4.2.2009 | 21:07
Kettlingar í boði á góð heimili :-)
Aðeins 3 (af 12!)dásamlegir og skemmtilegir krúttukettlingar ennþá á lausu og fást gefins á góð heimili. Einn þeirra er 10 vikna en tveir eru 9 vikna.
Eru þeir krútt eða hvað?
Þetta er önnur mamman, hún Edda og sonur hennar sem við köllum Albus jr. eftir frænda hans :-)
Vala með Álf litla krúttkisa (svarti brúskurinn til fóta;-) og Snjótígrann kraftmikla og fagra.
Mömmurnar eru systur og sjá saman um uppeldið og gefa oft kettlingum hvorrar annarrar á spena. Þær eru alveg dásamlegar mömmur og yndislegt að fylgjast með þeim í uppeldisstörfunum. Bæði ljúfar og blíðar en ákveðnar þegar á þarf að halda
Kíkið á fleiri myndir í albúminu til hliðar sem kallast "litlu kraftaverkin"
Athugasemdir
Ég trúi því að þessum krúttum séu ætluð góð heimili. Bestu kveðjur úr Grindó, þar sem Dorrit og Simbi kúra núna saman
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.2.2009 kl. 16:01
Frábærar fréttir Sigrún! Sko krúttið að ná þessu, nú verða þau bara bestu vinir hér eftir, það er ég viss um
Já, veistu ég trúi því að fyrst 9 þeirra eru komnir á frábær heimili, á ekki lengri tíma, hlýtur þessum 3 að vera ætlað það líka.
Bestu knúskveðjur
Ragnhildur Jónsdóttir, 5.2.2009 kl. 16:23
Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 22:05
Sæl veriði, það gengur vel hjá mér og tígra, sem reyndar börnin ætla að nefna brand,tristan eða skrekk, læt þig vita hvað kemur útúr því hehehe. Hann malaði hinsvegar í fyrsta skipti hjá mér í kvöld, honum leiðist ekki dekrið;-) hehehehe og svo er víst komin kanína á heimilið líka, og það fer vel á þeim...allavega ennþá.
Kveðja úr grafarholtinu, Arnar,tristan og kata kanína
Arnar (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.