6.5.2009 | 10:11
Lífið í vorinu
Dásemdar fegurðurdagur í dag. Sólin skín og tré og runnar brosa, fuglarnir syngja hljóðlega af hreiðrum sínum og náttúrverurnar vinna sín vorverk glaðar, raulandi hálfum hljóðum. Himininn svo fallega bjartur og loftið svo tært eftir veður undangenginna daga.
Litla kirsuberjatréð mitt heldur mér í vonarspennu, skyldi það blómstra í ár eða eru þetta eingöngu lauf?
Hvort heldur sem er þá er mikill lífskraftur að verki í litla trénu mínu. Fagrir trjáálfar dansa og flögra, vinna og gleðjast yfir góðum vexti heimilis síns og lífgjafa. Ein könguló á heima í þessu tré, ég fylgist með henni vaxa, hún ætlar að sjá um óæskilega óværu sem hugsanlega hefur boðað komu sína. Samvinna, það er það sem verkar best
Það er hins vegar aldrei launungamál að stóri reynirinn minn blómstrar á bakvið hús. Þetta dásamlega fallega gamla tré stendur alltaf fyrir sínu, hver árstíð með sitt hlutverk og sína fegurð.
En það er fleira sem fylgir vorinu. Hún Vala mín .... hún er eitthvað orðin hrifin af "Blörraða gaurnum" aftur...
Hér situr hún og hlustar, sá blörraði er hérna fyrir neðan svalirnar og "syngur" og annar stór, loðinn svartur og hvítur bíður við hornið. Já það eru tónleikar í lagi í hverfinu þessa dagana
Já Vala mín fagra litla glyðra, það verður fjör á heimilinu aftur og nýbúið ...
Athugasemdir
Yndislegar myndir. Kær kveðja til ykkar hjóna og ég vona að allt sé í góðum gír. Kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 6.5.2009 kl. 11:59
Yndislegt að fylgjast með vorinu vakna En úps, heldurðu að það verði aftur fjör á bænum?
Knús knús, sjáumst í dag
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 7.5.2009 kl. 08:00
Eru þetta kúrileyjakirsuber Ragnhildur mín ? Þú getur séð á knúppunum hvort þar er blóm að finna, knúppar blómanna eru hringlaga meðan blöðin eru aflöng. Mér sýnist nú vera blómknúppar þarna í klasanum. En vorið er greinilega komið hjér þér mín kæra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2009 kl. 10:16
Jóhanna, já það er svo sannarlega yndislegt að fylgjast með vorinu lifna við
Ásdís, takk. Já já hér er allt í góðum gír, stundum skref aftur á bak eins og gengur en alltaf miklu fleiri áfram og þá er lífið í rétta átt bestu kveðjur til ykkar.
Sigrún, já vorið er svo yndislegt. Ég veit ekki hvernig ég þorði að segja þetta upphátt en ... já, ég er hrædd um að Völu hafi tekist að koma sér undan pillunni eina ferðina enn, svo við "neyðumst" til að hafa líf og fjör og gaman í sumar hahaha Sjáumst!
Ásthildur, á miðanum sem fylgdi stendur: "Sætkirsiber "Stella" og svo "Prunus avium "Stella". Þakka þér fyrir upplýsingarnar Ásthildur með knúppana og mér finnst ég kannast við þetta nafn Kúrileyjakirsuber, getur það haft fleiri en eitt nafn? Og, já vorið er sko komið í "full swing"!
Ég safna rósarunnum og þeir eru allir komnir af stað, auðvitað mislangt eftir tegundum. Þetta er dásamlegur tími!
Ragnhildur Jónsdóttir, 7.5.2009 kl. 10:37
Fallegar myndir og mikið er Magni Víkingakisi flottur hér á myndinni fyrir neðan.
Svava frá Strandbergi , 14.5.2009 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.