...

Hann Magni minn litli Víkingakisi hefur kvatt þennan heim. Hann fótbrotnaði illa um daginn og það greri illa hjá honum og gekk ekki vel þrátt fyrir að mikið var reynt.

magni-a-loppinni_894676.jpg

Hans er sárt, mjög sárt saknað. En það var vel tekið á móti honum á nýjum sviðum þar sem gömlu hundarnir okkar og faðir minn tóku honum vel og hjálpa honum fyrstu skrefin. 

dufa-og-magni-i-sofanum-600_894678.jpg

Dúfa mín leitar að honum en svo er eins og hún skilji. Kannski sér hún hann líka á innri sviðunum og áttar sig að hann er farinn héðan.

magni-a_-hvila-sig_894679.jpg

Hvíl í friði krúttið mitt og hjartans þakkir fyrir þann stutta tíma sem við fengum með þér HeartHaloHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég verð svo mjúk í hjartanu að lesa þetta, sorgin er mikil þegar elsku dýrin kveðja, þau eru svo hrein og tær í ást sinni á okkur sem elskum þau. Kærleikskveðja til þín elsku vinkona.  knús á Dúfu

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2009 kl. 15:29

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Ragnhildur mín, ég veit alveg hvernig ykkur líður, hef upplifað þetta oft.
Þegar svona er komið þá er best fyrir þau að fá að fara handan glærunnar, ég kalla þetta bara glæru því þau eru svo nálægt okkur, bæði dýr og menn.
hann er yndislegur hann Magni, það er Dúfa þín einnig.
Kærleik til þín og þinna.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.8.2009 kl. 20:10

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Svo sárt að svona skildi fara elsku Ragnhildur mín. Skil söknuð ykkar svo vel. Og Dúfa greyið á eftir að sakna hans mikið líka, þau voru svo miklir vinir.

Kærleikur og Ljós til þín elsku vinkona

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.8.2009 kl. 21:32

4 identicon

Vá mikið er þetta sorglegt, fékk tár í augun að lesa þetta og horfa á Gull-Molann minn bróður hans hérna sofandi við hliðin á mér. Mikið er þetta sorglegt. Elsku skinnið. Var ekki hægt að laga brotið hjá dýralækni ? :-/

Æji elsku Magni víkingakisi, ég og Moli bróðir kveðjum þig. Hvíldu í friði hetja :)

Erla Dröfn (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 03:05

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ásdís, Milla, Sigrún og Erla Dröfn kærar þakkir fyrir hlýhuginn

Hans Magna míns fallega er og verður lengi saknað. Það var mikið reynt hjá góðum dýralæknum á Dýraspítalanum í Garðabæ. Það kom samt að því að ekki var hægt að gera meira.

Knús og kveðjur til ykkar og ekstra knús á Mola krúttustrák

Ragnhildur Jónsdóttir, 16.8.2009 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband