21.4.2009 | 09:52
Hléseyjar Dúfa Hnoss fór á ættarmót
Við gömlu hjónin skelltum okkur í bíltúr í Hvalfjörðinn, einu sinni sem oftar. Þar eigum við góða vini sem tóku vel á móti okkur með heitri nýbakaðri eplaköku og túnfisksalati með Landnámshænueggjum í mmmmmmmm..... en það voru fleiri þarna en mannfólk. Dúfa sem heitir fullu nafni Hléseyjar Dúfa Hnoss er ættuð úr Hlésey í Hvalfirðinum. Þar býr mamma hennar hún Urður og Spá systir hennar.
Þegar hundar heilsast er vissara að hafa rétta siði á hreinu. Hér heilsar Dúfa mömmu sinni með réttri undirgefni og kurteisi
Þetta voru réttar og góðar aðfarir svo Dúfa fékk koss frá mömmu sinni til baka
Þá mátti Krummi bróðir á næsta bæ koma líka í knúsuhópinn
Eftir mikinn hasar, hlaup og knús um allar grundir var gott að fá vatnssopa. Heimahundarnir voru svo kurteisir að leyfa Dúfu "að sunnan" að fá fyrsta sopann
Eftir að hafa skoðað landið og þefað heil ósköp út í loftið, heilsað upp Landnámshænurnar og hrafninn var gott að fara inn og "hvíla sig".
Hér eru þær systur Dúfa og Spá. Þær eru svo dásamlegar saman, væntumþykjan og hlýjan leynir sér ekki á milli allra hundanna. Eyru og trýni voru varlega þvegin og knúsuð, mamman lygndi aftur augunum og hallaði höfðinu að dóttur sinni sem kom að heimsækja hana
Urður mamma þeirra var aldrei langt undan, ef hasarinn varð of mikill kom hún og horfði ákveðið á börnin sín eða gaf eitt smá bofs og allir hlýddu. "Litlu" börnin hennar eru komin vel á annað ár en þau gegna mömmu sinni um leið og hún horfir með þessum sérstaka ljúfa en ákveðna svip
Þarna eru þær mæðgur Urður og Spá í hvíld eftir gott ættarmót og góðan dag.
Þetta var góður dagur að Hlésey eins og venja er. Mig langar að benda ykkur á tengil á Hléseyjarvefinn. Hún Jóhanna Harðardóttir sem þar býr er sko engin venjuleg kona....
Athugasemdir
Á nú að smita mann af hundaæði líka? Ekkert smá flottir hundar og Dúfa tignarleg á síðustu myndinni. Hundamömmu hefur tekist vel með afkvæmin sín. Ég vildi að mér mundi nægja eitt "bofs" og þá myndu allir hlýða
Bestu kveðjur frá okkur Grindjánum
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 21.4.2009 kl. 10:01
Þú ert snillingur Ragnhildur! Sérlega skemmtilegar myndir með fallegum texta. Takk fyrir að deila þessu með okkur :)
Sveinbjörg Guðmarsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 10:01
Hahahha já Sigrún þú veist hvað bíður þín þegar kemur að því að Dúfa eignast hvolpa haha
Þakka þér fyrir Sveinbjörg það er svo auðvelt að skrifa um svona dásamlega lífsfélaga
Ragnhildur Jónsdóttir, 21.4.2009 kl. 10:11
yndislega falleg dýr.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2009 kl. 18:05
Ég finn satt að segja svolítið til mín; að hafa myndir af "frænkum" mínum og frænda, svona á bloggsíðu. Flottust eru þau. (Já, þú verður að segja Dúfu að ég sé líka frænka HENNAR : )
Eygló, 22.4.2009 kl. 02:01
Ásdís, takk, já þetta er yndisleg hundafjölskylda
Eygló, þau eru sko flottust og auðvitað ertu frænka hennar Dúfu líka
Ragnhildur Jónsdóttir, 22.4.2009 kl. 09:00
Æ þau eru algjör krútt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2009 kl. 11:00
gerir það þá ekki það að VIÐ verðum skyldar?
Eygló, 22.4.2009 kl. 13:12
Mér sýnist það að við hljótum að vera skyldar líka
Ásthildur já þau eru sko krútt
Ragnhildur Jónsdóttir, 23.4.2009 kl. 09:32
Þú ert öfundsverð (jákvætt) af fjölskyldu þinni!
Eygló, 23.4.2009 kl. 13:03
Já auðvitað! með þig sem frænku og allt!
Ragnhildur Jónsdóttir, 23.4.2009 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.