Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
20.10.2007 | 01:21
Öryrki er líka manneskja
Öryrki - "maður sem hefur tapað minnst fjórða hluta starfsorku sinnar vegna heilsubilunar, meiðsla, e.þ.h." , samvkæmt Íslensku Orðabókinni frá Eddu. Í þessu orði öryrki, felst engin niðurlæging, engin leti, enginn aumingjagangur, aðeins sú staðreynd að öryrki getur ekki sinnt fullu starfi. En samt hefur þróast sú hugsun meðal fólks um að margir öryrkjar séu einmitt latir eða aumingjar sem vilja bara lifa "sældarlífi" á fjármunum almennings. yeah right!
Það að verða öryrki, smátt og smátt, skyndilega eða hvort maður bara áttar sig á því smátt og smátt, er aldrei auðvelt. Það er hreint ekki auðvelt að sætta sig við það. Þegar dómurinn er kveðinn upp og maður áttar sig, fer maður í gegnum margar hugsanir og tilfinningar og fjölskylda manns og vinir líka. Þessar hugsanir eru ekki fallegar, bjartar eða jafnvel prenthæfar og alls ekki til þess fallnar að muna vel eftir þeim.
Það er áfall. Maður er allt í einu tekinn úr samfélaginu og settur í hólf, smá hólf til hliðar við hið lifandi samfélag fólksins sem maður áður átti samleið með áður.
Allt í einu breytast öll plön, allir draumar og áform. Starfsframinn og námið, allt breytist, maður þarf að finna sér nýja drauma, ný plön og áform. Hætta að dreyma um að fara til útlanda í nám og fara að dreyma um að geta gengið um miðbæinn. Eða hætta í spennandi og góðu starfi og fara að æfa sig við að getað hugsað um börnin sín. Allt sem áður þótti sjálfsagt verður ný áskorun.
Allt í einu, getur maður ekki unnið fyrir heimilinu eða einu sinni sjálfum sér.
Allt í einu verður maður ósjálfbjarga um ýmsa venjulega hluti. Misjafnt auðvitað en hjá mér t.d. er erfitt að fara og kaupa í matinn og elda, ómögulegt að hreinsa og hugsa um heimilið, stundum erfitt að tjá sig, ganga, halda á einhverju, vera innan um margt fólk, vera vakandi allan daginn....
Allt í einu er maður upp á annan kominn með líf sitt.
Allt í einu er maður annars flokks manneskja í samfélaginu. Að áliti samfélagsins, áliti fólks í kringum mann og þá ekki síður manns eigin áliti.
Smátt og smátt fer maður að einangrast. Það gerist ósjálfrátt, vinir manns fjarlægjast óvart og maður fjarlægist aðra óvart. Ef ekkert er að gert situr maður aleinn með engan og ekkert til að lifa af eða lifa fyrir.
.....
EN, þetta þarf ekki að vera svona. Og á alls ekki að vera svona. Við erum öll einstök, öll mikilvæg, öll með okkar sérstöku hæfileika og eiginleika. Við skiptum öll máli í lífinu, í samfélaginu.
Þetta reynitré óx uppúr klettasprungu við þröngan kost. Það hefur þurft að þola ýmislegt á sinni ævi. En það er einmitt það, þetta erfiða líf sem hefur gert þetta tré sérstakt. Ef við skoðum það vel, sést að það vex út úr klettinum en það teygir sig upp í ljósið. Og það ber mikinn ávöxt sem fuglar himinsins njóta góðs af.
(þetta tré er úr sögunni hér neðar í færslunum mínum)
Sumir eru fæddir öryrkjar, aðrir verða það af slysum eða veikindum. En við erum ÖLL mikilvæg, við höfum öll hlutverki að gegna. Það er ekkert sem réttlætir að halda okkur niðri sem óæðri einstaklingum í samfélaginu. Við eigum að geta lifað með reisn og þannig fengið enn meira að sýna hvað í okkur býr.
Við öryrkjar skiptum öll máli í lífinu. Ég er ekki að biðja um vorkunn, aðeins sjálfsvirðingu. Leyfið okkur að fá að vera til sem einstaklingar.
Ég minni á UNDIRSKRIFTALISTANN
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.10.2007 | 13:12
75% öryrki framhald....
Vinkona mín sem skrifaði bréfið hér fyrir neðan "Að vera 75% öryrki í velferðarsamfélagi", skrifaði mér aftur eftirfarandi:
Ég vil þakka þér Ragga fyrir að hafa birt bréfið mitt og ykkur öðrum fyrir viðbrögðin. Hér kemur eins konar framhald:
Þeir þingmenn sem svöruðu bréfi mínu voru:
Jón Bjarnason, Steingrímur J Sigfússon, Kolbrún Halldórsdóttir, Guðbjartur Hannesson, Karl V Matthíasson og Árni Johnsen. Hafi þau öll þökk fyrir skilning og falleg orð, útskýringar, fréttir og fyrirheit.
Hinum kann ég litlar þakkir þótt ýmsar ástæður geti verið fyrir því að fólk svari ekki , t.d. að þeir
# komist kannski ekki til að lesa póstinn sinn
# hafi öðrum mikilvægari málum að sinna en skrifa örvæntingarfullu fólki
# hafi engan áhuga á (eða áhyggjur ) af því hvort og hvernig öryrkjar komast í gegnum lífið eða njóti sambærilegra mannréttinda og aðrir Íslendingar.
Vonandi er það síðastnefnda ekki ástæðan, þá hafa þeir ekkert að gera á löggjafarþingi lýðræðisríkis.
með bestu kveðju
Vinkonan með pennann
Semsagt 6 þingmenn svöruðu þessu bréfi. Þeir sem vilja sjá ósanngirnina í því að bætur öryrkja séu tengdar tekjum maka og margt fleira ómannúðlegt sem orsakar raunverulega fátækragildru, skrifi sig á undirskriftalistann HÉR
Hafið það svo gott öllsömul og vonandi "hestaheilsu"...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.10.2007 | 12:16
Sorry...
Sorry, bara skil þetta ekki. En hverskonar fyrirsögn er þetta eiginlega?!?!
Raunveruleiki núverandi öryrkja kemur skýrt fram í færslunni hér fyrir neðan.
Skrifum undir listann og biðjum um mannréttindi fyrir öryrkja undirskriftalistinn er hér
Öryrkjar sjálfum sér verstir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2007 | 12:49
Að vera 75% öryrki
Ég ákvað að setja þessa færslu aftur efst, svona fyrir þá sem halda að það sé æðislegt að vera öryrki...:
12.10.2007 | 13:30
Að vera 75% öryrki í "velferðarsamfélaginu"
Já, nú er tími "skemmtilegheitanna", bréfið frá Tryggingastofnun komið inn um lúguna ... með dóminn. Ég slepp sennilega vel miðað við marga, ætli það sé ekki vegna þess að eiginmaðurinn fékk ekki meiri kauphækkun en raun ber vitni, síðastliðið ár. Samt fékk ég rukkun um 43.975,- sem er tveir þriðju af því sem ég fæ mánaðarlega í bætur sem 75% öryrki. Fyrir þá sem halda að líf og dund heimafyrir hjá öryrkjum sé eftirsóknarvert sældarlíf, lesið tölvupóstinn sem ég fékk frá vinkonu minni í morgun:
Að vera 75% öryrki í "velferðarþjóðfélagi"
Í gær fékk ég (ásamt hundruðum annarra) áfall sem dugir mér til alvarlegra áhyggja það sem eftir er ársins.. og gott betur! Til að bæta enn um hef ég engar lífeyrissjóðsgreiðslur.
Endurkrafa frá TR um 103.013 krónur, en þessi upphæð samsvarar uþb þreföldum útborguðum mánaðargreiðslum mínum. Fyrir mér er þetta enn einn dómur samfélagsins yfir mér sem öryrkja.
1. Þegar ég varð öryrki hrundi fjárhagsgrundvöllur fjölskyldunnar.
2. Þegar ég varð öryrki missti ég sjálfstæði mitt (bótagreiðslur mínar háðar launum hans!)
3. Þegar ég varð öryrki áttum sumarbústað sem við urðum að selja. - Við fengum háan skatt þarsem hann hafði hækkað í verði á 22 árum og bæturnar lækkuðu enn. Það varð lítið eftir af "hagnaðinum" til að lifa af.
4. Ég varð að fara að vinna svolítið aftur til að mæta kostnaði (hafði reyndar gaman af því) - en við það lækkuðu bætur mínar enn.
5. Af þessum sökum hef ég reynt að taka eins mikið af verkefnum og ég mögulega treysti mér til (sem bitnar oft illa á heilsunni) og nú sit ég uppi með þessa skuld. Ég á að borga endurgreiðslu rúm 103 þúsund sem er stórfé fyrir mig og heilsan versnar í samræmi við aukna vinnukröfu.
Hvað á ég að gera?
A) Vinna meira? - það er því miður ekki hægt, ég GET EKKI unnið meira
B) Greiða þetta af skertum bótum? - Mundir þú geta gert það? - ef svo er þá býrð þú við önnur lífsskilyrði en ég. Ég óska þér til hamingju með það og vona að heilsan endist þér.
Ég er búin að gefast upp- ég get ekki meir. Því meira sem ég vinn þess verr líður mér og þess harðari eru kröfurnar sem samfélagið sýnir mér. - er þetta leiðin til að "koma öryrkjum út í atvinnulífið" ?
Bréfið er sent öllum þingmönnum Íslands, Öryrkjabandalagi Íslands og öllum þeim sem mér dettur í hug héreftir
Ps- það stóð í bréfinu frá TR að mér væri "velkomið að endurgreiða ofgreiðsluna strax" - TAKK KÆRLEGA! - ég byrja strax að spara!
Hvað finnst ykkur um svona meðferð? Og það er ekki eins og þessi vinkona mín sé ein um þetta, nei, hún bara getur skrifað og þess vegna heyrist í henni en ekki hinum sem fara á hausinn þegjandi og hljóðalaust heima hjá sér....
Munið að skrifa undir áskorun til stjórnvalda um leiðréttingu hér
(það komu nokkur komment þegar ég setti þetta inn síðast, færslan og kommentin eru hér neðar á síðunni)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.10.2007 | 16:21
Öryrkjar og góðviljaðir og sanngjarnir íslendingar athugið
Nú eru öryrkjar búnir að fá nóg af vitleysunni og ósanngirninni. Skrifum öll undir og biðjum um réttlæti í samfélagið. Ýtið hér til að skrifa undir
hér er líka tengill á síðu Ásdísar Sigurðardóttur, þar sem ég sá þennan undirskriftalista. asdisomar.blog.is
Athugið bloggið hjá fjöryrkjar.blog.is
og tengill á blogg hjá mér sem ég setti hér inn um daginn og er neðar á þessari síðu um sama mál
ragjo.blog þar kemur fram mögnuð sönn saga úr íslenskum raunveruleika í velferðarsamfélaginu.
Er þessi framkoma við öryrkja og eldri borgara sanngjörn??? er einhverjum sem finnst það?
Öryrkjar og eldri borgarar, nú látum við í okkur heyra..... ætli það hafi einhver áhrif í þetta sinn??????
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.10.2007 | 12:42
Náttúru þerapía í skógi lífsins
Suma daga virðist mannheimaskógurinn enga opna leið hafa. Það eru engir stígar sjáanlegir og maður á erfitt með að sjá hvert á að halda. Eða hvort eitthvert er hægt að halda yfirleitt.
Það eina sem sést eru flækjur lífsins.
En einmitt þá þegar öll sund virðast lokuð leynist vinur, það þarf bara að taka eftir honum.
Þarna kom hann nágranni minn ljónakötturinn, konungurinn í skóginum. Hann kom hljóðlega og ég næstum missti af honum. En þegar ég kallaði til hans, kom hann rakleiðis til mín. Ég bað hann um hjálp, spurði hann um rétta leið út. Hann leyfði mér að tala og hlustaði vel. Þegar ég hafði létt á hjarta mínu sagði hann að enginn gæti í raun valið eða séð leiðina fyrir mig nema ég sjálf. ooooohhh ég þoli ekki svona ráðleggingar.....
Hann ljónaköttur sat hjá mér á meðan ég hugleiddi orðin hans. Svo sagði hann: "opnaðu augun, horfðu upp". Þetta virkaði eins og orðin um Sesam sem opnaðist. Ég leit upp og sá...
..glitta í stíg hinu megin og inn á milli trjánna. Ég klöngraðist og klifraði, beygði mig og skreið þangað til...
...að leiðin var opin og meira að segja vörðuð framundan. Ég sé auðvitað ekkert hvert hún leiðir en hún liggur allavega áfram. Ég gekk út úr skugganum og hélt mína leið að halda áfram að rannsaka lífið. Nú veit ég allavega í hvaða átt ég á að halda.
Það er margt að sjá á leiðinni. Ég mætti úlfi sem reyndi að draga mig út af leiðinni minni. En rétt tímanlega sá ég að úlfurinn var í raun steinrunninn tröllaúlfur, svo ég klappaði honum létt og hélt svo áfram.
Ég sá gamla hellinn sem ég lék mér í sem barn og hugsaði um þá stund þegar mér fannst þessi hellir stór og ævintýralegur. Nú kæmist ég varla inn í hann en hann er samt alveg jafn heillandi og áður og geymir örugglega fjársjóðinn ennþá.
Einn vörðurinn á veginum tók athygli mína. Hann var greinilega gamall og lífsreyndur enda man ég eftir honum frá því ég var hérna barn að leika mér. Nú bar þessi vörður merki síns langa lífs og mig langaði að vita hvað leyndist fyrir innan. Hvað gerðist? Af hverju var hann svona krumpinn? Ég reyndi að komast inní holuna til að vita hvað væri að. En þar var svo dimmt og ég fann myrkrið koma upp og reyna að draga mig niður til sín. Ég kipptist upp aftur ...
..það varð allt svo dimmt, vegurinn hvarf skyndilega. Hvað var að gerast? Svo mundi ég orð ljónakattarins: "Opnaðu augun. Horfðu upp" það var ekkert einfalt, það er eins og myrkrið neyði mann til að horfa niður. En ég streittist á móti og einmitt þá var það sem ég sá ljós á bakvið myrkrið, pínulítið ljós en ég ákvað að einbeita mér að því.
Ég sá að ljósið lýsti frá sér og ég gat horft inní og bakvið og séð marga liti og lög af grænu. Þarna var meiri birta, nú gat ég séð nógu vel til að halda áfram göngunni.
Ljósið lýsti mér á göngunni en af og til stoppaði ég til að horfa upp. Ég sá að það eru mörg lög af "upp", alltaf eitthvað lengra og hærra uppi. En mikið var þetta fallegt og litirnir svo bjartir. Ég fann sál mína fyllast af ljósi og orku og vellíðan. Mér fannst ég nógu sterk til að ganga upp sjálf.
Ég leit til hliðar og sá háan klett og ákvað að prófa hina nýfengnu krafta mína. Þar bjó reynitré við erfiðar aðstæður í þröngri gjótu en þetta tré bar með sér styrk. Styrk þess sem hefur þurft að hafa fyrir lífinu og þetta reynitré bar mikinn ávöxt. Greinar þess voru þaktar berjum fyrir fugla himinsins að gæða sér á.
Leiðin upp var klettótt og full af sprungum og gjótum en þar voru líka fallegir litir. Kynnin af reynitrénu fyllti hjarta mitt gleði og gaf mér aukinn styrk til að halda áfram.
Þegar upp var komið dró ég andann léttar, ég var komin upp! Ég stóð um stund og horfði yfir farinn veg. Þarna var dimmi skógurinn, lífsreyndu trén, stígarnir og klettarnir með sínar sprungur, steinrunnir úlfar og fleiri kynjaverur góðar og slæmar. En það var einmitt allt þetta sem leiddi mig upp á þennan klett svo ég gæti séð yfir og dásamað hvað lífið er í rauninni fallegt.
Eftir að hafa staðið um stund og fundið þann frið sem fylgir því að horfa yfir, sá ég að það var enn hægt að klifra hærra og enn er margt fallegt að sjá.
Ég sá að ég á greinilega mörg ævintýri eftir framundan sem ég er spennt að sjá hvert mun leiða mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.10.2007 | 14:27
Mannheimar og aðrir heimar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2007 | 17:29
Catch 22
Edda litla og blómálfurinn ræðast við. Þær eru að tala um færsluna mína hérna fyrir neðan, fyrir neðan ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2007 | 13:30
Að vera 75% öryrki í "velferðarsamfélaginu"
Já, nú er tími "skemmtilegheitanna", bréfið frá Tryggingastofnun komið inn um lúguna ... með dóminn. Ég slepp sennilega vel miðað við marga, ætli það sé ekki vegna þess að eiginmaðurinn fékk ekki meiri kauphækkun en raun ber vitni, síðastliðið ár. Samt fékk ég rukkun um 43.975,- sem er tveir þriðju af því sem ég fæ mánaðarlega í bætur sem 75% öryrki. Fyrir þá sem halda að líf og dund heimafyrir hjá öryrkjum sé eftirsóknarvert sældarlíf, lesið tölvupóstinn sem ég fékk frá vinkonu minni í morgun:
Að vera 75% öryrki í "velferðarþjóðfélagi"
Í gær fékk ég (ásamt hundruðum annarra) áfall sem dugir mér til alvarlegra áhyggja það sem eftir er ársins.. og gott betur! Til að bæta enn um hef ég engar lífeyrissjóðsgreiðslur.
Endurkrafa frá TR um 103.013 krónur, en þessi upphæð samsvarar uþb þreföldum útborguðum mánaðargreiðslum mínum. Fyrir mér er þetta enn einn dómur samfélagsins yfir mér sem öryrkja.
1. Þegar ég varð öryrki hrundi fjárhagsgrundvöllur fjölskyldunnar.
2. Þegar ég varð öryrki missti ég sjálfstæði mitt (bótagreiðslur mínar háðar launum hans!)
3. Þegar ég varð öryrki áttum sumarbústað sem við urðum að selja. - Við fengum háan skatt þarsem hann hafði hækkað í verði á 22 árum og bæturnar lækkuðu enn. Það varð lítið eftir af "hagnaðinum" til að lifa af.
4. Ég varð að fara að vinna svolítið aftur til að mæta kostnaði (hafði reyndar gaman af því) - en við það lækkuðu bætur mínar enn.
5. Af þessum sökum hef ég reynt að taka eins mikið af verkefnum og ég mögulega treysti mér til (sem bitnar oft illa á heilsunni) og nú sit ég uppi með þessa skuld. Ég á að borga endurgreiðslu rúm 103 þúsund sem er stórfé fyrir mig og heilsan versnar í samræmi við aukna vinnukröfu.
Hvað á ég að gera?
A) Vinna meira? - það er því miður ekki hægt, ég GET EKKI unnið meira
B) Greiða þetta af skertum bótum? - Mundir þú geta gert það? - ef svo er þá býrð þú við önnur lífsskilyrði en ég. Ég óska þér til hamingju með það og vona að heilsan endist þér.
Ég er búin að gefast upp- ég get ekki meir. Því meira sem ég vinn þess verr líður mér og þess harðari eru kröfurnar sem samfélagið sýnir mér. - er þetta leiðin til að "koma öryrkjum út í atvinnulífið" ?
Bréfið er sent öllum þingmönnum Íslands, Öryrkjabandalagi Íslands og öllum þeim sem mér dettur í hug héreftir
Ps- það stóð í bréfinu frá TR að mér væri "velkomið að endurgreiða ofgreiðsluna strax" - TAKK KÆRLEGA! - ég byrja strax að spara!
Hvað finnst ykkur um svona meðferð? Og það er ekki eins og þessi vinkona mín sé ein um þetta, nei, hún bara getur skrifað og þess vegna heyrist í henni en ekki hinum sem fara á hausinn þegjandi og hljóðalaust heima hjá sér....
Bloggar | Breytt 13.10.2007 kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.10.2007 | 17:13
Sterkur einfaldleiki, segir svo margt...
Fallegt, einfalt og sterkt. Þannig er Friður einmitt, ekki satt?
Friður til ykkar allra, Kærleikur og Ljós...
Yoko Ono: Vonast til að börn finni huggun í ljósinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)