Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Edda litla ólétta

Ennþá er hún Edda mín jafnmikil bumbulína. Ætlar þessi meðganga ekki að fara að taka enda? Ætlar hún að ganga með eins og fíllinn? eða er þetta bara óþolinmæði í mér? hmmm...Errm

Er hún ekki mikið krútt? Sjáið þið magann á henni? og svo iðar allur mallinn og gengur til, oh hvað ég er orðin spennt að sjá þau Joyful

Edda ólétt á borðstofuborðinu 1000
 
Það þarf að hvíla sig vel fyrir átökin sem framundan eru .... 

 

Edda ólétt á b andlit 1000

 ...og huga vel að hreinlætinu eins og venjulega. 

Hún fylgir mér hvert sem ég fer til að vera nú viss um mamma sé innan seilingar þegar að þessu kemur. Oft liggur hún í felum, sérstaklega ef mikill hasar er í hinum dýrunum eða gestir á staðnum en hún er alltaf þar sem hún heyrir í mér.  Hún Edda mín litla er að fara að gjóta í annað sinn, svo við höfum æfingu í þessu saman. WinkJoyful

 


Sólin skín og skottin litlu slaka á

"Sól, sól skín á mig...."  Yndislegur dagur! Dásamlegt þegar sólin lætur sjá sig og það annan daginn í röð!!! Þvílíkt dekur! Þessar myndir eru nú bara teknar út um stofugluggann en það þarf ekkert alltaf að fara langt til njóta dásemda lífsins Wink

Sólardagur 21. nóv 2007 1000

 

Sólardagur 21. nóv 2 1000

Við hérna mannfólkið og hin dýrin á heimilinu ætlum bara að slaka á í dag. Ég fór í ferð "alla leið" austur fyrir fjall í gær og ætla "alla leið" til Reykjavíkur á morgun, þannig að það er ágætt að slaka bara á í dag. 

Albus í slökun 1000

Albus er sérfræðingur í slökunarstellingum og frábær "yoga" kennari.

 

Dúfa í slökun 1000

Dúfa er strax búin að læra af honum JoyfulSleeping

Ætli maður saumi ekki bara aðeins í dag, gott að nota þessa fínu birtu sem skín hér inn um alla glugga.  "... sól, sól skín á mig, ...."

 


Fjöryrkjahittingur

Jæja, þá er yndislegur dagur að kveldi kominn. Í dag hitti ég fjöryrkjana frábæru í fyrsta skipti Smile Kannski mætti kalla okkur "Hinar fimm fræknu" LoL Við kynntumst í gegnum bloggið og svo hittumst við hjá Heiðu í Hveragerði í dag. Það var eins og við hefðum alltaf þekkst. Alveg dásamlegar konur Joyful

Þegar leið á daginn og sólin fór að setjast beint fyrir framan stofugluggann þá þutum við Ingunn út með myndavélarnar. 

Sólarlag í Hveragerði 1000

Sólarlag í Hveragerði 2 588

Bendi ykkur á að kíkja á frábæru myndirnar hennar Ingunnar á blogginu hennar Cool

Og svo mynd af þeim fjórum fjöryrkjunum á kafi í undirskriftalistanum. Það þarf alltaf að fara yfir svona lista til að athuga að nöfnin séu í alvöru nöfn og svoleiðis LoL

Fjöryrkjar 1000

Ingunn, Heiða Björk, Ásdís og Arna, ég Ragga er svo á bakvið myndavélina sko Wink

Takk stelpur fyrir yndislegan dag og Heiða Björk innilegar hamingjuóskir með nýja dásamlega heimilið ykkar. Joyful  Knús og kveðjur elskurnar, sjáumst fljótlega aftur Joyful


Að vera ekki eins og hinir ...

Fyrir nokkrum árum hitti ég tré. Þetta tré hafði mikla sögu að segja. Það óx og vonandi vex ennþá, fyrir utan Reykjalund. Ég var þar í endurhæfingu og á leið í göngu þegar ég sá beina röð af birkitrjám við bílastæðin. Öll trén stóðu teinrétt og falleg eins og til var ætlast, nema eitt. Það var bogið og miklu minna en hin og skar sig virkilega úr röðinni. Ég fór nær og skoðaði það betur. Það hafði greinilega einhvern tíma næstum fokið upp með rótum, þannig að myndaðist bunga á jarðveginn við eina hlið trjástofnsins. Svo hafði brotnað grein seinna en gróið fyrir. En þetta birkitré hafði vaxið lengi eftir þetta og alltaf stefnt upp á við. Allar greinarnar hversu bognar sem þær þurftu að vera, uxu upp á móti sólarljósinu.

Saumatré

Ég hef margoft heimsótt þetta tré síðan. Tekið myndir af því, teiknað það og saumað. Mér finnst það svo táknrænt, sérstaklega við Reykjalund að það var þetta tré sem vakti athygli mína. Ekki þessi beinu fallegu sem uxu eins og þau "áttu að gera".

 Við þurfum ekki öll að vera eins en við eigum öll að eiga rétt á að fá að vera við sjálf eins mikið og hægt er. Fá að vaxa upp í átt til ljóssins án þess að líða skort eða þurfa að skammast okkar.

Ég vil vekja athygli á að undirskriftasöfnunin "Leiðréttum kjör öryrkja og eldri borgara" lokar í kvöld.
Viðbót: það er hægt að skrifa undir frameftir degi í dag laugardag. Síðan verður farið með listann til Félagsmálaráðherra við hennar fyrsta hentugleika. Það er kominn tími á okkur. Það er enginn að biðja um lúxus, við erum einungis að biðja um að við fáum að njóta fullra mannréttinda.

Hjartans þakkir öll sömul sem hafið lagt þessu lið. Við vitum og finnum meðbyrinn og að skilningur fólks hefur aukist.  

Sameiginleg færsla frá okkur fjöryrkjum:

Í kvöld lokum við undirskriftarlistanum og gerum klárt í afhendingu

UNDIRSKRIFTARLISTANUM verður lokað í kvöld.  Ef þið þekkið einhverja sem eiga eftir að skrifa sig, vinsamlega fáið þá til að drífa í því. Nú verður listinn yfirfarinn af 4 manneskjum og passað upp á að allt standist.  Síðan vonumst við að komast sem fyrst til Jóhönnu og Guðlaugs, einnig stendur enn til að vera með sjónvarpsviðtöl, en það hefur tafist vegna anna á fréttastofum.

 


Hvað er trú? og til hvers?

Það er nú alveg á mörkunum að ég hafi hugrekki til að blanda mér í trúarbragðaumræðuna. En eitthvað í mér finnur þörf, svo ég hlýði því. Ég hef nefnilega aldrei getað skilið afhverju fólk rífst um Guð/Alföðurinn/Allah/Hinn Mikla Anda.... . Við getum náttúrulega ekki vitað neitt nákvæmlega um Hann fyrr en,.... ef við hittum Hann.

Eitt af mínum áhugamálum er að lesa um hin ýmsu trúarbrögð og heimspekistefnur og fleira slíkt. Það sem ég upplifi sem megininntak flestra ef ekki allra trúarbragða er að við eigum að vera vinir. Það er kærleikurinn sem skiptir máli. Ef við gætum öll reynt og æft okkur í að vera vinir, þá væri hreinlega friður á næsta leyti.

En þetta er sennilega ekki svona einfalt, okkur mannfólkinu er svo mikið í mun að hafa rétt fyrir okkur og að við getum sannfært aðra um það líka. "Að ég einn skilji sannleikann rétt". Er ekki hugsanlegt að sannleikurinn hafi margar hliðar? Að trú sé eitt og trúarbrögð allt annað? Trú er eitthvað sem við finnum í hjartanu en trúarbrögð, tilraun til útskýringar á því hvað það er sem við finnum og hvernig við getum viðhaldið þeirri tilfinningu. Eða þannig lít ég allavega á það í dag.   

Fylgst með

Hver fylgist með okkur? Er einhver að fylgjast með? Af hverju finnst fólki að með því að trúa á einn spámann, verði maður að útiloka aðra? Getur ekki bara vel verið að þau sitji þarna saman: Jesú, Freyja, Búdda, Óðinn, Múhammeð, María, Kwan Yin og Visnu, fílaguðinn, björninn, kattaguðinn eða...... bara svona til að nefna einhverja.

Pollyanna og Punktur ad kura 1000

 Eru þau ekki að reyna að finna út hvernig í ósköpunum þau eigi að koma okkur jarðarbörnunum í skilning um að það eina sem við þurfum að gera er að reyna að vera vinir?


Sólin mín og Dúfan

Þessar tvær litlu krúttur horfa stundum lengi hvor á aðra og manni finnst þær vera að tala saman þegjandi. Það er eins og þær finni að þær eru á "svipuðum aldri". 

Embla Sól með bangsana 1000

Embla er sjúk í alla bangsa og segir aaaaahhh og reynir að halda á öllum í einu Joyful Ég held henni finnist Dúfa vera lifandi bangsi Wink Embla æsti sig ekki einu sinni þegar Dúfa ...

Dúfa með snuddu 400

... stal snuddunni! Hún sagði bara: "aaaahhh dudda". InLove

Eru þær sætar eða hvað Joyful eða er ég bara svona rosalega montin LoL Æ, ég má það alveg!

Góða nótt elskurnar 

 


Hver eru aðalatriðin í lífinu?

Þegar við horfum á heiminn, hvað sjáum við sem aðalatriði? Hvað tekur fyrst athyglina?

Hver eru aðalatriðin 1000

Eru það dökku skýin? Trén? eða það að trén virðast svört? Sjáum við fyrst kranana eða húsin? Eða tökum við fyrst eftir ljósinu? Af hverju sjáum við fyrst það sem við sáum fyrst? Er myndin dimm eða björt?

Hvernig sjáum við heiminn svona dags daglega? Hver eru aðalatriðin í lífi okkar? Hvað skiptir mestu máli? Og.... af hverju?

 


Fjölskylda tvífættra og ferfættra

Við erum með nokkuð stóra fjölskyldu og í gær bættist í hópinn Smile Fyrir utan okkur gömlu hjónin, þrjú börn, tvö tengdabörn og eitt barnabarn þá eru tveir hundar og fjórir kettir í familíunni. Já og ein kisan kettlingafull Wink

Hann Punktur Is er 8 ára gamli hundurinn okkar. Þið hafið oft heyrt um vitra hundinn sem nánast les hugsanir eiganda síns og er til sóma og prýði allstaðar, ..... Punktur er..huhumm... EKKI einn af þeim. Hann Punktur er ekki eins og hundar eru flestir, hann á mjög erfitt með að læra en hann er með stórt hjarta og góður við allt ungviði.  Mamma hans hún Pollýanna er, eða öllu heldur var, þessi djúpvitri sálufélagi sem fór fram úr öllum væntingum um einn hund. Pollýanna er núna orðin 14 1/2 árs (ca 100 ára miðað við manneskju) og orðin mjög léleg til heilsunnar, bæði líkamlega og andlega.

Okkur var semsagt farið að langa í hund sem "stendur undir nafni".  

Til að gera langa sögu stutta, þá féll ég fyrir einni lítilli Friðardúfu. Hún er 9 vikna íslensk tík og heitir Hléseyjar Dúfa Hnoss. Og er náttúrulega algjört fyrsta flokks hjartagull. JoyfulHeart

 Dúfuknús 1000

Kissing Hún gjörsamlega bræddi mitt hjarta "med det samme". HeartInLove

Dúfa og Embla og mamma 1000

Og í stuttu máli: hún bræddi okkur öll bæði tvífætt og ferfætt. InLove

Hún Dúfa mín kemur úr sex systkina hópi svo hún er vön stórri fjölskyldu. Og fyrir svona gæða hundJoyful þá skiptir engu máli hvort fjölskyldan er samsett úr fleiri hundum, köttum eða börnum. Hún Dúfa litla fékk nafnið sitt eftir hvítri friðardúfu sem er greinileg aftan á hálsinum á henni. En ekki nóg með heldur ber hún líka hvítt hjarta á bringunni. Halo

Ég verð kannski soldið sko upptekin á næstunni ... Wink

 


Að halda hvíldardaginn heilagan...

Að halda hvíldardaginn heilagan. Það stendur í helgri bók og örugglega fleiri en einni helgri bók, að maður eigi að hvíla sig einn dag í viku. Það er náttúrulega mjög rökrétt hugsun út frá heilsufarslegu tilliti og fjölskyldulegu samhengi. Allir þurfa sinn frídag til að hvíla sig og sinna sínum hugðarefnum.

En fyrir mér hefur þessi setning líka aðra dýpri merkingu. Nefnilega þá að annaðslagið í lífinu og ekki með of löngu millibili, sé manni hollt að draga sig út frá daglegu amstri, setjast niður og hugleiða. Hugleiða þá leið sem maður hefur gengið í lífinu, hvar maður er staddur í dag og hvert maður stefnir.

 

Liggur leiðin upp á hið helga fjall
 
Erum við á þeirri leið sem við ætluðum okkur? Þeirri leið sem meiningin var að fara? Erum við örugglega á leiðinni að "Hinu helga fjalli"? Eða sjáum við það alltaf í fjarska, fjarlægjumst eða förum í kringum það? 
Í hraða nútímans þar sem allt þarf að "gerast í gær", er mjög auðvelt að fara "óvart" út af Veginum.
 
  Helgafell er vissulega fallegt í fjarlægð en útsýnið af fjallinu sjálfu er enn stórkostlegra og kannski óvænt líka. 
 
Fullt tungl 1404
 
Óvænt, því fjöllin eru fleiri en þetta eina. Lífið býður upp á fjöll og dali og hærri fjöll og dýpri dali.
 
Fleiri fjöll 1000
 
Er fjallið sjálft markmiðið? Eða útsýnið ofan af fjallinu eða fjöllunum? Það að geta staðið og horft á hina ganga hring eftir hring í kringum fjallið? Eða hafa hátt og passa upp á að þeir sem eru "þarna niðri" sjái að við "séum uppi"?
Hver er meiningin með allri þessari göngu upp og niður fjöll og dali? Er eitthvert markmið?
 
Tunglið kallar
 
Getur ekki verið að Gangan sjálf sé markmiðið?
Að við nýtum okkur Ljósið, hvort sem er að nóttu eða degi... 
 
 
Ljósið í myrkrinu 1460
 
... og horfum á og tökum inn og göngum í ljósinu. Tökum eftir Veginum, aðstoðum þá sem aðstoð þurfa og göngum svo áfram, förum inn á Veginn aftur þegar við höfum villst út af. Dáumst að plöntum af ýmsum gerðum, fuglum, samferðamönnum og dýrum, fjöllum af mörgum stærðum og gerðum. Skoðum Náttúruna, hvað segir hún okkur, hvað þýðir hún fyrir okkur? Skoðum Veginn sem við göngum, úr hverju er hann? Hefur hann verið genginn áður? Skiptir það máli? 
 
Er ekki Gangan sjálf yndisleg? Full af undrum og merkilegum fyrirbærum og svo það sem spilar aðalhlutverkið í göngunni og ekki má gleyma að kanna:
Göngumaðurinn sjálfur.

 
 

 


Allt í hund og kött? það getur líka bara verið jákvætt ;-)

Nú getur hún Edda mín ekki leynt þessu lengur. Það er augljóst að von er á litlum krúttum á næstunni. Joyful

Edda ólétt liggjandi 1000
 
Hún er meira að segja tilbúin með símann hjá sér ef það þarf snögg viðbrögð! En annars er ég "ljósmóðirin" aldrei langt undan og hún passar uppá það hún Edda, eltir mig hvert sem ég fer.
 
Edda ólétt 1 1000
 
Hún er svo falleg litla bumbulínan mín Smile
Edda ólétt 2 1000
 
Hún þarf að þrífa sig vel og vandlega, en óléttuna þrífur maður ekkert í burtu Edda mín Wink
 
Edda ólétt 4 1000
 
Hvaða svipur er þetta Edda mín? Má ég ekki taka fleiri myndir af þér?
 
Edda ólétt 5 1000
 
Ok, ok, ég skal þá hætta að taka myndir!
 Vá, viðkvæm maður!Woundering
 
Ég sný mér bara að næstu fórnarlömbum híhíGrin
 
Embla Sól og Pollýanna og Punktur 1000
 
Embla Sól gefur Pollýönnu og Punkti sko ekki kexið nema hún vilji það sko. Alveg sama hvað þau rella í henni. En þau meiga fá mylsnuna og það er svo gott að hafa þau svona með sér. Joyful
 
 
 
 
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband