mynd á eftir að fá meira að segja mig í bíó, með fullt af tissue pökkum í vasanum...


mbl.is Fyrsta sýnishorn úr Draumalandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfugu megin frammúr...?

Þær lágu saman og hvíldu sig, þvílíkt afslappaðar, Dúfan og Lafðin.

dufa-og-alex-sofa-i-sofanum.jpg

Ég horfði lengi á þær, þvílík slökun. Mig dauðlangaði bara að troða mér á milli þeirra.

En ákvað að setjast í eldhúsið og hita mér kaffi, reyna að vekja mig og hressa. Opnaði tölvuna og settist við eldhúsborðið á meðan kaffivélin mallaði. Maður verður að reyna að "gera eitthvað".

magni-sefur-i-brau_korfunni.jpg

Einbeitingin var engin, aftur og aftur varð mér litið upp, þarna svaf Magni. Hverskonar bæli er þetta nú fyrir stóran kisa?! 

joli-i-brau_korfunni.jpg

Þetta er karfan hans Jóla! reyndar var þetta alltaf brauðkarfa en... tímarnir breytast og hlutverkin með. 

Þessar pælingar mínar höfðu engin áhrif á Magna "litla" Víkingakisa.

magni-sefur-afram.jpg

Ég skil ekki alveg hvernig þetta er þægilegt en .... hann sefur og virðist líða bara mjög vel.

Ég hugsaði með mér að ég ætti kannski bara að leggja mig líka. Ég er alltof þreytt á öllum pælingunum, stóru draumunum sem eru alltof erfiðir hvort eð er.  Ég get þetta ekkert, þetta er bara rugl, ég hef ekki það sem þarf í drauminn minn, skrokkurinn leiðinlegur, mig verkjar þarna og hérna og hausinn! ... ... æ, ég fer bara að sofa og vakna kannski bara þegar vorar í Lífinu.

Ég var eiginlega alveg búin að tala mig niður í gólf, niður í dimmasta vetur þegar ég hrökk upp...

...það er kallað í mig, hátt og ákveðið! Ég lít út um gluggann á húsið sem verkamannahjónin amma mín og afi byggðu með eigin höndum, einhvern tíma snemma á síðustu öld og fengu aðstoð föður míns sem þá var aðeins smápolli.

Uppi á þaki sat...

forti_in-kallar.jpg

... krummi vinur minn. Það var greinilegt að honum lá mikið á hjarta að ná sambandi við mig.

krummi-kallar.jpg

Ég sá að það þýddi ekkert annað en að hlusta...

krummi-a-thakinu.jpg

Hann sagði mér að hugtakið "vor" væri afstætt og hefði með innri ákvörðun að gera. Ef ég ætlaði að sitja niðurlút og bíða eftir vorinu, þá kæmi það aldrei. Nei, ég yrði að líta upp og finna "vorið" sjálf. Já, láta sjálf birta til innra með mér, finna Ljósið aftur, finna vonina, Lífið, birtuna og vorið og...... 

Magni gaf allt í einu frá sér ótrúlega undarlegt "Mjálmkvakvofftíst" og stökk upp í gluggann!

 magni-finnur-flugu.jpg

Hann horfði einbeittur, mjög einbeittur upp og "talaði og talaði" við einhvern...

magni-finnur-flugu-2.jpg

... er hann orðinn ruglaður, hugsaði ég.

magni-finnur-flugu-3.jpg

Þarna hékk hann á klónum og næstum dottinn út. Hva? ... þá sá ég hvað það var...

magni-finnur-flugu-4.jpg

... hann hafði séð flugu. Og hann ætlaði sko ekki að láta fyrstu flugu vorsins sleppa.

magni-horfir-a-eftir-flugun.jpg

 Flugan flaug út um gluggann, slapp undan þessu undarlega "tali" kattarins. En kisi stökk á eftir henni og endasentist niður garðinn, stökkvandi og hoppandi. Greinilega mjög glaður.

Í því sé ég krumma fljúga burt og krunka eins og til að segja: "Ég sagði þér að vorið kæmi um leið og þú hugsaðir það."

 

 

 


Raddir englanna


Sól ...

ljosi_-i-trjenu.jpg
 
"Sól, sól skín á mig, ský, ský burt með þig, láttu sólina gleðja þig, sól, sól skín á mig" Joyful

...

Hugsanir án orða...
 
fuglar_-batur-og-keilir.jpg
 
ljosi.jpg

Leiðin ...

 Hvert liggur leiðin? 
 
lei_in.jpg
 
Það er aðeins um eitt að gera: spyrja hjartað og leggja svo af stað.
Athuga málið af eigin raun.
Feta varlega en ákveðið, láta Ljósið vísa Veginn
"Sjá hvað við sjáum" eins og afi minn sagði Joyful
 
 


Vonarglæta

fallegur-himinn.jpg
Jafnvel á dimmasta himni finnst vonarglæta.

Horfa á Ljósið, 
taka það inn,
skoða litbrigðin, 
dást að fegurð Náttúrunnar
og fjölbreytileika hennar.
 
Finna Ljósið
og ganga til móts við það.
Stoppa og horfa,
sjá fegurðina í litbrigðum Ljóssins. 
 
Hlusta á þögnina,
sem fylgir,
í henni felst djúpur innri Friður
og hinn mikli sannleikur,
hinn mikli sköpunarkraftur.
 
Í þögninni felst fortíðin,
nútíðin
og framtíðin. 
 
Við ráðum ferðinni,
ætlum við ekki örugglega
að velja leið
eilífrar sköpunar,
fegurðar og friðar
?
 

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband