Hellisgerði

Um síðustu helgi fórum við afinn, ég og Emblan litla í Hellisgerði að leika okkur. Við fengum fylgd Dúfu, Albusar, Eddu og svo Lafði Alexöndru og Völu. En þær tvær síðastnefndu fóru heim þegar byrjaði að snjóa.... Magni varð eftir heima til að gæta Jóla litla Joyful

 embla-og-afi-a-thotu.jpg

Þetta er sko gaman! Kisurnar fylgjast með í fjarska og hreyfa eyrun í takt við hlátrasköllin LoL

amman-og-emblan-gera-engla.jpg

Við gerðum náttúrulega engla í snjóinn Halo

 albus-hatt-uppi.jpg

Albus töffari þurfti alltaf að hlaupa hátt upp í hæstu trén og horfa yfir okkur hin.

vi_-gosbrunninn-i-hello.jpg

Það voru miklar pælingar í sambandi við frosið vatn og "blautt vatn", snjó og vatn sem frussast úr gosbrunni. Heilmikil eðlis og efnafræði bæði fyrir barn og hund Wink

Þessi litli garður Hellisgerði er svo dýrmætur og bíður upp á svo mörg ævintýri, allan ársins hring. Bæði fyrir þá sem heimsækja garðinn og eins fyrir íbúa hans.  En það er eitt sem fer óendanlega í taugarnar á mér, fyrirgefiði ég bara verð að koma því að..

_lfafangelsi.jpg

Álfafangelsið. Það er Bonsaigarður þarna inni í þessu fangelsi í tvo mánuði á ári, opið örfáa tíma á dag. Alla restina af árinu er þetta læst eins og fangelsi utan um álfafjölskyldur sem þarna búa.

_lfafangelsi-feb-09.jpg

FrownAngry  ... kannski ráð að hafa geiturnar "mínar" þarna .... Wink

En nóg um það, við höfðum samt gaman í þessari ferð eins og alltaf Smile Látum ekki svona ergelsi trufla okkur of mikið of lengi.

embla-og-dufa-a-svi_i.jpg

Þær hamingjusömu "systur" sáu til þess að halda brosunum á sínum stað Joyful Þær skelltu sér upp á svið og dönsuðu aðeins fyrir okkur og sungu snjósönginn. 

albus-flottur-i-hello.jpg

Albus fylgdist af athygli með tilburðunum á sviðinu.

edda-svarar-albusi-fyrir-si.jpg

en stökk síðan upp í næsta tré að ærslast með Eddu systur sinni Joyful

Það var vor í lofti, þrátt fyrir snjóinn. Daufur ilmur vorvonar undir niðri Cool

Og svo þegar heim var komið þurfti að knúsas dáldið vel Joyful

hopknus_813660.jpg

Hópknús barns og hunds og bangsa og gleðihlátur JoyfulLoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það er æðislegt hjá ykkur að labba bara þrjú skref og koma inní þennan fallega ævintýragarð. Og gaman fyrir Emblu að geta haft heilan her dýra með sér í ævintýr   En ég spyr nú bara eins og bjáni, hvað er "Bonsiagarður"?

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 17.3.2009 kl. 14:48

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já það er algjör lúxus að hafa svona garð við dyrnar hjá sér

Bonsaitré eru tré sem eru heft í uppvextinum og látin vaxa í pínulitlum leirkerjum og klippt til. (trjáverurnar þeirra verða líka alltaf litlar og heftar að vexti... ) þetta er forn Japanskur siður. Þessi tré, sem mörg hver eru falleg það vantar ekki, voru gefin Hafnarfjarðarbæ og eru sýnd þarna í tvo mánuði á ári og girt svona herfilega utan um. Passar engan veginn í Hellisgerði en mætti mér að meinalausu vera einhverstaðar annars staðar í bænum.

En Hellisgerði er samt sem áður dásamlegur staður ef maður reynir að líta framhjá þessu álfafangelsi  

Ragnhildur Jónsdóttir, 17.3.2009 kl. 15:09

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Hmmm... ég skil ekki tilganginn með girðingunni. Á hún að vera til að vernda trén gegn átroðningi..? Allavega, ef svo er, þá finnst mér ekkert sérlega fallegt að hafa þetta víravirki í garðinum  

En alveg sammála því að maður lætur ekki einhverja smámuni eyðileggja gleðina hjá sér  Knús á ykkur

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 17.3.2009 kl. 16:18

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Leirpottarnir eru víst svo dýrir að fólki er ekki treystandi til að vera nálægt þeim... ég finn ég verð ótrúlega pirruð þegar ég hugsa um þessa girðingu...  en maður bara reynir að horfa í aðra átt eða hvort maður á að fara að æsa sig yfir þessu við bæjaryfirvöld, það er spurningin ...

Ragnhildur Jónsdóttir, 18.3.2009 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband