14.3.2009 | 11:50
Hugleiðing um hvað við kjósum
Þessa helgi er verið að kjósa í sæti hjá stjórnmálaflokkunum. Ég var eins og flestir, að hugleiða þetta allt saman og fékk mér göngutúr til að hugsa hlutina í samhengi. Á göngunni mætti ég þessum..
Hann æpti af ótta! Það má stöðugt heyra í honum og fleirum slíkum ópin.
(það er hægt að ýta á myndirnar til að sjá þær stærri)
Hann hafði hlustað á marga ganga hjá og ræða ástand samfélagsins. Hann sagði að fólk hugsaði svo stutt aftur í tímann og hræðilega stutt fram í tímann. Hvað er með mannfólk? spurði hann mig. Það varð fátt um svör hjá mér, ég treysti mér ekki til að svara fyrir mannfólk. Ég sagði samt svona mér sjálfri til varnar að ég ætlaði mér að kjósa mannfólk sem bæri virðingu fyrir móður sinni, Jörðinni og öllum þeim sem á henni búa. Fólk sem hugsar til framtíðar um líf barnabarna sinna.
Ég ætla mér bara að gefa mitt atkvæði til þeirra sem hugsa lengra en í sætið sem þeir sitja á eða sækja í, í augnablikinu...
Horfðu augnablik á þetta tré. Ef þykka stóra greinin hefði vaxið áfram í þá átt sem hún stefndi, þá hefði allt tréð fallið.
Sem betur fer skipti það um skoðun á leiðinni, það valdi að vaxa upp í átt til Ljóssins og Lífsins. Þess vegna er þetta tré stórt og fallegt, ber með sér sögu sína og lifir áfram...
Það má skipta um skoðun og velja leið Lífsins.
Athugasemdir
Satt segirðu Ragnhildur! Það má sko skipta um skoðun, aftur og aftur og eins oft og með þarf.
Ég er sjálf mikið að brjóta heilan þessa dagana og ætla að gefa mitt atkvkæði til raunverulegrar framtíðar.
Sveinbjörg Guðmarsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 12:16
Ég vona að sem flestir lesi þennan pistil hjá þér. Það er svo satt, að það er alveg í lagi að skipta um skoðun. Ég mundi vilja prenta út myndina af trénu með textanum, og setja á plaköt út um allan bæ.
Knús í helgina þína
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.3.2009 kl. 14:44
Alltaf er nú jafngott að lesa bloggið þitt Ragga mín Ég ætla sko líka að kjósa þá sem hugsa um náttúruna og framtíð barnana okkar Knús á þig bestust
Begga (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 18:33
Mikið rétt hjá þér Ragnhildur mín. Svo sannarlega til eftirbreytni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2009 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.