Gleðilega páska :-)

Yndislegur dagur bjartur og fagur. Í dag páskadag minnumst við upprisu Jesú. Þessi mikla saga sem gefur eilífa von og gleði í hjarta. Eftir erfiða dimma daga er alltaf von um betri tíma í þessu lífi. Við þurfum ekki að bíða eftir upprisu til lífs á öðru tilverustigi, við getum risið upp táknrænt í dag, hér og nú. Eins og Lífið í kringum okkur á þessum tíma rís og lifnar við eftir þungan svefn vetrarins.

Lífið er eilíf hringrás og á þessum tíma hringsins/ársins er upprisutími lífsins á norðurhjara jarðarinnar okkar. Gleðitími Joyful

vor-i-kirsuberjatrenu.jpg

Tré og runnar eru við það að springa af vorþrá með bros í hverju brumi.

vor-i-ros.jpg

Pólstjörnurósin mín er alveg viss um að nú sé kominn tími á nýtt líf, nýja upprisu.

embla-uti-i-vorinu.jpg

Elsku litla EmbluSólin mín, ástarblómið iðar af þrá að vera úti að leika, skoða og leita að köngulóm og flugum. Finna líf vorsins. Stanslaust gaman að vera til þar til fingurnir verða of kaldir og við förum inn og hlýjum okkur. En við komumst að því að vorið er komið og nú verða fleiri og fleiri góðir útidagar á næstunni Joyful

gult-vor.jpg

 Inni bíður gult og fallegt vor sem okkur var fært að gjöf. Svo fögur áminning um gleði, líf og upprisu. Nú er það bara okkar að taka það inn í hjartað, muna að nú getum við öll risið upp hvert á þann hátt sem við þurfum og viljum. Sérstaklega að njóta þess að vera til á svona fögrum og björtum dögum með vor og von í hjarta. Heart

Gleðilega páska elskurnar HeartHaloHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl. Ég rakst á bloggið þitt, fer stundum hérna inn af því það er svo gott að lesa skrifin þín, kv. Dódó

Dódó (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 00:03

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Kæra Dódó, mikið er gott að heyra að skrifin mín séu lesin og meira að segja hægt að njóta þeirra líka þakka þér innilega fyrir hlýleg orð, bestu kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 14.4.2009 kl. 00:27

3 Smámynd: Linda litla

Gleðilega páska Ragga mín, vonandi ertu búin að eiga góðar stundir í faðmi fjölskyldunnar.

Linda litla, 14.4.2009 kl. 01:41

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi hefur þú átt góða daga yfir Páskana Ragnhildur mín.  Þetta eru fallegar myndir og bera í sér vorið og vonina.  Knús

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2009 kl. 10:41

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Oh já við áttum sko góða páska í faðmi fjölskyldunnar Vona að þið hafið allar átt góða páska. 

Og nú er það vorið sem knýr dyra og gefur manni bros og eftirvæntingu í hjartað

Ragnhildur Jónsdóttir, 14.4.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband