Fullt tungl og meira um dásamlegu krúttin :-)

Síðast liðin helgi var svo dásamleg! orka hennar lifir áfram. Fullt tungl og mikil orka friðar og fegurðar.

tunglskin-i-trjanum.jpg

Sameinað ákall hjartna og huga hinna mörgu skilar sér í sterkri friðar og verndaruppbyggingarorku.

Og þetta var bara byrjunin.....

HeartHaloHeart

En nú í skiljanlegri hluti Wink Hér er mikið Líf og fjör á mörgum sviðum og hæðum hússins Joyful

hver-a-korfuna_2.jpg

 Þetta er sko stuðleikur!

hver-a-korfuna_3.jpg

Leikurinn fjallar um æfinguna "að verja húsið"...

hver-a-korfuna.jpg

Þau eru svo lítil og dásamleg krútt en finnst þau sjálf vera svo stór og ógurleg InLove

sumir-horfa-bara-a.jpg

Sumir horfa bara á, það þarf líka að hvíla sig vel á milli þegar maður er svona lítill Joyful

joli-litli-hugsi.jpg

Það er líka svo margt að skoða og hugsa um. Svo óskaplega margt að læra í þessum heimi. 

er-ma_ur-krutt-e_a-hva.jpg

Og þegar maður er kisi þarf maður líka að kunna að sitja bara og vera krútt... InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Almáttugur minn hvað þau eru yndisleg, missi mig alveg í risakrúttkast.  Veistu um bloggvinahittinginnn á A.Hansen á laugard. kl. 14.00??  vertu í bandi gegnum skilaboðin og láttu mig vita. Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2009 kl. 20:39

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þau eru svo sannarlega yndisleg þessi litlu krútt   ég hef ekkert heyrt um þennan hitting. En það er stutt fyrir mig að fara á Hansen.

Ragnhildur Jónsdóttir, 14.1.2009 kl. 14:35

3 identicon

þeir eru hreint út sagt dásamlegir! innileg kveðja til Jóla... snöft!

Hanna (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 21:45

4 Smámynd: gudni.is

Æðislegt að sjá þetta hjá þér Ragnhildur.

Magni litli Mafíukisi unir sér alveg yndislega vel hjá mér. Hann er alveg yndislega yndislega yndislega yndislegur!!! Algjört krútt og alveg frábær persónuleiki. Honum líður svo vel hérna og hefur í nægu að snúast við að leika sér. Og hann er svo ofboðslega góður og kelinn við mig. Hann lætur hreinlega eins og ég sé mamma hans

Samskiptin við Pútín eru reyndar ennþá mjög stirrð. Eru þó heldur að lagast. En Pútín greyjið er bara búinn að vera hálf fúll yfir þessari litlu "nýjung" á heimilinu. Og Pútín hefur því mjög mikið dvalist hjá fólkinu og kettinum á neðri hæðinni síðustu dagana bara svona í mótmælaskyni. En það mun nú vonandi lagast. Þeir slást ekki neitt en urra svona svolítið á hvorn annan og fara í störukeppnir!

Kær kisuknúskveðja á ykkur öll
Guðni

gudni.is, 15.1.2009 kl. 00:53

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þær eru bara æði þessar litlu krúttkisur. Ég gæti alveg setið allan daginn bara að fylgjast með Dorrit Engli. Hún er greinilega vön ýmsum handtökum hjá Emblu, því Eydís má alveg hnoðast með hana í hverju sem er, henni finnst það bara gaman  Knús á ykkur frá Grindjánum, tví, þrí og ferfættum

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.1.2009 kl. 10:36

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Kæru systkin Sigrún og Guðni, það er svo gaman að frétta af litlu krúttunum ykkar. Ég vona að eldri kisur á heimilunum ykkar fari að sætta sig við nýju fjölskyldumeðlimina, það tekur alltaf smá tíma. Það fór enn einn kettlingurinn á nýtt heimili í gær og annar valinn..... það fer bráðum að verða tómlegt hérna en það er frábært hvað gengur vel að koma þessum krúttum á góð heimili. Meira um það í næstu færslu.

Ragnhildur Jónsdóttir, 15.1.2009 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband