Tími hinna mörgu tákna...

Nú fer í hönd Páskavikan sem oftast er notuð í notalegu samfélagi við fjölskylduna. Ég vona að þið njótið hennar þannig í ár, hversu stór eða lítil sem páskaeggin verða ... eða hvað annað það er sem er öðruvísi í lífi okkar á þessum tíma. Notalegar stundir kosta ekkert nema bros og opið hjarta til að gefa úr og taka á móti. Heart

esjan-i-snjo-fra-gar_aholti.jpg

Hvar sem við verðum þessa vikuna, er gott að eyða tímanum saman.

skofir.jpg

Inni í þessu litla húsi sefur heil fjölskylda af litlum dvergum og bíða vors. Fallegar skófirnar sem kíkja undan snjónum minna á lífið í kuldanum. Og stráin segja sögu síðastliðins sumars. Lífið er alveg við það að vakna aftur eftir svefn vetrarins.

fallegur-dagur-a-gar_aholti_822889.jpg

Í sumum klettunum voru fjölskyldurnar þó meira vakandi en í öðrum. Við Dúfa fengum því kærkomna fylgd um móann .... (verst að þau myndast ekkert voða "vel" .... )

bjart-og-fallegt-a-gar_ahol.jpg

Hléseyjar-Dúfan mín í fallegri birtu á góðum degi. Veturinn er að kveðja og vorið tekur við langt og rysjótt eins og gengur. En það lofar samt góðu og maður getur ýmsu tekið þegar maður veit að leiðin er í rétta átt.

Eftir leiðangur okkar Dúfu og notaleg samskipti við vini okkar á holtinu, fórum við heim í fjölskyldufaðminn glaðar og ánægðar. Við gátum sagt þeim heima að við værum þess fullvissar að vorið væri á næsta leiti. Við hittum nokkra fugla á leiðinni sem fullvissuðu okkur um það. 

mavur-a-lofti.jpg

Vikan framundan ber mörg og sterk tákn um upprisu og vorkomu, sama hverrar trúar við erum. Tökum inn þessi tákn, skoðum þau og hvaða þýðingu þau hafa. Bæði fyrir okkur persónulega og fyrir samfélagið í heild sinni. Samfélag okkar allra lífveranna á landinu og allri jörðinni okkar, móðurinni sjálfri.

Því ekkert líf stendur eitt og ósnortið af öðru lífi. Við búum hér öll saman á þessari jörð, verur af ýmsum toga allt frá skófum steinanna og upp í .... já, upp í hvað? hafið þið velt því fyrir ykkur? og öll erum við tengd og þurfum að muna að án hvers annars getum við ekki verið.

upprisa.jpg

 Hvað sem okkur annars finnst um Lífið og tilveruna þá skulum við njóta þessarra frídaga í faðmi þeirra sem okkur þykir vænt um. Njóta og gleðjast og leyfa okkur að hlakka til vorsins og taka við þeim falleg boðskap sem vorið bíður okkur upp á. Jörðin okkar hleypir Lífinu sínu út aftur, Lífið sem legið hefur í dvala í vetur. Þegar við erum vakandi fyrir umhverfinu okkar tökum við vel eftir öllum jákvæðu fallegu táknunum í kringum okkur.

Njótum og gleðjumst. Góða helgi elskurnar HeartHaloHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég bíð spennt eftir páskunum því þá kemur Lárus stjúpsonur minn til Íslands. Ætla sko að njóta þess að knúsa hann og kreista, ásamt hinum mínum auðvitað  Hef ekki hitt hann í heilt ár og það hefur aldrei liðið svona langur tími án "hittings" áður, svo ég verð bráðum yfirspennt  

Takk fyrir að bjóða mér með í göngutúr

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 3.4.2009 kl. 15:48

2 identicon

Alltaf jafn falleg skrifin þín Ragga mín og já það er gott að hugleiða og velta þessum hlutum fyrir sér og njóta þess góða saman. Góða helgi til ykkar

ps. Ofboðslega er ljósamyndin falleg

Begga (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 16:14

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Lifi fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 3.4.2009 kl. 19:47

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Sigrún, þú átt greinilega góða daga framundan í fjölskyldufaðminum. Njótið vel!

Begga þakka þér fyrir. Góða helgi til ykkar

Ásgeir, fjalldrapinn lifir! .... ennþá .. og vonandi fær hann frið til þess áfram

Ragnhildur Jónsdóttir, 4.4.2009 kl. 23:57

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Bestu kveðjur til þín og þinna með óskum um gleðilega páska!

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.4.2009 kl. 09:48

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Takk Jóhanna, það er einmitt svo gott að svífa aðeins um, það er miklu betri yfirsýn þar ...

Greta Björg, þakka þér fyrir. Bestu óskir um gleðiega páska til þín og þinna

Ragnhildur Jónsdóttir, 8.4.2009 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband