Smásaga um litla stúlku ...

Stúlkan gekk glöð og áhyggjulaus út í lífið.

embla-sol-blomaros.jpg

Hún fann sér gönguleið og fylgdi þeirri leið óhikað. Það voru bæði skuggar og ljós á leiðinni, eins og gengur. Stundum meiri skuggar en henni þótti þægilegt og þar kom að hún fann að vegurinn fór ýmsar óvæntar beygjur og þrengdist mjög.

Eftir dágóða stund á þrönga veginum kom kröpp beygja og í ljós komu tröppur sem leiddu hana upp á við. Stúlkan sá að það var bjart þarna framundan svo hún gekk af stað, hægt og varlega. Þessar tröppur voru ekkert auðveldar, svolítið há þrep og það var þröngt og hátt til beggja hliða.

embla-leggur-af-sta_-ut-i-l.jpg

"Amma mín, ég passa mig vel" kallaði stúlkan. Já, það er nú eins gott að vanda sig og fylgjast vel með veginum. Það er of auðvelt að týna honum í háu grasinu og skuggunum af umhverfinu sem leggjast þvert yfir þrepin.

Rétt utan við veginn eru ýmsir dimmir skuggar og í þeim er ... ja, hvað er þetta!?

hva_-er-thetta.jpg

Úff!! eins gott að veita þessu ekki of mikla athygli, því svona ófreskjur stækka og magnast við hvert áhorf og athygli! Stúlkan heyrði óminn af ömmurödd úr fjarska, kalla: "Ekki tala við þetta, þá getur það sogað þig til sín ....!"

eg-komst-alla-lei_-amma.jpg

"Ég horfði bara á ljósið amma og vandaði mig í tröppunum, þá komst ég alla leið!"sagði litla stúlkan ánægð.

liti_-til-baka-farinn-veg.jpg

Þegar upp var komið, staldraði hún við og horfði til baka á farinn veg. Hún rifjaði upp með sjálfri sér hvert vegir hennar höfðu legið og hvað hún hafði séð og gert á ferð sinni. En síðan sneri hún sér við aftur, glöð í bragði og hélt áfram för sinni.

 songsogudansstund-emblu1.jpg

Vá, hvað allt er bjart og stórt og fallegt hérna uppi. 

songsogudansstund-emblu3.jpg

Hér er sko hægt að dansa og syngja sögur!

songsogudansstund-emblu4.jpg

Hún lék sér lengi vel og naut þess að vera til. Hún spann sögur og söng og dans og leyfði öllum að njóta með sér. Náttúran öll tók undir með henni; trén dilluðu sér í hægum takti, fuglarnir tóku undir í söngnum, kisurnar og verurnar í klettunum fylgdust með af athygli.

bestu-vinkonur1.jpg 

Þegar stúlkan kom heim um kvöldið var gott að hvíla sig hjá besta vini sínum. Enda hafði hún margt að hugsa eftir viðburði dagsins.

bestu-vinkonur2.jpg

"Góða nótt Dúfa mín". "Góða nótt Embla mín". 

Á morgun kemur nýr dagur með ný ævintýri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislega fallegt og krúttlegar myndir.  Góða helgi

Ásdís Sigurðardóttir, 4.9.2009 kl. 15:42

2 identicon

æi hvað hún er heppin að eiga svona ömmu og fá að vera bara svona einsog hún er ;)

sólveig jóna jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 16:29

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Yndisleg saga og fallegar vinkonur  Knús á ykkur  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.9.2009 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband