Frelsi, jafnrétti, bræðralag

Ómar var alveg frábær í sinni tölu á fundinum! Tek heilshugar undir orð hans um jafnrétti á milli kynslóða! Hvernig dettur einhverjum í hug að við megum eyða öllu núna og skilja ekkert eftir til komandi kynslóða? Er hægt að horfa á börnin sín og barnabörn og fara svo út og eyðileggja landið, sóa orkunni og menga umvherfið???

Guðmundur Andri fannst mér alveg með frábæra tölu líka. Vel valin orð og í tíma töluð eins og rithöfundi einum er lagið.

Það eru komnir nýjir tímar, við þurfum að hafa viljann og kjarkinn til að fara jákvæðum skrefum inn í framtíðina. Byggja upp nýtt samfélag með jafnréttisgildin í fyrirrúmi. Jafnrétti á öllum sviðum.

Ég fylltist von að hlusta í kvöld Smile Hef náttúrulega óbilandi trú á Jóhönnu Sig, hún leiðir okkur áfram inn í þetta nýja bjarta tímabil. Málið er (eins og ég sé það allavega) að við erum á miklum tímamótum og getum valið leiðina upp eða leiðina niður. Hljómar einfalt en..... það virðist flækjast fyrir ansi mörgum.

Takk kærlega mbl að senda út beint frá fundinum Joyful

(og ég sem ætlaði ekki að minnast á pólitík á blogginu mínu! sorry ;-)


mbl.is Íslandshreyfingin hluti Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Það þarf samt að skipta um slagorð! Bræðralag felur í sér að systurnar eru út undan. Réttara væri að segja: frelsi og jafnrétti EÐA bræðralag.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 27.3.2009 kl. 19:31

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já Ómar heldur áfram að gera góða hluti

Meiningin á bakvið orðið "Bræðralag" í þessu samhengi hefur náttúrulega EKKERT með kyn að gera. Er betra að segja "systkinalag"? neibb virkar ekki  haha

Ragnhildur Jónsdóttir, 27.3.2009 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband