Vorið ER hér

Jæja, þá er yndisleg páskavika liðin með tilheyrandi dásamlegum fjölskyldustundum í og úr bænum. Mikið át af ýmsu tagi, gleði og hamingja.

embla-sael-me_-paskaaeggi.jpg

EmbluSólarengillinn hennar ömmu sín fann páskaeggið sem mamma og pabbi höfðu falið "vel og vandlega".

embla-og-mamman-a_sto_ar.jpg

Svo þarf maður smá aðstoð frá þjálfaðri móður sinni til að opna eggið og athuga hvað er nú inni í þessum fjársjóði. Váááááá sem betur fer eru alltaf einhverjir konfektmolar með sem "gamla gengið" fær að smakka Wink

Allt þetta dásemdar súkkulaði mun endast leeeeeeengi Joyful

Í gær fórum við svo "gömlu hjónin" og Dúfan að athuga hvort vorið væri ekki örugglega alveg staðfastlega og ákveðið mætt á svæðið. 

loan-er-komin_829790.jpg

Oh jú þarna var stór hópur af lóum! Á hverju ári frá því ég man eftir mér hef ég farið á Álftanesið að leita að vorinu. Og finn það alltaf Joyful hettumáfur, lóa og stelkur og að sjálfsögðu hinir löngu mættu svartbakar og sílamáfar sem sjást þarna sem hvítir deplar í bakgrunni. 

Mér virtist allir íbúar móanna vaknaðir, dvergar og álfar sem sumir sofa af sér vetrartímann vakna til að taka þátt í vorkomunni með Náttúrunni sjálfri. Mikið líf og mikil gleði ríkti þarna á Garðaholtinu og við Skógtjörnina og víða á Álftanesinu í gær Smile

Hellisgerðið mitt yndislega er auðvitað allt á iði líka. Dásamlegur smáfuglasöngur eins og í suðrænum skógum fyllir mann gleði inn að hjartarótum hvern dag. Í dag falla ljúfir regndropar eins og eftir pöntun fyrir gróðurinn sem er að vakna og teygja úr sér eftir langan svefn hins norðlæga vetrar. Blóm- og trjáálfar flögra um á fleygiferð og ekki nokkur leið að ná athygli þeirra. Þeir eru uppteknir við mikilvæga vinnu sína. Álfafjölskyldur hreinsa út og viðra eftir veturdvöl í klettaheimkynnum sínum. Hinir gömlu vitringar garðsins ganga um með ró og frið í hjarta og gefa frá sér djúpa hamingju og vissu þess að allt verður í lagi, Náttúran er að lifna við eins og vera ber Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Mér finnst ég vera komin inní rómantískt ævintýri við þennan lestur. Þú hefur þvílíka frásagnargáfu  

Embla flott með páskaeggið sitt. Ég var líka svona "heppin" að fá að borða nokkra mola sem fylgdu eggjum þessa heimilis

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.4.2009 kl. 19:18

2 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Vorið er svo sannarlega komið hérna hjá okkur á eyjunni fögru. Í dag sá ég fyrsta fífilinn, hann lýsti upp gangstéttina þar sem hann óx, eins og lítið sól. Ég fyllist altaf gleði þegar ég sé blessaða fíflana, þá veit ég að vorið er alveg örugglega komið. Fyrsta flugan endaði svo daga sína í kattarmaga, ég er búin að vera að vinna úti í garði í dag og peysan mín ilmar unaðslega af ösp. Dásamlegt.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 15.4.2009 kl. 19:45

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Takk Sigrún já ég var heppin með eggið hennar Emblu hahaha

Matthilda, frábært að heyra að fyrsti fífillinn sé blómstrandi, ég hef ekki séð neinn ennþá. En hér hafa nokkrar flugur lent í kisu- og hundamaga hahaha Þetta er dásamlegasti tími ársins! Mér finnst vorið alltaf jafnundarlega mikið kraftaverk

Ragnhildur Jónsdóttir, 15.4.2009 kl. 20:00

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk innilega fyrir þessa fallegu færslu um vorið barnið og lóuna

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2009 kl. 10:30

5 Smámynd: gudni.is

Sæl og blessuð.

Mig langar bara til að senda þér hérna smá fréttir af okkur Magna litla mafíukisa. Ég ætlaði að vera búinn að senda þér línur fyrir löngu en hef verið svo lítið nettengdur heima sl. vikur.   Magni hefur það alveg yndislega gott, stækkar og dafnar vel og er bara óskaplega sátturog glaður með lífið og tilveruna. Alveg yndislega frábært dýr og það fer mjög vel á með okkur. Hann er þvílík knúsu-kelirófa og kúrir alltaf í rúminu hjá mér :)

Heheh.... það er reyndar eitt sem kom upp á með Magna blessaðan. Mmmmm... þegar hann fór á dýraspítalann 1. apríl í bólusetningu og tilheyrandi fékk hann formlega kyngreiningu sem STELPA...!!     Okkur var reyndar farið að gruna að "hann" væri stelpa þó svo það væru mikil strákalæti í honum. Sigrún systir skoðaði hann eitthvað áður og fullyrti að hann væri nákvæmlega eins að aftan eins og dorrit systir hans. Hmmmm..... En þó svo að Magni litli sé nú formlega stelpa þá er hann að sjálfsögðu jafn rosalega yndislegur og frábær. Ég er bara ekki búinn að finna nýtt stelpunafn á hann svo hann er ennþá um sinn amk kallaður Magni

Kær knúskveðja úr Mosó frá Guðna og Magna kisustelpu

gudni.is, 18.4.2009 kl. 09:05

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Sæll og blessaður Guðni, þakka þér fyrir fréttirnar af "honum" Magna mafíukisa, það er svo yndislegt að fá fréttir af börnunum sínum

En..... hmmmm... fyrirgefðu Guðni, ég held ég sé búin að komast að því að ég sé meiriháttar léleg í kyngreiningu katta .... En mikið er ég fegin að þér finnist "hann" samt jafn yndisleg/ur.

Heitir hann/hún þá ekki bara Magnea Meiriháttar?

Knús og kveðjur til ykkar í Mosó

Ragnhildur Jónsdóttir, 18.4.2009 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband