10.2.2009 | 18:56
Samvinna
Hér á bæ eru tvær læður með kettlinga. Edda á einn kettling eftir og Vala þrjá. Þær eru svo dásamlega góðar systur og vinir að þær hjálpast að við uppeldið
Edda í dúkkuvöggunni með sinn gráa Albus jr og tvo syni hennar Völu, Álf og Snjótígra Þessa gömlu dúkkuvöggu fékk ég í 9 ára afmælisgjöf, einhvern tíma á síðustu öld..... Hún er vinsæl af öllu ungviði hér á bæ enn þann dag í dag.
Stundum þarf Embla Sól að hjálpa þeim ofan í vögguna svo þeir geti farið að lúlla
Og það er greinilega gott að lúlla þarna í vöggunni innan um dúkku og bangsa
Það þarf líka að læra á lífið og leika sér með þroskaleikföngin.. færa til og ...
tosa aðeins upp og ýta til hliðar.....
Dagur er að kveldi kominn, sólin sest og litlar kisur þurfa að leggja sig. Það þarf að safna kröftum fyrir ný ævintýri á morgun.
Þvo sér um trýnið og sofa svo vært undir vökulum augum Völu mömmu og frænku. Það er hennar vakt í þetta sinn
Athugasemdir
Ó mæ god, ég er uppnumin yfir þessum fögru myndum. Takk elskuleg.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.2.2009 kl. 21:15
Hefur enginn "eigandi" skilað sér? Flottur leikur með þroskaleikföngin Ég átti líka svipaða vöggu þarna á síðustu öld alveg sígildar. Veit reyndar ekki hvað varð af minni. Æðisleg myndin af sólsetrinu!
Kisukrúttkveðja
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.2.2009 kl. 23:59
Og auðvitað er Embla ofurkrúttið. Ég kannast við þessi handtök héðan
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 11.2.2009 kl. 00:02
Ásdís takk, þau eru náttúrulega bara krútt sko
Sigrún, nei eigendurnir ekki búnir að finna okkur ennþá en ég hef ekki verið dugleg heldur, ekkert auglýst eða neitt. svo það er kannski ekki von. Svona vöggur eru æðislegar, ég er alltaf á leiðinni að sauma á vöggusett handa ofurkrúttinu mínu en.... það er ýmislegt annað á undan í röðinni haha
Oh þessi handtök, já, kisukrúttin verða sko að vera vön svona krútthandbrögðum
Ragnhildur Jónsdóttir, 11.2.2009 kl. 09:40
fallegir kettlingar:-), ég er einmitt að leita mér að kettling, endilega hafðu samband, 662-8812, er staddur á höfuðborgarsvæðinu.
Kveðja, Arnar
Arnar (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 17:51
Já og Arnar hérna í kommentinu fyrir ofan fékk "Snjótígrann" með sér heim ég gat ekki betur séð en þeir hefðu fallið hvor fyrir öðrum um leið og þeir hittust.
Gangi ykkur sambúðin vel "strákar"
Ragnhildur Jónsdóttir, 13.2.2009 kl. 16:47
Sæl veriði, það gengur vel hjá mér og tígra, sem reyndar börnin ætla að nefna brand,tristan eða skrekk, læt þig vita hvað kemur útúr því hehehe. Hann malaði hinsvegar í fyrsta skipti hjá mér í kvöld, honum leiðist ekki dekrið;-) hehehehe og svo er víst komin kanína á heimilið líka, og það fer vel á þeim...allavega ennþá:) og svo er hann yfir sig hrifin af nýja húsinu sínu sem við keyptum í blómavali:-)
Kveðja úr grafarholtinu, Arnar,tristan og kata kanína
Arnar (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 21:16
Frábært að heyra þetta Arnar! Þakka þér innilega fyrir að leyfa mér að frétta. Kata kanína, það líst mér vel á, þau geta alveg orðið góðir félagar. Við vorum með kanínu "hérna um árið" og skjaldböku reyndar og það fór vel á með hundum, köttum og kanínu en skjaldbakan ... ja, hún var bara þarna hahaha
Takk Arnar, knús til Tristan frá kisumömmunum og mér
Ragnhildur Jónsdóttir, 13.2.2009 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.